Lýsir fyrstu kynnum sínum af Andrési prins og segir hann hafa verið virkan þátttakanda Sylvía Hall skrifar 20. september 2019 23:45 Virginia Giuffre ræddi við fjölmiðla fyrir utan dómshúsið í New York í ágúst. Vísir/Getty Virginia Giuffre, ein kvennanna sem sakar auðkýfinginn Jeffrey Epstein um kynferðisofbeldi þegar hún var á táningsaldri, segir að Andrés prins, hertoginn af Jórvík og sonur Elísabetar Englandsdrottningar, viti hvað hann hafi gert. Hin 35 ára gamla Giuffre var í viðtali við NBC þar sem hún sagði Jeffrey Epstein hafa skipað henni að stunda kynlíf með valdamiklum mönnum þegar hún var aðeins sautján ára gömul. Á meðal þeirra hafi verið Andrés prins, sem hún segir hafa verið virkan þátttakanda í misnotkun og ofbeldi af hálfu Epstein. Sjá einnig: Andrés prins „veit hvað hann hefur gert“ segir ein kvennanna sem saka Epstein um kynferðisbrot Sagðist Giuffre hafa verið „ráðin“ af Ghislaine Maxwell, náinni samstarfskonu Epstein, þegar hún starfaði á Mar-a-Lago klúbbnum sem er í eigu Donald Trump Bandaríkjaforseta. Í viðtalinu sagði hún einnig frá því þegar hún hitti prinsinn í fyrsta skiptið. Hún hafi farið með Maxwell til London þar sem þær dvöldu á heimili Maxwell. „Í fyrsta skiptið sem ég fór til London var ég svo ung. Ghislaine vakti mig einn morguninn og sagði: „Þú ert að fara að hitta prins í dag“,“ sagði Giuffre og bætti við að hana hefði ekki grunað að hún yrði látin stunda kynlíf með prinsinum. „Ég vil að þú gerir það sama fyrir hann og þú gerir fyrir Epstein“ Giuffre var því næst flutt á næturkúbb í borginni þar sem hún hitti prinsinn. Þar hafi hann farið með hana á svokallað VIP svæði, gefið henni sterkt áfengi og beðið hana um að dansa fyrir sig. Hún hafi verið furðu lostinn yfir því að meira segja kóngafólk væri hluti af tengslaneti Epstein. „Ég gat ekki trúað því, að kóngafólk væri í þessu líka,“ sagði Giuffre. Þegar þau komu aftur á heimili Maxwell var Giuffre skipað að gera „það sama fyrir prinsinn og hún gerði fyrir Epstein“. Hann hafi því næst misnotað hana á baðherbergi hússins áður en þau færðu sig í svefnherbergið. Að sögn Giuffre var Andrés kurteis og viðkunnanlegur en þrátt fyrir það ofbeldismaður sem hafi misnotað hana. Árið 2011 gaf Giuffre skýrslu og sagði að Andrés vissi sannleikann um barnaníð Esptein. Sagði hún að það ætti að láta prinsinn gefa skýrslu. Árið 2014 sagði hún svo fyrir dómi að Epstein hefði neytt hana til þess að stunda kynlíf með prinsinum og öðrum vinum auðkýfingsins. Hafnar alfarið að hafa átt samræði við Giuffre Andrés prins hefur áður hafnað ásökunum í sinn garð og sagði konungsfjölskyldan þær vera andstyggilegar. Andrés segist aldrei hafa átt í nokkrum samskiptum við Giuffre og hafnar því að hafa haft samræði við hana. Í yfirlýsingu frá konungsfjölskyldunni kemur fram að fullyrðingar Giuffre væru ósannar og alls ekki á rökum reistar. Giuffre segir yfirlýsingarnar ekki koma sér á óvart. „Hann neitar því að þetta hafi gerst og hann mun halda áfram að neita því að þetta hafi gerst, en hann veit sannleikann og ég veit sannleikann.“ Hér að neðan má sjá brot úr viðtali NBC við sex konur sem hafa sakað Epstein um kynferðisbrot. Bandaríkin Bretland Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Epstein sakaður um kynferðisbrot gegn konum í Frakklandi Þrjár konur segjast vera fórnarlömb bandaríska auðmannsins, að sögn saksóknara í París. 11. september 2019 11:47 Andrés prins sagður hafa þegið fótanudd frá ungri konu í íbúð Epstein Í tölvupóstsamskiptum milli John Brockman umboðsmanns og rithöfundarins Evgeny Morozov er vísað til heimsókna Andrésar prins til auðkýfingsins Jeffrey Epstein. 22. ágúst 2019 23:32 Andrés prins segist ekki hafa vitað af glæpum Epstein Í yfirlýsingunni segist Andrés koma ýmsum hlutum á hreint varðandi samband sitt við Epstein. 24. ágúst 2019 13:56 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Virginia Giuffre, ein kvennanna sem sakar auðkýfinginn Jeffrey Epstein um kynferðisofbeldi þegar hún var á táningsaldri, segir að Andrés prins, hertoginn af Jórvík og sonur Elísabetar Englandsdrottningar, viti hvað hann hafi gert. Hin 35 ára gamla Giuffre var í viðtali við NBC þar sem hún sagði Jeffrey Epstein hafa skipað henni að stunda kynlíf með valdamiklum mönnum þegar hún var aðeins sautján ára gömul. Á meðal þeirra hafi verið Andrés prins, sem hún segir hafa verið virkan þátttakanda í misnotkun og ofbeldi af hálfu Epstein. Sjá einnig: Andrés prins „veit hvað hann hefur gert“ segir ein kvennanna sem saka Epstein um kynferðisbrot Sagðist Giuffre hafa verið „ráðin“ af Ghislaine Maxwell, náinni samstarfskonu Epstein, þegar hún starfaði á Mar-a-Lago klúbbnum sem er í eigu Donald Trump Bandaríkjaforseta. Í viðtalinu sagði hún einnig frá því þegar hún hitti prinsinn í fyrsta skiptið. Hún hafi farið með Maxwell til London þar sem þær dvöldu á heimili Maxwell. „Í fyrsta skiptið sem ég fór til London var ég svo ung. Ghislaine vakti mig einn morguninn og sagði: „Þú ert að fara að hitta prins í dag“,“ sagði Giuffre og bætti við að hana hefði ekki grunað að hún yrði látin stunda kynlíf með prinsinum. „Ég vil að þú gerir það sama fyrir hann og þú gerir fyrir Epstein“ Giuffre var því næst flutt á næturkúbb í borginni þar sem hún hitti prinsinn. Þar hafi hann farið með hana á svokallað VIP svæði, gefið henni sterkt áfengi og beðið hana um að dansa fyrir sig. Hún hafi verið furðu lostinn yfir því að meira segja kóngafólk væri hluti af tengslaneti Epstein. „Ég gat ekki trúað því, að kóngafólk væri í þessu líka,“ sagði Giuffre. Þegar þau komu aftur á heimili Maxwell var Giuffre skipað að gera „það sama fyrir prinsinn og hún gerði fyrir Epstein“. Hann hafi því næst misnotað hana á baðherbergi hússins áður en þau færðu sig í svefnherbergið. Að sögn Giuffre var Andrés kurteis og viðkunnanlegur en þrátt fyrir það ofbeldismaður sem hafi misnotað hana. Árið 2011 gaf Giuffre skýrslu og sagði að Andrés vissi sannleikann um barnaníð Esptein. Sagði hún að það ætti að láta prinsinn gefa skýrslu. Árið 2014 sagði hún svo fyrir dómi að Epstein hefði neytt hana til þess að stunda kynlíf með prinsinum og öðrum vinum auðkýfingsins. Hafnar alfarið að hafa átt samræði við Giuffre Andrés prins hefur áður hafnað ásökunum í sinn garð og sagði konungsfjölskyldan þær vera andstyggilegar. Andrés segist aldrei hafa átt í nokkrum samskiptum við Giuffre og hafnar því að hafa haft samræði við hana. Í yfirlýsingu frá konungsfjölskyldunni kemur fram að fullyrðingar Giuffre væru ósannar og alls ekki á rökum reistar. Giuffre segir yfirlýsingarnar ekki koma sér á óvart. „Hann neitar því að þetta hafi gerst og hann mun halda áfram að neita því að þetta hafi gerst, en hann veit sannleikann og ég veit sannleikann.“ Hér að neðan má sjá brot úr viðtali NBC við sex konur sem hafa sakað Epstein um kynferðisbrot.
Bandaríkin Bretland Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Epstein sakaður um kynferðisbrot gegn konum í Frakklandi Þrjár konur segjast vera fórnarlömb bandaríska auðmannsins, að sögn saksóknara í París. 11. september 2019 11:47 Andrés prins sagður hafa þegið fótanudd frá ungri konu í íbúð Epstein Í tölvupóstsamskiptum milli John Brockman umboðsmanns og rithöfundarins Evgeny Morozov er vísað til heimsókna Andrésar prins til auðkýfingsins Jeffrey Epstein. 22. ágúst 2019 23:32 Andrés prins segist ekki hafa vitað af glæpum Epstein Í yfirlýsingunni segist Andrés koma ýmsum hlutum á hreint varðandi samband sitt við Epstein. 24. ágúst 2019 13:56 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Epstein sakaður um kynferðisbrot gegn konum í Frakklandi Þrjár konur segjast vera fórnarlömb bandaríska auðmannsins, að sögn saksóknara í París. 11. september 2019 11:47
Andrés prins sagður hafa þegið fótanudd frá ungri konu í íbúð Epstein Í tölvupóstsamskiptum milli John Brockman umboðsmanns og rithöfundarins Evgeny Morozov er vísað til heimsókna Andrésar prins til auðkýfingsins Jeffrey Epstein. 22. ágúst 2019 23:32
Andrés prins segist ekki hafa vitað af glæpum Epstein Í yfirlýsingunni segist Andrés koma ýmsum hlutum á hreint varðandi samband sitt við Epstein. 24. ágúst 2019 13:56