Enski boltinn

Wales gæti spilað við Slóvakíu fyrir framan fullum velli af skólakrökkum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ryan Giggs er landsliðsþjálfari Wales.
Ryan Giggs er landsliðsþjálfari Wales. vísir/getty
Leikur Slóvakíu og Wales þann 10. október gæti farið fram fyrir fullum velli af skólakrökkum.

UEFA hefur dæmt Slóvakíu í bann vegna hegðun stuðningsmanna liðsins gegn Ungverjalandi fyrr í undankeppni og var dómur UEFA að leikurinn færi fram fyrir luktum dyrum.

Slóvakía hefur áfrýjað dómnum en gangi áfrýjunin ekki eftir ætlar sambandið að fylla völlinn af skólakrökkum og iðkendum í Slóvakíu undir fjórtán ára aldri.







Yngri en fjórtán ára mega sækja leikinn þrátt fyrir að völlurinn eigi að vera tómur en þessu breytti UEFA fyrir leiktíðina.

Á hverja tíu krakka myndi einn fullorðinn fá miða til þess að líta á eftir krökkunum en þetta er ekki eins dæmi að krakkar fái miða á leik sem á að fara fram fyrir luktum dyrum.

Albert Guðmundsson og félagar mættu Partian Belgrad í Evrópudeildinni í síðustu viku og þá voru 22 þúsund krakkar á vellinum eftir að Serbarnir höfðu fengið áhorfendabann.

Slóvakía er í öðru sætinu í riðli E. Þeir eru þremur stigum á undan Wales en Ryan Giggs og lærisveinar eiga þó leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×