Þingfrestun Boris dæmd ólögleg Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2019 09:38 Ákvörðun Johnson um að fresta þingi í rúman mánuði í aðdraganda fyrirhugaðrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 31. október hefur verið hitamál í breskum stjórnmálum undanfarna daga og vikur. AP/Matt Dunham Hæstiréttur Bretlands segir þingfrestun Boris Johnson, forsætisráðherra, í aðdraganda Brexit hafa verið ólöglega. Þingið mun líklega koma saman aftur í dag. Það liggur þó ekki fyrir enn. John Bercow, forseti þingins, segir að neðri deild þingsins verði að koma saman hið snarasta og ætlar hann að ræða við leiðtoga þingflokka sem fyrst.Uppfært: Bercow hefur kallað þingið saman í fyrramálið (miðvikudag). Brenda Hale, forseti Hæstaréttar, sagði alla ellefu dómara Hæstaréttar hafa verið sammála um að dómurinn mætti taka málið fyrir og einnig verið sammála um niðurstöðuna. Hún sagði það vald forsætisráðherra að fresta þingi vera takmörkunum háð og slík ákvörðun væri ólögleg ef henni væri ætlað að koma í veg fyrir stjórnarskrárbundin störf þingsins. Ákvörðun Johnson um að fresta þingi í rúman mánuði í aðdraganda fyrirhugaðrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 31. október hefur verið hitamál í breskum stjórnmálum undanfarna daga og vikur. Johnson hefur verið sakaður um „valdarán“. Honum gangi það til að koma í veg fyrir að þingið geti komið í veg fyrir að hann dragi Breta úr ESB án útgöngusamnings. Formlega séð er það drottnigin sem hefur vald til að fresta þingi en það gerir hún samkvæmt venju að ráði forsætisráðherra. Johnson vísaði til þess að það væri alvanalegt að ný ríkisstjórn frestaði þingi þegar hún tæki við og hún fengi tækifæri til að lýsa stefnu sinni við upphaf nýs þings. Fyrr í mánuðinum úrskurðaði skoskur dómstóll að þingfrestunin hefði verið ólögmæt og að Johnson hafi reynt að blekkja drottninguna.Sjá einnig: Johnson neitar því að hafa logið að drottningunniRíkisstjórn Johnsons hefur þegar gefið það út að hún muni una niðurstöðu Hæstaréttar en Johnson, sem staddur er á þingi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál, hefur þó ekki viljað útiloka að hann muni einfaldlega reyna að fresta þingi á nýjan leik, verði það kallað saman. Ekki er víst hvort hann geti það og hvort drottningin muni fylgja ráði hans, reyni hann það. Úrskurðurinn þýðir í raun að forsætisráðherrann laug að drottningunni. Johnson hefur ekki gefið út hvort hann ætli að segja af sér. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, og Jo Swinson, leiðtogi Frjálslyndra Demókrata, hafa kallað eftir afsögn Johnson.The Supreme Court has ruled the advice given to the Queen was "unlawful, void and of no effect."Lady Hale says: "Parliament has not been prorogued."Follow live updates from the #SupremeCourt ruling here: https://t.co/jilGnoMula pic.twitter.com/lDgWgN3sUd— Sky News (@SkyNews) September 24, 2019 Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Hæstiréttur Bretlands segir þingfrestun Boris Johnson, forsætisráðherra, í aðdraganda Brexit hafa verið ólöglega. Þingið mun líklega koma saman aftur í dag. Það liggur þó ekki fyrir enn. John Bercow, forseti þingins, segir að neðri deild þingsins verði að koma saman hið snarasta og ætlar hann að ræða við leiðtoga þingflokka sem fyrst.Uppfært: Bercow hefur kallað þingið saman í fyrramálið (miðvikudag). Brenda Hale, forseti Hæstaréttar, sagði alla ellefu dómara Hæstaréttar hafa verið sammála um að dómurinn mætti taka málið fyrir og einnig verið sammála um niðurstöðuna. Hún sagði það vald forsætisráðherra að fresta þingi vera takmörkunum háð og slík ákvörðun væri ólögleg ef henni væri ætlað að koma í veg fyrir stjórnarskrárbundin störf þingsins. Ákvörðun Johnson um að fresta þingi í rúman mánuði í aðdraganda fyrirhugaðrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 31. október hefur verið hitamál í breskum stjórnmálum undanfarna daga og vikur. Johnson hefur verið sakaður um „valdarán“. Honum gangi það til að koma í veg fyrir að þingið geti komið í veg fyrir að hann dragi Breta úr ESB án útgöngusamnings. Formlega séð er það drottnigin sem hefur vald til að fresta þingi en það gerir hún samkvæmt venju að ráði forsætisráðherra. Johnson vísaði til þess að það væri alvanalegt að ný ríkisstjórn frestaði þingi þegar hún tæki við og hún fengi tækifæri til að lýsa stefnu sinni við upphaf nýs þings. Fyrr í mánuðinum úrskurðaði skoskur dómstóll að þingfrestunin hefði verið ólögmæt og að Johnson hafi reynt að blekkja drottninguna.Sjá einnig: Johnson neitar því að hafa logið að drottningunniRíkisstjórn Johnsons hefur þegar gefið það út að hún muni una niðurstöðu Hæstaréttar en Johnson, sem staddur er á þingi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál, hefur þó ekki viljað útiloka að hann muni einfaldlega reyna að fresta þingi á nýjan leik, verði það kallað saman. Ekki er víst hvort hann geti það og hvort drottningin muni fylgja ráði hans, reyni hann það. Úrskurðurinn þýðir í raun að forsætisráðherrann laug að drottningunni. Johnson hefur ekki gefið út hvort hann ætli að segja af sér. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, og Jo Swinson, leiðtogi Frjálslyndra Demókrata, hafa kallað eftir afsögn Johnson.The Supreme Court has ruled the advice given to the Queen was "unlawful, void and of no effect."Lady Hale says: "Parliament has not been prorogued."Follow live updates from the #SupremeCourt ruling here: https://t.co/jilGnoMula pic.twitter.com/lDgWgN3sUd— Sky News (@SkyNews) September 24, 2019
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira