Lífið

Gáfu skólafélaga sem hefur verið lagður í einelti alla ævi föt og enduðu hjá Ellen með Will Smith

Stefán Árni Pálsson skrifar
Will Smith heldur betur sáttur með drengina.
Will Smith heldur betur sáttur með drengina.
Töluvert hefur verið fjallað um skólafélagana Kristopher, Antwain og Michael síðustu daga í erlendum miðlum en myndband af þeim Kristopher og Antwain að gefa Michael fatnað á skólaganginum hefur gengið um netheima.

Ástæðan fyrir því er að Michael hefur lengi vel verið lagður í einelti og til að mynda mikið gert grín að honum fyrir það að vera oft í sömu fötunum.

Þremenningarnir mættu í spjallþátt Ellen á dögunum til að ræða málin og fengu þeir heldur óvænta heimsókn frá sjálfum Will Smith. Bæði Kristopher og Antwain höfðu sjálfið tekið þátt í eineltinu í fyrstu skólavikunni með því að hlægja að skólafélaga sínum þegar verið var að stríða honum. Þeir sáu eftir því og vildu gefa honum gjöf sem afsökunarbeiðni.

Hjá Ellen kom í ljós að Michael hefur verið lagður í einelti alla ævi. Smith mætti óvænt í þáttinn og gaf þeim öllum fulla töskum af fötum og skóm. Ekki nóg með það var ákveðið að gefa öllum 600 nemendum skólans það sama. Ellen fékk síðan einn af styrktaraðilum þáttarins til að gefa hverjum dreng 10.000 dollara eða því sem samsvarar 1,2 milljónir íslenskar krónur.

Hér að neðan má sjá innslagið úr spjallþætti Ellen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.