Menning

Átján andlit Ingibjargar

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Listakona sem greindist með geðhvarfasýki fyrir rúmu ári skrásetti líðan sína með því að taka ljósmyndir af sjálfri sér í bataferlinu. Sýningin heitir Sálræn litadýrð og er liður í hátíðinni Klikkuð menning sem nú fer fram.

Á sýningunni sem var sett upp í Hafnarhúsinu eru átján ljósmyndir sem við fyrstu sýn virðast vera af mörgum konum en þegar betur er að gáð kemur annað í ljós.

„Ég er þarna að fara í gegnum það hvernig mér leið á hverjum tíma og allar myndirnar eru af mér. Ég skráði þannig hvernig batinn getur verið mismunandi. Hann er alls konar. Ég er að fara í gegnum timabilið frá því ég er greind með geðhvarfasýki og allar þær mismunandi tilfinningar sem komu upp hjá mér í tengslum við það. Þarna var ég að reyna að finna út hver ég er sem manneskja og til þess þarf að prófa allt,“ segir Ingibjörg Eyfjörð listakona um myndirnar. 

Ingibjörg segir jafnframt að útlit sitt tengist persónuleika sínum beint. 

„Ég er rosalega mikið út um allt og er mikið fiðrildi. Ég er því ekki alltaf eins og þess vegna er til að mynda augnliturinn ekki eins í dag,“ segir Ingibjörg.    
























Fleiri fréttir

Sjá meira


×