Stjórnmál fyrir lengra komna Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 24. september 2019 07:00 Á Íslandi er þetta auðvelt. Menn og konur semja hægri-vinstri og mynda stjórn. Farið er í sjóferð út í Viðey og svo landað stjórnarsamstarfi, eða Þingvallaferð og svo allt innsiglað með kossi eða wild boys partí í sumarbústað og svo game on. Hér á Spáni er þetta flóknara. Formenn tveggja vinstriflokka, sósalistinn Pedro Sanchez og Pablo Iglesías formaður Við getum, hafa frá því snemmsumars verið að máta málefnin sem fram að því voru jafn lík og lauf á sama tré. Þeir höfðu meira að segja skrifað undir plagg til að bindast tryggðarböndum þegar engin þörf var á. Hins vegar, nú þegar mikið liggur við, ná þeir engan veginn saman. Sósíalistinn sagðist meira að segja ekki geta sofið ef hann vissi af fyrrverandi vinum sínum á ráðherrastólum. Því eru öll sund lokuð og Spánverjar standa frammi fyrir kosningum sem eru að festast í sessi sem árlegur viðburður. Annar eins viðsnúningur hefur ekki sést hér syðra en ég kannast við hann af skemmtanalífinu í Reykjavík. Þar sá ég eitt sinn góðan vin minn á skemmtistað og var hann með föngulega konu í fanginu og fannst mér þá sem það hlyti að vera gaman að vera hann. Þegar út var komið kveikti hann sér í sígarettu en það hugnaðist frúnni ekki. Spurði hún mig þá hvort ég reykti. Svaraði ég neitandi og féll hún þá þegar heitfeng í fang mitt. Ég fór reyndar einn heim það kvöld en ég hef aldrei átt í neinum vanda með að skilja spænsk stjórnmál síðan þá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi er þetta auðvelt. Menn og konur semja hægri-vinstri og mynda stjórn. Farið er í sjóferð út í Viðey og svo landað stjórnarsamstarfi, eða Þingvallaferð og svo allt innsiglað með kossi eða wild boys partí í sumarbústað og svo game on. Hér á Spáni er þetta flóknara. Formenn tveggja vinstriflokka, sósalistinn Pedro Sanchez og Pablo Iglesías formaður Við getum, hafa frá því snemmsumars verið að máta málefnin sem fram að því voru jafn lík og lauf á sama tré. Þeir höfðu meira að segja skrifað undir plagg til að bindast tryggðarböndum þegar engin þörf var á. Hins vegar, nú þegar mikið liggur við, ná þeir engan veginn saman. Sósíalistinn sagðist meira að segja ekki geta sofið ef hann vissi af fyrrverandi vinum sínum á ráðherrastólum. Því eru öll sund lokuð og Spánverjar standa frammi fyrir kosningum sem eru að festast í sessi sem árlegur viðburður. Annar eins viðsnúningur hefur ekki sést hér syðra en ég kannast við hann af skemmtanalífinu í Reykjavík. Þar sá ég eitt sinn góðan vin minn á skemmtistað og var hann með föngulega konu í fanginu og fannst mér þá sem það hlyti að vera gaman að vera hann. Þegar út var komið kveikti hann sér í sígarettu en það hugnaðist frúnni ekki. Spurði hún mig þá hvort ég reykti. Svaraði ég neitandi og féll hún þá þegar heitfeng í fang mitt. Ég fór reyndar einn heim það kvöld en ég hef aldrei átt í neinum vanda með að skilja spænsk stjórnmál síðan þá.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar