„Sárara en tárum taki“ að horfa upp á framkomu nefndarmanna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. september 2019 15:29 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýndi framkomu nefndarmanna á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Brynjar Níelsson vék af fundi nefndarinnar í morgun, áður en að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kom fyrir nefndina til að ræða málefni ríkislögreglustjóra. Inga Sæland segir andrúmsloftið hafa verið þungt á fundinum.Sjá einnig: Rauk á dyr til að mótmæla Þórhildi SunnuÍ samtali við Vísi í morgun sagðist Brynjar hafa vikið af fundinum í mótmælaskyni við ákvörðun formanns nefndarinnar, Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, fyrir að skipta sér af málinu sem sé í verkahring dómsmálaráðherra að taka á. „Ég var að mótmæla því að formaður nefndarinnar [Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata] ákveður að halda fund af þessu tagi án þess að tala við kóng né prest og aðra nefndarmenn í þessu,“ sagði Brynjar í morgun. „Fyrir utan það að ég ætla ekki að vera þátttakandi í einhverju pólitísku sjónarspili einstakra nefndarformanna eða alþingismanna.“ Við upphaf þingfundar í dag kvaddi Inga Sæland sér hljóðs um málið undir liðnum um störf þingsins en hún á sæti sem áheyrnarfulltrúi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Byrjaði Inga á að óska Þórhildi Sunnu til hamingju með að vera tekin við formennsku í nefndinni. Hún taki undir með formanni um að hún telji þá stöðu sem upp er komin vegna málefna ríkislögreglustjóra eiga fullt erindi við nefndina. „Það var sárara en tárum taki að horfa upp á þá uppákomu sem var þar í morgun," segir Inga. Þótt ætla mætti að þar væri hún að vísa til útgöngu Brynjars af fundinum segir Inga í samtali við fréttastofu að uppákoman sem hún vísi til eigi ekki aðeins við um Brynjar. Kvaðst hún ekki sammála þeim orðum sem haldið hafi verið á lofti um að ekkert samráð hafi verið haft við nefndarmenn. Venjulega sé það þannig að fyrir liggi dagskrá hvers fundar og ef nefndarmenn geri ekki athugasemd við dagskrána sé ekkert óeðlilegt við það að henni sé haldið til streitu. „Ég vona að við stöndum saman frekar en að vera með uppákomur eins og við þurftum að horfa upp á," sagði Inga.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýndi framkomu nefndarmanna á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Brynjar Níelsson vék af fundi nefndarinnar í morgun, áður en að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kom fyrir nefndina til að ræða málefni ríkislögreglustjóra. Inga Sæland segir andrúmsloftið hafa verið þungt á fundinum.Sjá einnig: Rauk á dyr til að mótmæla Þórhildi SunnuÍ samtali við Vísi í morgun sagðist Brynjar hafa vikið af fundinum í mótmælaskyni við ákvörðun formanns nefndarinnar, Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, fyrir að skipta sér af málinu sem sé í verkahring dómsmálaráðherra að taka á. „Ég var að mótmæla því að formaður nefndarinnar [Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata] ákveður að halda fund af þessu tagi án þess að tala við kóng né prest og aðra nefndarmenn í þessu,“ sagði Brynjar í morgun. „Fyrir utan það að ég ætla ekki að vera þátttakandi í einhverju pólitísku sjónarspili einstakra nefndarformanna eða alþingismanna.“ Við upphaf þingfundar í dag kvaddi Inga Sæland sér hljóðs um málið undir liðnum um störf þingsins en hún á sæti sem áheyrnarfulltrúi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Byrjaði Inga á að óska Þórhildi Sunnu til hamingju með að vera tekin við formennsku í nefndinni. Hún taki undir með formanni um að hún telji þá stöðu sem upp er komin vegna málefna ríkislögreglustjóra eiga fullt erindi við nefndina. „Það var sárara en tárum taki að horfa upp á þá uppákomu sem var þar í morgun," segir Inga. Þótt ætla mætti að þar væri hún að vísa til útgöngu Brynjars af fundinum segir Inga í samtali við fréttastofu að uppákoman sem hún vísi til eigi ekki aðeins við um Brynjar. Kvaðst hún ekki sammála þeim orðum sem haldið hafi verið á lofti um að ekkert samráð hafi verið haft við nefndarmenn. Venjulega sé það þannig að fyrir liggi dagskrá hvers fundar og ef nefndarmenn geri ekki athugasemd við dagskrána sé ekkert óeðlilegt við það að henni sé haldið til streitu. „Ég vona að við stöndum saman frekar en að vera með uppákomur eins og við þurftum að horfa upp á," sagði Inga.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira