Konurnar sem eiga að bjarga jörðinni Valgerður Árnadóttir skrifar 24. september 2019 17:23 Til að bjarga jörðinni þurfum við að rísa upp og taka á honum stóra okkar. Samkvæmt könnunum eru fleiri konur en karlar umhverfisverndarsinnar, þær taka frekar ábyrgð á neyslu sinni og lífsstíl og láta frekar í sér heyra varðandi umhverfismál en karlar. Nýjasta og augljósasta dæmið er Greta Thunberg, hún ögrar núverandi kerfinu svo að forseta Bandaríkjanna finnst ástæða til að hæðast að henni. Okkur hefur verið kennt að umhverfisvernd sé ekkert sérstaklega karlmannleg. Virkjanir, stóriðja, flugvélar, skip og steikur eru karlmannlegar, að valta yfir aðra er karlmannlegt, að slást, að stríða, að gera grín að konum og hommum, það er karlmannlegt. Konur eru veikgeðja, þær mega ekkert aumt sjá, þær fara á túr og ímynda sér allskonar krankleika sem ekkert er til í. Konur „finna eitthvað á sér“ en karlar koma og segja þeim að það sé ímyndun. Kona sem gengur með barn finnur á sér þegar eitthvað er rangt, ef þú talar við konu sem hefur lent í vandræðum á meðgöngu eða í fæðingu og hún hefur verið að segja frá því að það sé eitthvað að, að það þurfi að hjálpa henni, þá er mjög oft sem það fylgir sögunni að ekki var á hana hlustað og eitthvað hafi í kjölfarið farið úrskeiðis. Í gamla daga var virðing borin fyrir því sem „konur fundu á sér“, ljósmæður og jurtalæknar voru afar vitrar konur sem þróuðu ýmis meðul og lækningar sem síðar skiluðu sér í læknavísindin sem vestrænir læknar byggja nú á. En með uppgangi feðraveldis þá ógnuðu þessar konur þeirri hugmyndafræði sem feðraveldið byggir á og þær voru kallaðar nornir og galdrakerlingar og þeim átti að útrýma, þær voru pyntaðar og drepnar í hundruðum þúsundavís. Fólki finnst nornaveiðar miðalda fáránlegar í dag en um leið og konur stíga fram þá er þó að þeim vegið, metoo-byltingin opnaði augu margra en mótlætið varð á sama tíma skæðara og stríð á hendur konum háð fyrir opnum tjöldum. Valdamestu þjóðarleiðtogar heims fara ekkert í felur með það að hata konur, homma og útlendinga eins og Trump, Bolsonaro, Putin, Duterte og nú síðast Boris Johnson. Eins og ekkert sé sjálfsagðara. Á sama tíma og konur berjast fyrir jafnrétti þá eiga þær að líka að berjast fyrir umhverfinu, það er engu líkara en að ábyrgð þess að koma þeim skilaboðum til fólks að það megi ekki berja, nauðga og níðast á konum eigi einnig við um náttúruna, af því að „konum er annt um svona hluti“. Hvaða kona hefur ekki heyrt frá karli þegar hann er að fría sig ábyrgð á heimilisstörfum að fyrst henni sé svona annt um að það sé hreint þá geti hún gert það sjálf eða að „hún hafi meiri áhuga á því“. Nei þið fríið ykkur ekki ábyrgð svona létt. Jafnrétti er það eina sem mun koma á friði og bjarga jörðinni, án átaks allra mun það ekki takast. Það voru ekki konur sem byggðu það kapítalíska kerfi sem er að ganga frá jörðinni, konur hafa ekki sent menn í stríð, konur hafa ekki látið menn bæla tilfinningar sínar og tengingu við náttúruna og konur komu okkur ekki í þau vandræði sem við erum í núna. Svo ekki ætlast til þess að konur taki til eftir ykkur, það mun ekki takast nema með sameiginlegu átaki að breyta þessu. Við fundum nafn yfir þá hugmyndafræði sem þarf til að koma á jafnvægi og við köllum það femínisma, en femínismi gengur út á það að konur séu jafnar á við karlmenn. Að til að þróa kerfi sem virkar í þessum heimi og leysa þann vanda sem við erum komin í þurfum við jafnvægi kynjanna og þar til því er náð þurfum við femínisma. Að geta ekki kallað sig femínista eða umhverfisverndarsinna er ótti, ótti sem feðraveldið hefur innrætt þér. Ótti við að þú viðurkennir að í nútíma samfélagi sé kerfi sem upphefur karla á kostnað kvenna. Ótti við að ef þú viðurkennir að það sé ójöfnuður til staðar sem þarf að laga þá sértu um leið að viðurkenna að þú sért partur af vandamálinu. Svona eins og þegar þú ert föst/fastur í bíl í umferðarteppu að bölva umferðinni. Í því felst nefnilega að þú þurfir að taka ábyrgð á því að ögra kerfinu sem hefur verið til staðar í hundruð ára, kerfi sem kallast feðraveldi, kerfi sem kallast kapítalismi, kerfi sem hefur búið til ójöfnuð og sundrungu meðal karla og kvenna, kerfi sem hefur rænt þig það sem er fallegt og gott, rænt þig kærleika, öryggi, samkennd og virðingu. Kerfi sem umfram allt leyfir þér ekki að vera þú, alveg sama af hvaða kyni þú ert. Með því að afneita vandamálinu þá ertu að gera nákvæmlega það sem “þeir” vilja. Ef þú lítur á móður jörð þá getur þú líka séð hvað feðraveldið/kapítalisminn hefur gert henni, það sama og þeir hafa gert konum. Útkoman er slæm fyrir alla, konur og menn eru úr jafnvægi, jörðin er úr jafnvægi, áhrifin bitna á öllum og öllu. Það er kominn tími til að karlar taki undir með konum og segi „Fokkið ykkur, ég mun ekki gera það sem þið sögðuð mér að gera!“ vegna þess að framtíð mannkyns veltur á því. Það felst hugrekki í því að viðurkenna að man hafi haft rangt fyrir sér og gera betur. Það þarf núna sem aldrei fyrr. Gerum þetta saman.Höfundur er umhverfisverndarsinni og femínisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Til að bjarga jörðinni þurfum við að rísa upp og taka á honum stóra okkar. Samkvæmt könnunum eru fleiri konur en karlar umhverfisverndarsinnar, þær taka frekar ábyrgð á neyslu sinni og lífsstíl og láta frekar í sér heyra varðandi umhverfismál en karlar. Nýjasta og augljósasta dæmið er Greta Thunberg, hún ögrar núverandi kerfinu svo að forseta Bandaríkjanna finnst ástæða til að hæðast að henni. Okkur hefur verið kennt að umhverfisvernd sé ekkert sérstaklega karlmannleg. Virkjanir, stóriðja, flugvélar, skip og steikur eru karlmannlegar, að valta yfir aðra er karlmannlegt, að slást, að stríða, að gera grín að konum og hommum, það er karlmannlegt. Konur eru veikgeðja, þær mega ekkert aumt sjá, þær fara á túr og ímynda sér allskonar krankleika sem ekkert er til í. Konur „finna eitthvað á sér“ en karlar koma og segja þeim að það sé ímyndun. Kona sem gengur með barn finnur á sér þegar eitthvað er rangt, ef þú talar við konu sem hefur lent í vandræðum á meðgöngu eða í fæðingu og hún hefur verið að segja frá því að það sé eitthvað að, að það þurfi að hjálpa henni, þá er mjög oft sem það fylgir sögunni að ekki var á hana hlustað og eitthvað hafi í kjölfarið farið úrskeiðis. Í gamla daga var virðing borin fyrir því sem „konur fundu á sér“, ljósmæður og jurtalæknar voru afar vitrar konur sem þróuðu ýmis meðul og lækningar sem síðar skiluðu sér í læknavísindin sem vestrænir læknar byggja nú á. En með uppgangi feðraveldis þá ógnuðu þessar konur þeirri hugmyndafræði sem feðraveldið byggir á og þær voru kallaðar nornir og galdrakerlingar og þeim átti að útrýma, þær voru pyntaðar og drepnar í hundruðum þúsundavís. Fólki finnst nornaveiðar miðalda fáránlegar í dag en um leið og konur stíga fram þá er þó að þeim vegið, metoo-byltingin opnaði augu margra en mótlætið varð á sama tíma skæðara og stríð á hendur konum háð fyrir opnum tjöldum. Valdamestu þjóðarleiðtogar heims fara ekkert í felur með það að hata konur, homma og útlendinga eins og Trump, Bolsonaro, Putin, Duterte og nú síðast Boris Johnson. Eins og ekkert sé sjálfsagðara. Á sama tíma og konur berjast fyrir jafnrétti þá eiga þær að líka að berjast fyrir umhverfinu, það er engu líkara en að ábyrgð þess að koma þeim skilaboðum til fólks að það megi ekki berja, nauðga og níðast á konum eigi einnig við um náttúruna, af því að „konum er annt um svona hluti“. Hvaða kona hefur ekki heyrt frá karli þegar hann er að fría sig ábyrgð á heimilisstörfum að fyrst henni sé svona annt um að það sé hreint þá geti hún gert það sjálf eða að „hún hafi meiri áhuga á því“. Nei þið fríið ykkur ekki ábyrgð svona létt. Jafnrétti er það eina sem mun koma á friði og bjarga jörðinni, án átaks allra mun það ekki takast. Það voru ekki konur sem byggðu það kapítalíska kerfi sem er að ganga frá jörðinni, konur hafa ekki sent menn í stríð, konur hafa ekki látið menn bæla tilfinningar sínar og tengingu við náttúruna og konur komu okkur ekki í þau vandræði sem við erum í núna. Svo ekki ætlast til þess að konur taki til eftir ykkur, það mun ekki takast nema með sameiginlegu átaki að breyta þessu. Við fundum nafn yfir þá hugmyndafræði sem þarf til að koma á jafnvægi og við köllum það femínisma, en femínismi gengur út á það að konur séu jafnar á við karlmenn. Að til að þróa kerfi sem virkar í þessum heimi og leysa þann vanda sem við erum komin í þurfum við jafnvægi kynjanna og þar til því er náð þurfum við femínisma. Að geta ekki kallað sig femínista eða umhverfisverndarsinna er ótti, ótti sem feðraveldið hefur innrætt þér. Ótti við að þú viðurkennir að í nútíma samfélagi sé kerfi sem upphefur karla á kostnað kvenna. Ótti við að ef þú viðurkennir að það sé ójöfnuður til staðar sem þarf að laga þá sértu um leið að viðurkenna að þú sért partur af vandamálinu. Svona eins og þegar þú ert föst/fastur í bíl í umferðarteppu að bölva umferðinni. Í því felst nefnilega að þú þurfir að taka ábyrgð á því að ögra kerfinu sem hefur verið til staðar í hundruð ára, kerfi sem kallast feðraveldi, kerfi sem kallast kapítalismi, kerfi sem hefur búið til ójöfnuð og sundrungu meðal karla og kvenna, kerfi sem hefur rænt þig það sem er fallegt og gott, rænt þig kærleika, öryggi, samkennd og virðingu. Kerfi sem umfram allt leyfir þér ekki að vera þú, alveg sama af hvaða kyni þú ert. Með því að afneita vandamálinu þá ertu að gera nákvæmlega það sem “þeir” vilja. Ef þú lítur á móður jörð þá getur þú líka séð hvað feðraveldið/kapítalisminn hefur gert henni, það sama og þeir hafa gert konum. Útkoman er slæm fyrir alla, konur og menn eru úr jafnvægi, jörðin er úr jafnvægi, áhrifin bitna á öllum og öllu. Það er kominn tími til að karlar taki undir með konum og segi „Fokkið ykkur, ég mun ekki gera það sem þið sögðuð mér að gera!“ vegna þess að framtíð mannkyns veltur á því. Það felst hugrekki í því að viðurkenna að man hafi haft rangt fyrir sér og gera betur. Það þarf núna sem aldrei fyrr. Gerum þetta saman.Höfundur er umhverfisverndarsinni og femínisti.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar