Fiskeldið er orðin kærkomin búbót Einar K. Guðfinnsson skrifar 24. september 2019 07:00 Fiskeldi er kærkomin búbót hér á landi. Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs nemur útflutningsverðmætið um 13,7 milljörðum króna. Það er 75 prósent aukning frá fyrra ári. Ætla má að útflutningsverðmæti fiskeldis á þessu ári verði yfir 20 milljarðar króna. Það svipar til árlegs útflutningsverðmætis loðnunnar að jafnaði, sé litið yfir tíu ára tímabil. Þetta skiptir máli, ekki síst núna þegar slegið hefur í bakseglin í gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins. Það minnir okkur á mikilvægi fjölbreytninnar í atvinnulífinu. Flestum er ljóst að fiskeldið er orðið burðarás í heilum landshlutum. En áhrifanna gætir um allt land. Fiskeldið þarfnast margs konar þjónustu og fyrirtæki á því sviði hafa eflst og ný sprottið upp víðs vegar um landið. Auk fiskeldis á Austfjörðum og Vestfjörðum má nefna seiðaeldi og fiskeldi á Norðausturlandi, stórtækt seiðaeldi í sveitarfélaginu Ölfusi, hrognaframleiðslu og fjölbreytt fiskeldi á Suðurnesjum, fjölþætt skóla- og vísindastarf og áfram má telja. Laxeldi vex ekki einasta hér á landi. Sömu sögu er að segja frá öðrum löndum. Laxeldi í heiminum jókst um 500 þúsund tonn frá árinu 2012. Áætlað er að fram til ársins 2022 vaxi það um önnur 500 þúsund tonn. Heimsframleiðslan á laxi mun því aukast um eina milljón tonna á 10 árum; einum áratug. Nær öll þessi framleiðsla á sér stað í sjókvíum. Vísustu menn telja að framboð og spurn eftir laxaafurðum muni á næstu árum aukast árlega um 5 til 6 prósent á heimsvísu. Og það þarf að framleiða gott prótín með litlu kolefnisspori, fyrir heim þar sem mannfjöldi eykst um 220 þúsund á degi hverjum! Fiskeldi – ekki síst laxeldið – er þegar orðin atvinnugrein sem um munar hér á landi. Framundan eru enn frekari tækifæri sem styrkjastoðir efnahagslífsins, auka við flóruna í atvinnulífinu, treysta byggðir og skapa ný og fjölbreyttari störf.Höfundur starfar að fiskeldismálum hjá SFS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Fiskeldi Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Fiskeldi er kærkomin búbót hér á landi. Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs nemur útflutningsverðmætið um 13,7 milljörðum króna. Það er 75 prósent aukning frá fyrra ári. Ætla má að útflutningsverðmæti fiskeldis á þessu ári verði yfir 20 milljarðar króna. Það svipar til árlegs útflutningsverðmætis loðnunnar að jafnaði, sé litið yfir tíu ára tímabil. Þetta skiptir máli, ekki síst núna þegar slegið hefur í bakseglin í gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins. Það minnir okkur á mikilvægi fjölbreytninnar í atvinnulífinu. Flestum er ljóst að fiskeldið er orðið burðarás í heilum landshlutum. En áhrifanna gætir um allt land. Fiskeldið þarfnast margs konar þjónustu og fyrirtæki á því sviði hafa eflst og ný sprottið upp víðs vegar um landið. Auk fiskeldis á Austfjörðum og Vestfjörðum má nefna seiðaeldi og fiskeldi á Norðausturlandi, stórtækt seiðaeldi í sveitarfélaginu Ölfusi, hrognaframleiðslu og fjölbreytt fiskeldi á Suðurnesjum, fjölþætt skóla- og vísindastarf og áfram má telja. Laxeldi vex ekki einasta hér á landi. Sömu sögu er að segja frá öðrum löndum. Laxeldi í heiminum jókst um 500 þúsund tonn frá árinu 2012. Áætlað er að fram til ársins 2022 vaxi það um önnur 500 þúsund tonn. Heimsframleiðslan á laxi mun því aukast um eina milljón tonna á 10 árum; einum áratug. Nær öll þessi framleiðsla á sér stað í sjókvíum. Vísustu menn telja að framboð og spurn eftir laxaafurðum muni á næstu árum aukast árlega um 5 til 6 prósent á heimsvísu. Og það þarf að framleiða gott prótín með litlu kolefnisspori, fyrir heim þar sem mannfjöldi eykst um 220 þúsund á degi hverjum! Fiskeldi – ekki síst laxeldið – er þegar orðin atvinnugrein sem um munar hér á landi. Framundan eru enn frekari tækifæri sem styrkjastoðir efnahagslífsins, auka við flóruna í atvinnulífinu, treysta byggðir og skapa ný og fjölbreyttari störf.Höfundur starfar að fiskeldismálum hjá SFS
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar