Lestarstöðvum í Hong Kong lokað til að forðast ofbeldisfulla mótmælendur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. september 2019 10:34 Mótmælendur söfnuðust saman á lestarstöð í Hong Kong og skemmdu miðaskanna og eftirlitsmyndavélar. AP/Kin Cheung Mótmælendur í Hong Kong unnu mikil skemmdarverk á lestarstöð á sunnudag, þeir brutu eftirlitsmyndavélar og miðaskanna. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem mótmælendurnir, sem krefjast aukins lýðræðis, leita í ofbeldisfullar aðgerðir. Þeir tröðkuðu á kínverska fánanum, unnu skemmdarverk á lestarstöð og kveiktu elda á breiðgötu. Mótmælendur notuðu hamra til að fjarlægja miðaskannana af hliðum, krotuðu á veggi og brutu vélarnar. Á meðan notuðu mótmælendurnir regnhlífar til að skýla andlitum svo ekki væri hægt að bera kennsl á þá.Mótmælendur brutu skjái miðasöluvéla á lestarstöð í Hong Kong.AP/Kin CheungÁrásin var gerð um miðjan sunnudag að staðartíma á Shatin lestarstöðinni en fyrr um daginn höfðu mótmælendur setið og brotið saman origami fugla í mótmælaskyni. Þegar leystist upp úr origami fundinum sneru margir mótmælenda sér að lestarstöðinni. Óeirðalögregla mætti á staðinn eftir árásina og vaktaði svæðið eftir að stöðin var lokuð. Mótmælendur sem krefjast aukins lýðræðis hafa komið saman í fjóra mánuði og hafa reglulega leyst upp í ofbeldi þegar liðið hefur á daginn og á kvöldin. Öfgafullur hópur meðal mótmælenda segir að beita þurfi róttækum aðgerðum til að ná athygli stjórnvalda. Á laugardagskvöld beitti lögregla táragasi og skaut gúmmíkúlum á mótmælendur sem á móti köstuðu bensínsprengjum í átt að lögreglu svo eldar loguðu á götum.Áður en mótmælendur söfnuðust saman til að brjóta saman origami, hafði hópur mótmælenda safnast saman í Shatin New Town Plaza verslunarmiðstöðinni þar sem þeir kyrjuðu slagorð og sungu lag sem er orðið einkennissöngur þeirra. Samgönguyfirvöld lokuðu tveimur lestarstöðvum á leið lestarinnar sem fer frá flugvellinum og inn í borgina til að koma í veg fyrir mögulega truflun á samgöngum af völdum mótmælenda, sem varð ekki að veruleika. Stjórnendur Hong Kong flugvallar sögðu að lestin myndi fara á milli flugvallarins og aðallestarstöðvarinnar í miðborginni og myndi sleppa öllum öðrum stoppistöðvum á leiðinni. Hætt var við nokkrar rútuferðir frá flugvellinum og voru farþegar beðnir um að gefa sér góðan tíma til að fara upp á flugvöll.AP/Kin CheungBara þeir sem voru með flugmiða máttu fara inn á lestarstöðina í miðborg Hong Kong. Mótmælendur hafa áður mótmælt á flugvellinum, stöðvað umferð og kveikt elda á götum í bænum Tung Chung sem er nærri flugvellinum og unnið skemmdarverk á lestarstöðinni þar. Hong Kong Tengdar fréttir Kölluðu eftir aðstoð Breta daginn eftir átakasöm mótmæli Hundruð mótmælenda söfnuðust fyrir framan bresku ræðismannsskrifstofuna í Hong Kong í dag og kölluðu eftir því að Bretar myndu koma íbúum þessar gömlu nýlendu sinnar til aðstoðar. 15. september 2019 11:04 Kínverjar ósáttir við frumvarp Bandaríkjamanna um Hong Kong Fara fram á að frumvarpið verði dregið til baka. 20. september 2019 19:00 Segja Kínverja pynta mótmælendur í Hong Kong Í skýrslu sem samtökin Amnesty International birtu í gær segir að rannsókn hafi leitt í ljós að fólk sem hafi verið handtekið hafi verið pyntað í haldi. 20. september 2019 10:53 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Mótmælendur í Hong Kong unnu mikil skemmdarverk á lestarstöð á sunnudag, þeir brutu eftirlitsmyndavélar og miðaskanna. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem mótmælendurnir, sem krefjast aukins lýðræðis, leita í ofbeldisfullar aðgerðir. Þeir tröðkuðu á kínverska fánanum, unnu skemmdarverk á lestarstöð og kveiktu elda á breiðgötu. Mótmælendur notuðu hamra til að fjarlægja miðaskannana af hliðum, krotuðu á veggi og brutu vélarnar. Á meðan notuðu mótmælendurnir regnhlífar til að skýla andlitum svo ekki væri hægt að bera kennsl á þá.Mótmælendur brutu skjái miðasöluvéla á lestarstöð í Hong Kong.AP/Kin CheungÁrásin var gerð um miðjan sunnudag að staðartíma á Shatin lestarstöðinni en fyrr um daginn höfðu mótmælendur setið og brotið saman origami fugla í mótmælaskyni. Þegar leystist upp úr origami fundinum sneru margir mótmælenda sér að lestarstöðinni. Óeirðalögregla mætti á staðinn eftir árásina og vaktaði svæðið eftir að stöðin var lokuð. Mótmælendur sem krefjast aukins lýðræðis hafa komið saman í fjóra mánuði og hafa reglulega leyst upp í ofbeldi þegar liðið hefur á daginn og á kvöldin. Öfgafullur hópur meðal mótmælenda segir að beita þurfi róttækum aðgerðum til að ná athygli stjórnvalda. Á laugardagskvöld beitti lögregla táragasi og skaut gúmmíkúlum á mótmælendur sem á móti köstuðu bensínsprengjum í átt að lögreglu svo eldar loguðu á götum.Áður en mótmælendur söfnuðust saman til að brjóta saman origami, hafði hópur mótmælenda safnast saman í Shatin New Town Plaza verslunarmiðstöðinni þar sem þeir kyrjuðu slagorð og sungu lag sem er orðið einkennissöngur þeirra. Samgönguyfirvöld lokuðu tveimur lestarstöðvum á leið lestarinnar sem fer frá flugvellinum og inn í borgina til að koma í veg fyrir mögulega truflun á samgöngum af völdum mótmælenda, sem varð ekki að veruleika. Stjórnendur Hong Kong flugvallar sögðu að lestin myndi fara á milli flugvallarins og aðallestarstöðvarinnar í miðborginni og myndi sleppa öllum öðrum stoppistöðvum á leiðinni. Hætt var við nokkrar rútuferðir frá flugvellinum og voru farþegar beðnir um að gefa sér góðan tíma til að fara upp á flugvöll.AP/Kin CheungBara þeir sem voru með flugmiða máttu fara inn á lestarstöðina í miðborg Hong Kong. Mótmælendur hafa áður mótmælt á flugvellinum, stöðvað umferð og kveikt elda á götum í bænum Tung Chung sem er nærri flugvellinum og unnið skemmdarverk á lestarstöðinni þar.
Hong Kong Tengdar fréttir Kölluðu eftir aðstoð Breta daginn eftir átakasöm mótmæli Hundruð mótmælenda söfnuðust fyrir framan bresku ræðismannsskrifstofuna í Hong Kong í dag og kölluðu eftir því að Bretar myndu koma íbúum þessar gömlu nýlendu sinnar til aðstoðar. 15. september 2019 11:04 Kínverjar ósáttir við frumvarp Bandaríkjamanna um Hong Kong Fara fram á að frumvarpið verði dregið til baka. 20. september 2019 19:00 Segja Kínverja pynta mótmælendur í Hong Kong Í skýrslu sem samtökin Amnesty International birtu í gær segir að rannsókn hafi leitt í ljós að fólk sem hafi verið handtekið hafi verið pyntað í haldi. 20. september 2019 10:53 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Kölluðu eftir aðstoð Breta daginn eftir átakasöm mótmæli Hundruð mótmælenda söfnuðust fyrir framan bresku ræðismannsskrifstofuna í Hong Kong í dag og kölluðu eftir því að Bretar myndu koma íbúum þessar gömlu nýlendu sinnar til aðstoðar. 15. september 2019 11:04
Kínverjar ósáttir við frumvarp Bandaríkjamanna um Hong Kong Fara fram á að frumvarpið verði dregið til baka. 20. september 2019 19:00
Segja Kínverja pynta mótmælendur í Hong Kong Í skýrslu sem samtökin Amnesty International birtu í gær segir að rannsókn hafi leitt í ljós að fólk sem hafi verið handtekið hafi verið pyntað í haldi. 20. september 2019 10:53