Ilmheilun fyrir meðgöngu, fæðingu og fjölskylduna 21. september 2019 14:15 Eva Dögg og Reykjavík Ritual standa fyrir námskeiðinu Blómabörn, kjarnaolíur á fjölskyldulíf sunnudaginn 22. september. Aðsend mynd Eva Dögg yogakennari, blómabarn og heilsukukklari deilir reynslu sinni af eiturefnalausum lífsstíl og hvernig hægt er að nota ilmkjarnaolíur sem foreldri og í fjölskyldulífinu á námskeiðinu Blómabarn, kjarnaolíur og fjölskyldulíf. Á námskeiðinu segir Eva vera farið yfir hvernig hægt er að nota hreinar ilmkjarnaolíur sem stuðning á meðgöngu, við fæðingu, fyrir ungabörn, eldri börn og einnig sem foreldri. Markmiðið segir hún vera að minnka þannig efni sem eru skaðleg okkur, heilsunni og jörðinni.Ég er sjálf móðir með á tvö börn og hef þar fyrir utan gríðarlegan áhuga á öllu tengdu meðgöngu, fæðingu og börnum. Þess vegna fæ ég ótalmargar spurningar um þetta á hverjum degi á mínum miðlum og fannst því vera þörf á námskeiði um málefnið. Eva Dögg á 7 ára strák og 5 ára stelpu úr fyrra sambandi og segist aðeins hafa verið byrjuð í þessum pælingum áður en hún varð móðir. Hún segir fyrstu meðgöngu sína þó hafa opnað augu hennar enn meira sem þróaðist svo út í það að hún var búin að skipta út öllum eiturefnum á heimilinu fyrir hreinar ilmkjarnaolíur.Það var mjög áhugavert að bæði sjá og upplifa muninn á þessu tvennu, að nota eiturefni og svo hreinar ilmkjarnaolíur. Ég fann svo sterkt fyrir breytingunni.Hvernig notar þú ilmkjarna í þínu daglega fjölskyldulífi? Við notum ilmkjarnaolíur á mismunandi hátt heima hjá mér. Ég nota þetta náttúrulega í öllu daglegu amstri og heimilislífi. En við notum það líka fyrir bæði líkamlegan og andlegan stuðning.Börnin mín fá olíur sem að hjálpa þeim að sofa, við erum með svaka kvöld-ritual sem að gerir mikið fyrir okkur öll sem fjölskyldu. Bassi fær olíur sem að styðja við einbeitingu þegar hann er að læra heima og lesa. Nóra á hugrekkissprey sem að hún spreyjar á sig og koddann sinn þegar hún er pínu hrædd eða myrkfælin. Þau eiga tvö heimili og eiga olíur og krem á báðum stöðum. Þetta styður þau í því að eiga tvö heimili finnst mér og til dæmis er alveg eins heima hjá mömmu og pabba sem að getur styrkt þau. Hvað verður farið yfir á námskeiðinu? Námskeiðið er partur af námskeiðaseríu á vegum Reykjavik Ritual og er markmiðið að fræða fólk um mátt ilmkjarnaolía. En máttur þeirra er algjörlega magnaður. Það er ekki skrítið að aromatherapy eða ilmheilun eins og ég kýs að kalla hana, er nú á tímum ein vinsælasta og auðveldasta meðferðin gegn stressi og kvíða í heiminum.Við förum yfir það hversu nauðsynlegt það er að velja hreinar olíur og hversu auðvelt og gaman það er að nota þessi fornu nátturulyf sem stuðning í daglegu lífi. Hvernig við getum notað olíur til að styðja börnin okkar í öllu frá því að vera myrkfælin, eiga erfitt með að fókusera, slæma vaxtaverki og að styðja við góðan svefn. Einnig förum við yfir hvernig við getum notað olíur við fæðingu, verkjum og til að styðja við brjóstagjöf og endurheimt eftir fæðingu. Eva Dögg segir alla þá sem skrá sig á námskeiðið fá litla bók með uppskriftum og góðum ráðum, litla flösku og smá snarl.Einnig fá allir sem koma á námskeiðið tveggja klukkustunda aðgang að mér og mínum olíusmurða heila. Makamál þakka Evu Dögg kærlega fyrir spjallið og fyrir þá sem hafa áhuga á því að skoða betur námskeiðið, Blómabarn, kjarnaolíur og fjölskyldulíf er hægt að lesa meira um það hér. Ástin og lífið Tengdar fréttir Rúmfræði: Heimagerð sleipiefni og losti í flösku Eva Dögg Rúnarsdóttir er fatahönnuður að mennt, jógakennari og að eigin sögn mikill heilsukuklari. Ilmir, jurtir, plöntur og kjarnaolíur eiga hug hennar allan og segist hún nota "aroma therapy“ mikið í sínu starfi þar sem hún framleiðir sín eigin krem, ilmi, sprey og fleiri blöndur. Makamál hittu Evu á fallegu heimili hennar í Vesturbænum og fengu að heyra meira um hvað hún er að bralla þessa dagana. 6. júlí 2019 12:30 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Undir lokin var líkaminn alveg búinn að gefast upp Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál „Engin skömm í því að vilja vinna úr framhjáhaldi“ Makamál Fannst líkaminn vera að svíkja mig Makamál Notar makinn þinn fýlustjórnun í samskiptum? Makamál Hjón um makaskipti: „Swingið gerði gott hjónaband ennþá betra“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Eva Dögg yogakennari, blómabarn og heilsukukklari deilir reynslu sinni af eiturefnalausum lífsstíl og hvernig hægt er að nota ilmkjarnaolíur sem foreldri og í fjölskyldulífinu á námskeiðinu Blómabarn, kjarnaolíur og fjölskyldulíf. Á námskeiðinu segir Eva vera farið yfir hvernig hægt er að nota hreinar ilmkjarnaolíur sem stuðning á meðgöngu, við fæðingu, fyrir ungabörn, eldri börn og einnig sem foreldri. Markmiðið segir hún vera að minnka þannig efni sem eru skaðleg okkur, heilsunni og jörðinni.Ég er sjálf móðir með á tvö börn og hef þar fyrir utan gríðarlegan áhuga á öllu tengdu meðgöngu, fæðingu og börnum. Þess vegna fæ ég ótalmargar spurningar um þetta á hverjum degi á mínum miðlum og fannst því vera þörf á námskeiði um málefnið. Eva Dögg á 7 ára strák og 5 ára stelpu úr fyrra sambandi og segist aðeins hafa verið byrjuð í þessum pælingum áður en hún varð móðir. Hún segir fyrstu meðgöngu sína þó hafa opnað augu hennar enn meira sem þróaðist svo út í það að hún var búin að skipta út öllum eiturefnum á heimilinu fyrir hreinar ilmkjarnaolíur.Það var mjög áhugavert að bæði sjá og upplifa muninn á þessu tvennu, að nota eiturefni og svo hreinar ilmkjarnaolíur. Ég fann svo sterkt fyrir breytingunni.Hvernig notar þú ilmkjarna í þínu daglega fjölskyldulífi? Við notum ilmkjarnaolíur á mismunandi hátt heima hjá mér. Ég nota þetta náttúrulega í öllu daglegu amstri og heimilislífi. En við notum það líka fyrir bæði líkamlegan og andlegan stuðning.Börnin mín fá olíur sem að hjálpa þeim að sofa, við erum með svaka kvöld-ritual sem að gerir mikið fyrir okkur öll sem fjölskyldu. Bassi fær olíur sem að styðja við einbeitingu þegar hann er að læra heima og lesa. Nóra á hugrekkissprey sem að hún spreyjar á sig og koddann sinn þegar hún er pínu hrædd eða myrkfælin. Þau eiga tvö heimili og eiga olíur og krem á báðum stöðum. Þetta styður þau í því að eiga tvö heimili finnst mér og til dæmis er alveg eins heima hjá mömmu og pabba sem að getur styrkt þau. Hvað verður farið yfir á námskeiðinu? Námskeiðið er partur af námskeiðaseríu á vegum Reykjavik Ritual og er markmiðið að fræða fólk um mátt ilmkjarnaolía. En máttur þeirra er algjörlega magnaður. Það er ekki skrítið að aromatherapy eða ilmheilun eins og ég kýs að kalla hana, er nú á tímum ein vinsælasta og auðveldasta meðferðin gegn stressi og kvíða í heiminum.Við förum yfir það hversu nauðsynlegt það er að velja hreinar olíur og hversu auðvelt og gaman það er að nota þessi fornu nátturulyf sem stuðning í daglegu lífi. Hvernig við getum notað olíur til að styðja börnin okkar í öllu frá því að vera myrkfælin, eiga erfitt með að fókusera, slæma vaxtaverki og að styðja við góðan svefn. Einnig förum við yfir hvernig við getum notað olíur við fæðingu, verkjum og til að styðja við brjóstagjöf og endurheimt eftir fæðingu. Eva Dögg segir alla þá sem skrá sig á námskeiðið fá litla bók með uppskriftum og góðum ráðum, litla flösku og smá snarl.Einnig fá allir sem koma á námskeiðið tveggja klukkustunda aðgang að mér og mínum olíusmurða heila. Makamál þakka Evu Dögg kærlega fyrir spjallið og fyrir þá sem hafa áhuga á því að skoða betur námskeiðið, Blómabarn, kjarnaolíur og fjölskyldulíf er hægt að lesa meira um það hér.
Ástin og lífið Tengdar fréttir Rúmfræði: Heimagerð sleipiefni og losti í flösku Eva Dögg Rúnarsdóttir er fatahönnuður að mennt, jógakennari og að eigin sögn mikill heilsukuklari. Ilmir, jurtir, plöntur og kjarnaolíur eiga hug hennar allan og segist hún nota "aroma therapy“ mikið í sínu starfi þar sem hún framleiðir sín eigin krem, ilmi, sprey og fleiri blöndur. Makamál hittu Evu á fallegu heimili hennar í Vesturbænum og fengu að heyra meira um hvað hún er að bralla þessa dagana. 6. júlí 2019 12:30 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Undir lokin var líkaminn alveg búinn að gefast upp Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál „Engin skömm í því að vilja vinna úr framhjáhaldi“ Makamál Fannst líkaminn vera að svíkja mig Makamál Notar makinn þinn fýlustjórnun í samskiptum? Makamál Hjón um makaskipti: „Swingið gerði gott hjónaband ennþá betra“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Rúmfræði: Heimagerð sleipiefni og losti í flösku Eva Dögg Rúnarsdóttir er fatahönnuður að mennt, jógakennari og að eigin sögn mikill heilsukuklari. Ilmir, jurtir, plöntur og kjarnaolíur eiga hug hennar allan og segist hún nota "aroma therapy“ mikið í sínu starfi þar sem hún framleiðir sín eigin krem, ilmi, sprey og fleiri blöndur. Makamál hittu Evu á fallegu heimili hennar í Vesturbænum og fengu að heyra meira um hvað hún er að bralla þessa dagana. 6. júlí 2019 12:30