Útilokar ekki vantrauststillögu á hendur ríkislögreglustjóra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. september 2019 12:20 Haraldur Johanessen ríkislögreglustjóri. Vísir/vilhelm Stjórn Landsambands lögreglumanna fundaði með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra í morgun. Varaformaður landsambandsins segir að enn sé mikið kurr innan stéttarinnar, ekki sé hægt að segja til um það á þessari stundu hvort einhver sátt sé í sjónmáli. Ekki er útilokað að vantrauststillaga á hendur Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra verði lögð fram á fundi formanna aðildarfélaga Landsambandsins sem nú stendur yfir. Miklar deilur hafa staðið um störf ríkislögreglustjóra undanfarnar vikur og mánuði. Nær öll lögreglufélög á landinu auk Landssambands lögreglumanna hafa lýst yfir ánægju með að Ríkisendurskoðun muni vinna heildstæða úttekt á rekstri Embættisins en málefni bílamiðstöðvar embættisins og fatamál hafa vegið einna þyngst. Stjórn Landssambands lögreglumanna fundaði með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra í morgun en fréttastofa náði tali af Frímanni B. Baldurssyni, varaformann sambandsins rétt fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar í dag.Sjá einnig: Ríkislögreglustjóri ætlar að koma lögreglumönnum í samstæðan fatnað „Ríkislögreglustjóri kom þar með sína hlið á málinu og ræddi um hlutina út frá þeirra sjónarhorni, hvernig þetta lítur út fyrir þeim og alla veganna að koma sínum sjónarmiðum á framfæri til okkar,“ sagði Frímann.Er einhver einhver sátt í sjónmáli? „Ég veit það ekki. Eins og staðan er kannski núna þá eru náttúrlega lögreglumenn um allt land bara, já það er mjög mikill kurr í þeim útaf þessum málum og sátt í sjónmáli eftir fundinn? Ég veit það ekki," segir Frímann. Rétt fyrir klukkan tólf í dag hófst fundur formanna aðildarfélaga Landsambands lögreglumanna og kvaðst Frímann eiga von á því að línurnar yrðu lagðar um framhaldið á þeim fundi sem enn stendur yfir þegar þetta er skrifað. Í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sagði Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, að komið hafi til umræðu að lýsa yfir vantrausti á hendur ríkislögreglustjóra, þótt engin formleg tillaga þess efnis hafi komið fram.Átt þú von á að slík tillaga verði tekin fyrir á þeim fundi? „Það verður bara svolítið að koma í ljós,“ segir Frímann. „Það verður bara svolítið að koma í ljós hvort að sú tillaga verður lögð fram. En það má alveg búast við því miðað við umræðu og því sem að landsambandið hefur heyrt svona í síðastliðinni viku, að slík tillaga verði borin upp. En endanlega verðum við bara að sjá hvað kemur fram á fundinum, hvað menn vilja gera,“ útskýrir Frímann. Aðspurður segir hann að ekki hafi verið rædd á fundinum í morgun sú tillaga að Haraldur Johannessen stígi til hliðar á meðan úttekt Ríkisendurskoðunar stendur yfir. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Sjá meira
Stjórn Landsambands lögreglumanna fundaði með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra í morgun. Varaformaður landsambandsins segir að enn sé mikið kurr innan stéttarinnar, ekki sé hægt að segja til um það á þessari stundu hvort einhver sátt sé í sjónmáli. Ekki er útilokað að vantrauststillaga á hendur Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra verði lögð fram á fundi formanna aðildarfélaga Landsambandsins sem nú stendur yfir. Miklar deilur hafa staðið um störf ríkislögreglustjóra undanfarnar vikur og mánuði. Nær öll lögreglufélög á landinu auk Landssambands lögreglumanna hafa lýst yfir ánægju með að Ríkisendurskoðun muni vinna heildstæða úttekt á rekstri Embættisins en málefni bílamiðstöðvar embættisins og fatamál hafa vegið einna þyngst. Stjórn Landssambands lögreglumanna fundaði með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra í morgun en fréttastofa náði tali af Frímanni B. Baldurssyni, varaformann sambandsins rétt fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar í dag.Sjá einnig: Ríkislögreglustjóri ætlar að koma lögreglumönnum í samstæðan fatnað „Ríkislögreglustjóri kom þar með sína hlið á málinu og ræddi um hlutina út frá þeirra sjónarhorni, hvernig þetta lítur út fyrir þeim og alla veganna að koma sínum sjónarmiðum á framfæri til okkar,“ sagði Frímann.Er einhver einhver sátt í sjónmáli? „Ég veit það ekki. Eins og staðan er kannski núna þá eru náttúrlega lögreglumenn um allt land bara, já það er mjög mikill kurr í þeim útaf þessum málum og sátt í sjónmáli eftir fundinn? Ég veit það ekki," segir Frímann. Rétt fyrir klukkan tólf í dag hófst fundur formanna aðildarfélaga Landsambands lögreglumanna og kvaðst Frímann eiga von á því að línurnar yrðu lagðar um framhaldið á þeim fundi sem enn stendur yfir þegar þetta er skrifað. Í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sagði Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, að komið hafi til umræðu að lýsa yfir vantrausti á hendur ríkislögreglustjóra, þótt engin formleg tillaga þess efnis hafi komið fram.Átt þú von á að slík tillaga verði tekin fyrir á þeim fundi? „Það verður bara svolítið að koma í ljós,“ segir Frímann. „Það verður bara svolítið að koma í ljós hvort að sú tillaga verður lögð fram. En það má alveg búast við því miðað við umræðu og því sem að landsambandið hefur heyrt svona í síðastliðinni viku, að slík tillaga verði borin upp. En endanlega verðum við bara að sjá hvað kemur fram á fundinum, hvað menn vilja gera,“ útskýrir Frímann. Aðspurður segir hann að ekki hafi verið rædd á fundinum í morgun sú tillaga að Haraldur Johannessen stígi til hliðar á meðan úttekt Ríkisendurskoðunar stendur yfir.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Sjá meira