Sakar Árna Gils um árás með hafnaboltakylfu: „Gaurinn bara snappaði“ Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2019 14:47 Árni Gils og faðir hans Hjalti Úrsus sem hefur staðið þétt við bak sonar síns í málinu. Vísir/Vilhelm Vitni sem gaf skýrslu í máli Árna Gils Hjaltasonar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sakaði hann um að hafa ráðist á sig með hafnaboltakylfu þegar hann sneri baki í hann skömmu fyrir átök við Leifasjoppu þar sem Árni er sakaður um að hafa veitt öðrum manni stungusár á höfði. „Gaurinn bara snappaði,“ sagði vitnið um Árna. Árni er ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna átaka hans og annars manns við Leifasjoppu í Breiðholti í mars árið 2017. Maðurinn hlaut stungusár á höfði. Árni hefur neitað sök en var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur og dæmdur í fjögurra ára fangelsi vegna þess og fleiri brota árið 2017. Hæstiréttur vísaði máli hans aftur heim í hérað árið 2017. Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur fjallar nú um málið. Á þriðjudag viðurkenndi Árni í fyrsta skipti að hafa átt í átökum fyrr um kvöldið sem átökin við Leifasjoppu áttu sér stað. Bar hann vitni um að hafa lent í ágreining við mann í Breiðholti sem hann sakaði um að hafa stolið frá sér. Maðurinn hafi hins vegar gerst ógnandi með hníf og hafnaboltakylfu. Árni hafi þurft að verjast honum með kylfunni. Maðurinn gaf allt aðra lýsingu á atburðunum þegar hann gaf símaskýrslu fyrir héraðsdómi í dag. Sagðist hann hafa verið að aðstoða Árna við að verða sér út um mórfínlyf sem gefið er við heróínfíkn. Árni hafi verið töluvert ölvaður.Sagði Árna hafa hótað móður sinni Bar maðurinn vitni um að Árni hafi barið sig í hnakkann með hafnaboltakylfu þegar hann sneri í hann baki í íbúð í Breiðholti. Sagðist hann ekki hafa hugmynd um af hverju Árni hefði ráðist á sig þegar hann hefði verið að hjálpa honum. „Gaurinn snappaði bara. Hann gengur ekki alveg heill til skógar,“ sagði maðurinn sem er á fertugsaldri. Hélt maðurinn því jafnframt fram að Árni hefði hótað móður hans og svo reynt að keyra á hann þegar hann elti Árna út úr íbúðinni. Gaf hann einnig nokkra aðra lýsingu á atburðum í kringum átökin við Leifasjoppu en maðurinn sem varð fyrir stungusárinu og önnur vitni á þriðjudag. Sagðist hann hafa komið í íbúð þar sem fólkið var þegar átökin voru um garð gengin. Aðrir höfðu sagt hann hafa verið í íbúðinni þegar maðurinn sem varð fyrir áverkanum og þáverandi vinkona Árna fóru til móts við hann við Leifasjoppu. Sagði hann að maðurinn sem varð fyrir áverkanum hafi sagt honum að Árni hefði tekið hníf af honum og stungið í höfuðið. Mál Árna Gils Tengdar fréttir Þinghaldi lokað á meðan fyrrverandi vinkona Árna bar vitni Dómari féllst á beiðni saksóknara sem sagði vitnið óttaslegið og telja viðvist fólks í dómsalnum geta haft áhrif á framburð sinn. 20. september 2019 13:46 Deilt um dagbókarfærslur lögreglu í stóra amfetamínmálinu Verjendur og saksóknari í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem þrír menn eru ákærðir fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði tókust á um það fyrir dómi í dag hvort ákæruvaldinu beri að leggja fram dagbókarfærslur lögreglu í málinu. 20. september 2019 12:30 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Fleiri fréttir Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Sjá meira
Vitni sem gaf skýrslu í máli Árna Gils Hjaltasonar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sakaði hann um að hafa ráðist á sig með hafnaboltakylfu þegar hann sneri baki í hann skömmu fyrir átök við Leifasjoppu þar sem Árni er sakaður um að hafa veitt öðrum manni stungusár á höfði. „Gaurinn bara snappaði,“ sagði vitnið um Árna. Árni er ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna átaka hans og annars manns við Leifasjoppu í Breiðholti í mars árið 2017. Maðurinn hlaut stungusár á höfði. Árni hefur neitað sök en var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur og dæmdur í fjögurra ára fangelsi vegna þess og fleiri brota árið 2017. Hæstiréttur vísaði máli hans aftur heim í hérað árið 2017. Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur fjallar nú um málið. Á þriðjudag viðurkenndi Árni í fyrsta skipti að hafa átt í átökum fyrr um kvöldið sem átökin við Leifasjoppu áttu sér stað. Bar hann vitni um að hafa lent í ágreining við mann í Breiðholti sem hann sakaði um að hafa stolið frá sér. Maðurinn hafi hins vegar gerst ógnandi með hníf og hafnaboltakylfu. Árni hafi þurft að verjast honum með kylfunni. Maðurinn gaf allt aðra lýsingu á atburðunum þegar hann gaf símaskýrslu fyrir héraðsdómi í dag. Sagðist hann hafa verið að aðstoða Árna við að verða sér út um mórfínlyf sem gefið er við heróínfíkn. Árni hafi verið töluvert ölvaður.Sagði Árna hafa hótað móður sinni Bar maðurinn vitni um að Árni hafi barið sig í hnakkann með hafnaboltakylfu þegar hann sneri í hann baki í íbúð í Breiðholti. Sagðist hann ekki hafa hugmynd um af hverju Árni hefði ráðist á sig þegar hann hefði verið að hjálpa honum. „Gaurinn snappaði bara. Hann gengur ekki alveg heill til skógar,“ sagði maðurinn sem er á fertugsaldri. Hélt maðurinn því jafnframt fram að Árni hefði hótað móður hans og svo reynt að keyra á hann þegar hann elti Árna út úr íbúðinni. Gaf hann einnig nokkra aðra lýsingu á atburðum í kringum átökin við Leifasjoppu en maðurinn sem varð fyrir stungusárinu og önnur vitni á þriðjudag. Sagðist hann hafa komið í íbúð þar sem fólkið var þegar átökin voru um garð gengin. Aðrir höfðu sagt hann hafa verið í íbúðinni þegar maðurinn sem varð fyrir áverkanum og þáverandi vinkona Árna fóru til móts við hann við Leifasjoppu. Sagði hann að maðurinn sem varð fyrir áverkanum hafi sagt honum að Árni hefði tekið hníf af honum og stungið í höfuðið.
Mál Árna Gils Tengdar fréttir Þinghaldi lokað á meðan fyrrverandi vinkona Árna bar vitni Dómari féllst á beiðni saksóknara sem sagði vitnið óttaslegið og telja viðvist fólks í dómsalnum geta haft áhrif á framburð sinn. 20. september 2019 13:46 Deilt um dagbókarfærslur lögreglu í stóra amfetamínmálinu Verjendur og saksóknari í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem þrír menn eru ákærðir fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði tókust á um það fyrir dómi í dag hvort ákæruvaldinu beri að leggja fram dagbókarfærslur lögreglu í málinu. 20. september 2019 12:30 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Fleiri fréttir Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Sjá meira
Þinghaldi lokað á meðan fyrrverandi vinkona Árna bar vitni Dómari féllst á beiðni saksóknara sem sagði vitnið óttaslegið og telja viðvist fólks í dómsalnum geta haft áhrif á framburð sinn. 20. september 2019 13:46
Deilt um dagbókarfærslur lögreglu í stóra amfetamínmálinu Verjendur og saksóknari í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem þrír menn eru ákærðir fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði tókust á um það fyrir dómi í dag hvort ákæruvaldinu beri að leggja fram dagbókarfærslur lögreglu í málinu. 20. september 2019 12:30