Rannsökuðu slóð minnisblaðsins og yfirheyrðu vitni Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. september 2019 18:54 Rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi eigenda Euro-Market hófst árið 2017. Fréttablaðið/Eyþór Embætti ríkissaksóknara aflaði upplýsinga um vörslu minnisblaðs, sem rataði til verjanda í svokölluðu EuroMarket-máli, og tók skýrslur af vitnum innan hlutaðeigandi embætta. Þetta kemur fram í svari ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu. Ekki náðist þó að upplýsa hver hefði lekið skjalinu, sem innihélt viðkvæmar trúnaðarupplýsingar, og rannsókn var hætt í júlí síðastliðnum, líkt og Mbl greindi frá í vikunni. Í svari ríkissaksóknara segir jafnframt að enginn hafi fengið réttarstöðu sakbornings í málinu. Ekki er unnt að veita upplýsingar um það hversu margir hafi verið yfirheyrðir í málinu eða hversu margir starfsmenn lögregluembætta, ríkislögreglustjóra og tollstjóra hafi haft aðgang að skjalinu. Yfirmönnum viðkomandi embætta sé þó kunnugt um að rannsakað hafi verið hverjir innan embættanna hefðu haft minnisblaðið í sinni vörslu. Þá hefði nefnd um eftirlit með lögreglu einnig verið upplýst um það. „Ríkissaksóknara er ekki kunnugt um hvort gripið hafi verið til ráðstafana af hálfu þessara aðila í tengslum við rannsókn málsins.“ Umrætt EuroMarket-mál er ein umfansgmesta rannsókn lögreglu á skipulagðri brotastarfsemi hér á landi og sneri m.a. að fíkniefnainnflutningi, peningaþvætti, fjársvikum, brotum á vopnalögum, lyfjalögum og fíkniefnaframleiðslu.RÚV greindi frá því í október í fyrra að lögregla hefði til rannsóknar leka á viðkvæmu trúnaðarskjali frá lögreglu sem rataði til verjanda sakbornings í EuroMarket-málinu. Á blaðinu voru talin upp ýmis sakamál sem lögregla hafði meintað höfuðpaur í málinu grunaðan um að tengjast undanfarin áratug.Umræddur lögmaður, Steinbergur Finnbogason, var í febrúar kvaddur til skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna minnisblaðsins, sem hann lagði fyrir dóm í máli skjólstæðings síns. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið eftir skýrslutökuna að hann hefði ekki brugðist trúnaðarskyldu við skjólstæðing sinn. Lögreglan Peningaþvætti í Euro Market Tengdar fréttir Ákærð fyrir peningaþvætti en segjast einfaldlega heppin í spilakössum Pólsk hjón sem sæta ákæru héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti gefa þá skýringu að þau hafi lifað hátt vegna þess hve vel manninum gekk að vinna í spilakössum. 24. september 2019 12:31 Pólverjar hætta við kröfu um framsal Pólsk yfirvöld hafa dregið til baka kröfu um framsal eins eigenda Euro-Market verslananna og fellt niður alþjóðlega handtökuskipun. Málið hefur velkst um í kerfinu í eitt og hálft ár. 15. júlí 2019 06:00 Spurður um gagnaleka lögreglu Verjandi var kvaddur fyrir dóm eftir úrskurð Landsréttar um vitnaskyldu. Lagði fram trúnaðarupplýsingar frá lögreglu í máli skjólstæðings. Lögfræðilegt sprengjusvæði að krefja verjendur svara, segir lögmaður hans. 1. febrúar 2019 06:00 33 milljóna úttektir í spilasölum og 4,3 milljóna bíll greiddur með reiðufé Meðal þeirra útgjalda pólskra hjóna sem héraðssaksóknari hefur ákært fyrir peningaþvætti og telur að sé ekki trúverðugar skýringar á eru 33,4 milljóna króna úttektir í spilakössum og kaup eiginmannsins á Hyunday Tucson að andvirði 4,3 milljóna, sem hann greiddi fyrir með reiðufé. 24. september 2019 20:30 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Embætti ríkissaksóknara aflaði upplýsinga um vörslu minnisblaðs, sem rataði til verjanda í svokölluðu EuroMarket-máli, og tók skýrslur af vitnum innan hlutaðeigandi embætta. Þetta kemur fram í svari ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu. Ekki náðist þó að upplýsa hver hefði lekið skjalinu, sem innihélt viðkvæmar trúnaðarupplýsingar, og rannsókn var hætt í júlí síðastliðnum, líkt og Mbl greindi frá í vikunni. Í svari ríkissaksóknara segir jafnframt að enginn hafi fengið réttarstöðu sakbornings í málinu. Ekki er unnt að veita upplýsingar um það hversu margir hafi verið yfirheyrðir í málinu eða hversu margir starfsmenn lögregluembætta, ríkislögreglustjóra og tollstjóra hafi haft aðgang að skjalinu. Yfirmönnum viðkomandi embætta sé þó kunnugt um að rannsakað hafi verið hverjir innan embættanna hefðu haft minnisblaðið í sinni vörslu. Þá hefði nefnd um eftirlit með lögreglu einnig verið upplýst um það. „Ríkissaksóknara er ekki kunnugt um hvort gripið hafi verið til ráðstafana af hálfu þessara aðila í tengslum við rannsókn málsins.“ Umrætt EuroMarket-mál er ein umfansgmesta rannsókn lögreglu á skipulagðri brotastarfsemi hér á landi og sneri m.a. að fíkniefnainnflutningi, peningaþvætti, fjársvikum, brotum á vopnalögum, lyfjalögum og fíkniefnaframleiðslu.RÚV greindi frá því í október í fyrra að lögregla hefði til rannsóknar leka á viðkvæmu trúnaðarskjali frá lögreglu sem rataði til verjanda sakbornings í EuroMarket-málinu. Á blaðinu voru talin upp ýmis sakamál sem lögregla hafði meintað höfuðpaur í málinu grunaðan um að tengjast undanfarin áratug.Umræddur lögmaður, Steinbergur Finnbogason, var í febrúar kvaddur til skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna minnisblaðsins, sem hann lagði fyrir dóm í máli skjólstæðings síns. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið eftir skýrslutökuna að hann hefði ekki brugðist trúnaðarskyldu við skjólstæðing sinn.
Lögreglan Peningaþvætti í Euro Market Tengdar fréttir Ákærð fyrir peningaþvætti en segjast einfaldlega heppin í spilakössum Pólsk hjón sem sæta ákæru héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti gefa þá skýringu að þau hafi lifað hátt vegna þess hve vel manninum gekk að vinna í spilakössum. 24. september 2019 12:31 Pólverjar hætta við kröfu um framsal Pólsk yfirvöld hafa dregið til baka kröfu um framsal eins eigenda Euro-Market verslananna og fellt niður alþjóðlega handtökuskipun. Málið hefur velkst um í kerfinu í eitt og hálft ár. 15. júlí 2019 06:00 Spurður um gagnaleka lögreglu Verjandi var kvaddur fyrir dóm eftir úrskurð Landsréttar um vitnaskyldu. Lagði fram trúnaðarupplýsingar frá lögreglu í máli skjólstæðings. Lögfræðilegt sprengjusvæði að krefja verjendur svara, segir lögmaður hans. 1. febrúar 2019 06:00 33 milljóna úttektir í spilasölum og 4,3 milljóna bíll greiddur með reiðufé Meðal þeirra útgjalda pólskra hjóna sem héraðssaksóknari hefur ákært fyrir peningaþvætti og telur að sé ekki trúverðugar skýringar á eru 33,4 milljóna króna úttektir í spilakössum og kaup eiginmannsins á Hyunday Tucson að andvirði 4,3 milljóna, sem hann greiddi fyrir með reiðufé. 24. september 2019 20:30 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Ákærð fyrir peningaþvætti en segjast einfaldlega heppin í spilakössum Pólsk hjón sem sæta ákæru héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti gefa þá skýringu að þau hafi lifað hátt vegna þess hve vel manninum gekk að vinna í spilakössum. 24. september 2019 12:31
Pólverjar hætta við kröfu um framsal Pólsk yfirvöld hafa dregið til baka kröfu um framsal eins eigenda Euro-Market verslananna og fellt niður alþjóðlega handtökuskipun. Málið hefur velkst um í kerfinu í eitt og hálft ár. 15. júlí 2019 06:00
Spurður um gagnaleka lögreglu Verjandi var kvaddur fyrir dóm eftir úrskurð Landsréttar um vitnaskyldu. Lagði fram trúnaðarupplýsingar frá lögreglu í máli skjólstæðings. Lögfræðilegt sprengjusvæði að krefja verjendur svara, segir lögmaður hans. 1. febrúar 2019 06:00
33 milljóna úttektir í spilasölum og 4,3 milljóna bíll greiddur með reiðufé Meðal þeirra útgjalda pólskra hjóna sem héraðssaksóknari hefur ákært fyrir peningaþvætti og telur að sé ekki trúverðugar skýringar á eru 33,4 milljóna króna úttektir í spilakössum og kaup eiginmannsins á Hyunday Tucson að andvirði 4,3 milljóna, sem hann greiddi fyrir með reiðufé. 24. september 2019 20:30
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent