Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. september 2019 17:23 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. visir/vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Sakar hún forsætisráðherra um að reyna að „þvo alfarið hendur sínar,“ með því að fela sig á bak við það að það sé ríkislögmaður sem reki málið fyrir hönd ríkisins. Tilefnið er greinagerð ríkislögmanns þar sem fram kemur að ríkið krefjist sýknu af bótakröfu Guðjóns. Ríkið telji bótakröfuna fyrnda en auk þess er því haldið fram af hálfu ríkisins í greinagerðinni að Guðjón eigi sjálfur að hluta til sök á því að hann var ranglega dæmdur. „Skjólstæðingur ríkislögmanns er íslenska ríkið og fer forsætisráðherra með málefni embættisins. Í Guðmundar- og Geirfinnsmálum er settur ríkislögmaður þess vegna að koma fram fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og er því ómögulegt fyrir hæstvirtan forsætisráðherra að þvo alfarið hendur sínar af því sem þar er gert,“ sagði Helga Vala við upphaf þingfundar á Alþingi í dag undir dagskrárliðnum um störf þingsins.Sjá einnig: Ríkislögmaður segir áhrif sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á framvindu máls hafa áhrif á bætur Vék hún orðum sínum sérstaklega að fréttatilkynningu sem forsætisráðuneytið birti í kjölfar umfjöllunar um greinagerð ríkislögmanns þar sem áréttað er að ríkislögmaður annist vörn í einkamálum sem höfðuð séu gegn ríkinu. Hann hafi almennt forræði á kröfugerð og framsetningu málsvarnar og þá er ítrekað í fréttatilkynningunni að ríkisstjórnin hafi stefnt að sáttum í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. „Fréttatilkynning sem send var frá forsætisráðuneyti í kjölfar birtingar á greinargerð íslenska ríkisins í máli Guðjóns Skarphéðinssonar er því í meira lagi óheppileg svo vægt sé til orða tekið því á henni má skilja að sá aðili sem er í dómsmálinu telji sig enga ábyrgð bera á framsetningu málsins,“ sagði Helga Vala. Það sé vissulega ríkislögmaður sem annist vörn í einkamálum sem höfðuð séu gegn ríkinu en rétt er eins og í öðrum málum sé það þannig að það sé aðilinn sjálfur, í þessu tilfelli ríkið, sem er í dómsmálinu en ekki lögmaðurinn. „Sá hvítþvottur sem að hæstvirtur forsætisráðherra setti fram á eigin embætti á föstudaginn var sýndi okkur því miður annað tveggja; áhugaleysi hennar á málinu, hafi hún ekki fylgt því eftir og/eða ábyrgðarleysi sem hún samkvæmt lögum um stjórnarráð má ekki sýna,“ sagði Helga Vala. Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að skipuð verði sérstök þriggja manna rannsóknarnefnd sem falið verði að gera sjálfstæða og óháða rannsókn á starfsháttum ákæruvalds og dómsvald í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Helga Vala er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Gáttaður á framgöngu ríkissins vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins "Ég get með engu móti séð að það sé rétt hjá hæstvirtum ráðherra að það sé einlægur vilji ríkisstjórnarinnar til þess að ná sátt í málinu.“ 23. september 2019 17:24 „Katrín Jakobsdóttir hefði getað afstýrt þessari nýjustu árás“ Barnabarn Tryggva Rúnars Leifssonar segir að forsætisráðherra ætti að skammast sín fyrir sinn þátt. 22. september 2019 20:32 Kannast ekki við afskipti ráðamanna af dómurum "Ég þekki ekki dæmi um að ráðamenn hér á landi hafi haft afskipti af dómurum“ 24. september 2019 06:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Sakar hún forsætisráðherra um að reyna að „þvo alfarið hendur sínar,“ með því að fela sig á bak við það að það sé ríkislögmaður sem reki málið fyrir hönd ríkisins. Tilefnið er greinagerð ríkislögmanns þar sem fram kemur að ríkið krefjist sýknu af bótakröfu Guðjóns. Ríkið telji bótakröfuna fyrnda en auk þess er því haldið fram af hálfu ríkisins í greinagerðinni að Guðjón eigi sjálfur að hluta til sök á því að hann var ranglega dæmdur. „Skjólstæðingur ríkislögmanns er íslenska ríkið og fer forsætisráðherra með málefni embættisins. Í Guðmundar- og Geirfinnsmálum er settur ríkislögmaður þess vegna að koma fram fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og er því ómögulegt fyrir hæstvirtan forsætisráðherra að þvo alfarið hendur sínar af því sem þar er gert,“ sagði Helga Vala við upphaf þingfundar á Alþingi í dag undir dagskrárliðnum um störf þingsins.Sjá einnig: Ríkislögmaður segir áhrif sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á framvindu máls hafa áhrif á bætur Vék hún orðum sínum sérstaklega að fréttatilkynningu sem forsætisráðuneytið birti í kjölfar umfjöllunar um greinagerð ríkislögmanns þar sem áréttað er að ríkislögmaður annist vörn í einkamálum sem höfðuð séu gegn ríkinu. Hann hafi almennt forræði á kröfugerð og framsetningu málsvarnar og þá er ítrekað í fréttatilkynningunni að ríkisstjórnin hafi stefnt að sáttum í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. „Fréttatilkynning sem send var frá forsætisráðuneyti í kjölfar birtingar á greinargerð íslenska ríkisins í máli Guðjóns Skarphéðinssonar er því í meira lagi óheppileg svo vægt sé til orða tekið því á henni má skilja að sá aðili sem er í dómsmálinu telji sig enga ábyrgð bera á framsetningu málsins,“ sagði Helga Vala. Það sé vissulega ríkislögmaður sem annist vörn í einkamálum sem höfðuð séu gegn ríkinu en rétt er eins og í öðrum málum sé það þannig að það sé aðilinn sjálfur, í þessu tilfelli ríkið, sem er í dómsmálinu en ekki lögmaðurinn. „Sá hvítþvottur sem að hæstvirtur forsætisráðherra setti fram á eigin embætti á föstudaginn var sýndi okkur því miður annað tveggja; áhugaleysi hennar á málinu, hafi hún ekki fylgt því eftir og/eða ábyrgðarleysi sem hún samkvæmt lögum um stjórnarráð má ekki sýna,“ sagði Helga Vala. Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að skipuð verði sérstök þriggja manna rannsóknarnefnd sem falið verði að gera sjálfstæða og óháða rannsókn á starfsháttum ákæruvalds og dómsvald í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Helga Vala er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Gáttaður á framgöngu ríkissins vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins "Ég get með engu móti séð að það sé rétt hjá hæstvirtum ráðherra að það sé einlægur vilji ríkisstjórnarinnar til þess að ná sátt í málinu.“ 23. september 2019 17:24 „Katrín Jakobsdóttir hefði getað afstýrt þessari nýjustu árás“ Barnabarn Tryggva Rúnars Leifssonar segir að forsætisráðherra ætti að skammast sín fyrir sinn þátt. 22. september 2019 20:32 Kannast ekki við afskipti ráðamanna af dómurum "Ég þekki ekki dæmi um að ráðamenn hér á landi hafi haft afskipti af dómurum“ 24. september 2019 06:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Gáttaður á framgöngu ríkissins vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins "Ég get með engu móti séð að það sé rétt hjá hæstvirtum ráðherra að það sé einlægur vilji ríkisstjórnarinnar til þess að ná sátt í málinu.“ 23. september 2019 17:24
„Katrín Jakobsdóttir hefði getað afstýrt þessari nýjustu árás“ Barnabarn Tryggva Rúnars Leifssonar segir að forsætisráðherra ætti að skammast sín fyrir sinn þátt. 22. september 2019 20:32
Kannast ekki við afskipti ráðamanna af dómurum "Ég þekki ekki dæmi um að ráðamenn hér á landi hafi haft afskipti af dómurum“ 24. september 2019 06:00