Lestarstöðvum í Hong Kong lokað til að forðast ofbeldisfulla mótmælendur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. september 2019 10:34 Mótmælendur söfnuðust saman á lestarstöð í Hong Kong og skemmdu miðaskanna og eftirlitsmyndavélar. AP/Kin Cheung Mótmælendur í Hong Kong unnu mikil skemmdarverk á lestarstöð á sunnudag, þeir brutu eftirlitsmyndavélar og miðaskanna. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem mótmælendurnir, sem krefjast aukins lýðræðis, leita í ofbeldisfullar aðgerðir. Þeir tröðkuðu á kínverska fánanum, unnu skemmdarverk á lestarstöð og kveiktu elda á breiðgötu. Mótmælendur notuðu hamra til að fjarlægja miðaskannana af hliðum, krotuðu á veggi og brutu vélarnar. Á meðan notuðu mótmælendurnir regnhlífar til að skýla andlitum svo ekki væri hægt að bera kennsl á þá.Mótmælendur brutu skjái miðasöluvéla á lestarstöð í Hong Kong.AP/Kin CheungÁrásin var gerð um miðjan sunnudag að staðartíma á Shatin lestarstöðinni en fyrr um daginn höfðu mótmælendur setið og brotið saman origami fugla í mótmælaskyni. Þegar leystist upp úr origami fundinum sneru margir mótmælenda sér að lestarstöðinni. Óeirðalögregla mætti á staðinn eftir árásina og vaktaði svæðið eftir að stöðin var lokuð. Mótmælendur sem krefjast aukins lýðræðis hafa komið saman í fjóra mánuði og hafa reglulega leyst upp í ofbeldi þegar liðið hefur á daginn og á kvöldin. Öfgafullur hópur meðal mótmælenda segir að beita þurfi róttækum aðgerðum til að ná athygli stjórnvalda. Á laugardagskvöld beitti lögregla táragasi og skaut gúmmíkúlum á mótmælendur sem á móti köstuðu bensínsprengjum í átt að lögreglu svo eldar loguðu á götum.Áður en mótmælendur söfnuðust saman til að brjóta saman origami, hafði hópur mótmælenda safnast saman í Shatin New Town Plaza verslunarmiðstöðinni þar sem þeir kyrjuðu slagorð og sungu lag sem er orðið einkennissöngur þeirra. Samgönguyfirvöld lokuðu tveimur lestarstöðvum á leið lestarinnar sem fer frá flugvellinum og inn í borgina til að koma í veg fyrir mögulega truflun á samgöngum af völdum mótmælenda, sem varð ekki að veruleika. Stjórnendur Hong Kong flugvallar sögðu að lestin myndi fara á milli flugvallarins og aðallestarstöðvarinnar í miðborginni og myndi sleppa öllum öðrum stoppistöðvum á leiðinni. Hætt var við nokkrar rútuferðir frá flugvellinum og voru farþegar beðnir um að gefa sér góðan tíma til að fara upp á flugvöll.AP/Kin CheungBara þeir sem voru með flugmiða máttu fara inn á lestarstöðina í miðborg Hong Kong. Mótmælendur hafa áður mótmælt á flugvellinum, stöðvað umferð og kveikt elda á götum í bænum Tung Chung sem er nærri flugvellinum og unnið skemmdarverk á lestarstöðinni þar. Hong Kong Tengdar fréttir Kölluðu eftir aðstoð Breta daginn eftir átakasöm mótmæli Hundruð mótmælenda söfnuðust fyrir framan bresku ræðismannsskrifstofuna í Hong Kong í dag og kölluðu eftir því að Bretar myndu koma íbúum þessar gömlu nýlendu sinnar til aðstoðar. 15. september 2019 11:04 Kínverjar ósáttir við frumvarp Bandaríkjamanna um Hong Kong Fara fram á að frumvarpið verði dregið til baka. 20. september 2019 19:00 Segja Kínverja pynta mótmælendur í Hong Kong Í skýrslu sem samtökin Amnesty International birtu í gær segir að rannsókn hafi leitt í ljós að fólk sem hafi verið handtekið hafi verið pyntað í haldi. 20. september 2019 10:53 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Mótmælendur í Hong Kong unnu mikil skemmdarverk á lestarstöð á sunnudag, þeir brutu eftirlitsmyndavélar og miðaskanna. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem mótmælendurnir, sem krefjast aukins lýðræðis, leita í ofbeldisfullar aðgerðir. Þeir tröðkuðu á kínverska fánanum, unnu skemmdarverk á lestarstöð og kveiktu elda á breiðgötu. Mótmælendur notuðu hamra til að fjarlægja miðaskannana af hliðum, krotuðu á veggi og brutu vélarnar. Á meðan notuðu mótmælendurnir regnhlífar til að skýla andlitum svo ekki væri hægt að bera kennsl á þá.Mótmælendur brutu skjái miðasöluvéla á lestarstöð í Hong Kong.AP/Kin CheungÁrásin var gerð um miðjan sunnudag að staðartíma á Shatin lestarstöðinni en fyrr um daginn höfðu mótmælendur setið og brotið saman origami fugla í mótmælaskyni. Þegar leystist upp úr origami fundinum sneru margir mótmælenda sér að lestarstöðinni. Óeirðalögregla mætti á staðinn eftir árásina og vaktaði svæðið eftir að stöðin var lokuð. Mótmælendur sem krefjast aukins lýðræðis hafa komið saman í fjóra mánuði og hafa reglulega leyst upp í ofbeldi þegar liðið hefur á daginn og á kvöldin. Öfgafullur hópur meðal mótmælenda segir að beita þurfi róttækum aðgerðum til að ná athygli stjórnvalda. Á laugardagskvöld beitti lögregla táragasi og skaut gúmmíkúlum á mótmælendur sem á móti köstuðu bensínsprengjum í átt að lögreglu svo eldar loguðu á götum.Áður en mótmælendur söfnuðust saman til að brjóta saman origami, hafði hópur mótmælenda safnast saman í Shatin New Town Plaza verslunarmiðstöðinni þar sem þeir kyrjuðu slagorð og sungu lag sem er orðið einkennissöngur þeirra. Samgönguyfirvöld lokuðu tveimur lestarstöðvum á leið lestarinnar sem fer frá flugvellinum og inn í borgina til að koma í veg fyrir mögulega truflun á samgöngum af völdum mótmælenda, sem varð ekki að veruleika. Stjórnendur Hong Kong flugvallar sögðu að lestin myndi fara á milli flugvallarins og aðallestarstöðvarinnar í miðborginni og myndi sleppa öllum öðrum stoppistöðvum á leiðinni. Hætt var við nokkrar rútuferðir frá flugvellinum og voru farþegar beðnir um að gefa sér góðan tíma til að fara upp á flugvöll.AP/Kin CheungBara þeir sem voru með flugmiða máttu fara inn á lestarstöðina í miðborg Hong Kong. Mótmælendur hafa áður mótmælt á flugvellinum, stöðvað umferð og kveikt elda á götum í bænum Tung Chung sem er nærri flugvellinum og unnið skemmdarverk á lestarstöðinni þar.
Hong Kong Tengdar fréttir Kölluðu eftir aðstoð Breta daginn eftir átakasöm mótmæli Hundruð mótmælenda söfnuðust fyrir framan bresku ræðismannsskrifstofuna í Hong Kong í dag og kölluðu eftir því að Bretar myndu koma íbúum þessar gömlu nýlendu sinnar til aðstoðar. 15. september 2019 11:04 Kínverjar ósáttir við frumvarp Bandaríkjamanna um Hong Kong Fara fram á að frumvarpið verði dregið til baka. 20. september 2019 19:00 Segja Kínverja pynta mótmælendur í Hong Kong Í skýrslu sem samtökin Amnesty International birtu í gær segir að rannsókn hafi leitt í ljós að fólk sem hafi verið handtekið hafi verið pyntað í haldi. 20. september 2019 10:53 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Kölluðu eftir aðstoð Breta daginn eftir átakasöm mótmæli Hundruð mótmælenda söfnuðust fyrir framan bresku ræðismannsskrifstofuna í Hong Kong í dag og kölluðu eftir því að Bretar myndu koma íbúum þessar gömlu nýlendu sinnar til aðstoðar. 15. september 2019 11:04
Kínverjar ósáttir við frumvarp Bandaríkjamanna um Hong Kong Fara fram á að frumvarpið verði dregið til baka. 20. september 2019 19:00
Segja Kínverja pynta mótmælendur í Hong Kong Í skýrslu sem samtökin Amnesty International birtu í gær segir að rannsókn hafi leitt í ljós að fólk sem hafi verið handtekið hafi verið pyntað í haldi. 20. september 2019 10:53