Hreinn ekki lengur lögmaður blaðamannsins sem kvartaði Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. september 2019 21:00 Björn Jón Bragason, annar blaðamaðurinn sem kvartaði undan framgöngu ríkislögreglustjóra. Vísir Hreinn Loftsson, sem ráðinn var aðstoðarmaður dómsmálaráðherra í dag, er ekki lengur lögmaður annars blaðamannsins sem kvartaði undan framgöngu Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra. Þetta kom fram í máli blaðamannsins, Björns Jóns Bragasonar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Dómsmálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu í sumar að framganga ríkislögreglustjóra hefði verið ámælisverð þegar hann sendi fjölmiðlamönnunum Sigurði Kolbeinssyni og áðurnefndum Birni Jóni bréf til að andmæla umfjöllun þeirra um efnahagsbrotadeild embættisins í bókinni Gjaldeyriseftirlitið - vald án eftirlits? og sjónvarpsþætti og sama efni. Bréfin voru rituð á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra og undirrituð af Haraldi og tveimur fyrrverandi starfsmönnum embættisins. Þar eru blaðamennirnir sakaðir um að bera ábyrgð á „ólögmætri meingerð" gagnvart þeim sem umfjöllunin beindist gegn. Í dag sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir þáverandi dómsmálaráðherra að Haraldur hefði ekki verið áminntur á grundvelli meðalhófsreglu.Eydís Arna Líndal og Hreinn Loftsson voru ráðin aðstoðarmenn dómsmálaráðherra í dag.Birni Jóni segist fyrirmunað að skilja hvað ráðherra eigi nákvæmlega við. „[…] og í ljósi bréfsins sjálfs, þar sem kemur nákvæmlega fram að ráðuneytið telji hegðun Haraldar í þessu máli ámælisverða, þá skil ég ekki – það er raunverulega stílbrot á bréfinu að hann skyldi ekki hafa verið áminntur af því að bréfið er það harðort og öll framganga hans í þessu máli var með hreinum ólíkindum og aldrei neinn grundvöllur fyrir einu né neinu. Hann hafði sakað mig um ólögmæta meingerð sem aldrei gat nein verið.“Hvernig sjáið þið næstu skref?„Ég veit ekki hvað gerist næst. Ráðuneytið þarf að svara þessu bréfi og það þarf að hafa sinn gang.“ Í dag var svo greint frá því að Hreinn Loftsson, lögmaður Björns Jóns í málinu, hefði verið ráðinn aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra.Kemur það til með að flækja málið frekar?„Ég veit það ekki,“ segir Björn Jón. „Hann er náttúrulega ekki lögmaður minn lengur frá og með þessum degi.“Viðtalið við Björn Jón hefst á mínútu 3:13 í spilaranum hér að neðan. Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Hreinn Loftsson og Eydís Arna aðstoða Áslaugu Örnu Eydís Arna Líndal og Hreinn Loftsson hafa verið ráðnir aðstoðarmenn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 27. september 2019 16:29 Kæra ákvörðun um að hætta rannsókn á upphlaupi á fundi Sjálfstæðismanna Þrír hælisleitendur hafa kært ákvörðun héraðssaksóknara að hætta rannsókn á upphlaupi sem varð á fundi Sjálfstæðisflokksins í Salnum í Kópavogi í lok apríl síðastliðinn til ríkissaksóknara. 27. september 2019 14:00 Niðurstaða um áminningu liggur ekki fyrir Dómsmálaráðherra hefur ekki útskýrt fyrir umboðsmanni Alþingis hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis hans, vegna máls er varðaði hans eigin hagi. 27. september 2019 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Hreinn Loftsson, sem ráðinn var aðstoðarmaður dómsmálaráðherra í dag, er ekki lengur lögmaður annars blaðamannsins sem kvartaði undan framgöngu Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra. Þetta kom fram í máli blaðamannsins, Björns Jóns Bragasonar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Dómsmálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu í sumar að framganga ríkislögreglustjóra hefði verið ámælisverð þegar hann sendi fjölmiðlamönnunum Sigurði Kolbeinssyni og áðurnefndum Birni Jóni bréf til að andmæla umfjöllun þeirra um efnahagsbrotadeild embættisins í bókinni Gjaldeyriseftirlitið - vald án eftirlits? og sjónvarpsþætti og sama efni. Bréfin voru rituð á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra og undirrituð af Haraldi og tveimur fyrrverandi starfsmönnum embættisins. Þar eru blaðamennirnir sakaðir um að bera ábyrgð á „ólögmætri meingerð" gagnvart þeim sem umfjöllunin beindist gegn. Í dag sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir þáverandi dómsmálaráðherra að Haraldur hefði ekki verið áminntur á grundvelli meðalhófsreglu.Eydís Arna Líndal og Hreinn Loftsson voru ráðin aðstoðarmenn dómsmálaráðherra í dag.Birni Jóni segist fyrirmunað að skilja hvað ráðherra eigi nákvæmlega við. „[…] og í ljósi bréfsins sjálfs, þar sem kemur nákvæmlega fram að ráðuneytið telji hegðun Haraldar í þessu máli ámælisverða, þá skil ég ekki – það er raunverulega stílbrot á bréfinu að hann skyldi ekki hafa verið áminntur af því að bréfið er það harðort og öll framganga hans í þessu máli var með hreinum ólíkindum og aldrei neinn grundvöllur fyrir einu né neinu. Hann hafði sakað mig um ólögmæta meingerð sem aldrei gat nein verið.“Hvernig sjáið þið næstu skref?„Ég veit ekki hvað gerist næst. Ráðuneytið þarf að svara þessu bréfi og það þarf að hafa sinn gang.“ Í dag var svo greint frá því að Hreinn Loftsson, lögmaður Björns Jóns í málinu, hefði verið ráðinn aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra.Kemur það til með að flækja málið frekar?„Ég veit það ekki,“ segir Björn Jón. „Hann er náttúrulega ekki lögmaður minn lengur frá og með þessum degi.“Viðtalið við Björn Jón hefst á mínútu 3:13 í spilaranum hér að neðan.
Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Hreinn Loftsson og Eydís Arna aðstoða Áslaugu Örnu Eydís Arna Líndal og Hreinn Loftsson hafa verið ráðnir aðstoðarmenn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 27. september 2019 16:29 Kæra ákvörðun um að hætta rannsókn á upphlaupi á fundi Sjálfstæðismanna Þrír hælisleitendur hafa kært ákvörðun héraðssaksóknara að hætta rannsókn á upphlaupi sem varð á fundi Sjálfstæðisflokksins í Salnum í Kópavogi í lok apríl síðastliðinn til ríkissaksóknara. 27. september 2019 14:00 Niðurstaða um áminningu liggur ekki fyrir Dómsmálaráðherra hefur ekki útskýrt fyrir umboðsmanni Alþingis hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis hans, vegna máls er varðaði hans eigin hagi. 27. september 2019 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Hreinn Loftsson og Eydís Arna aðstoða Áslaugu Örnu Eydís Arna Líndal og Hreinn Loftsson hafa verið ráðnir aðstoðarmenn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 27. september 2019 16:29
Kæra ákvörðun um að hætta rannsókn á upphlaupi á fundi Sjálfstæðismanna Þrír hælisleitendur hafa kært ákvörðun héraðssaksóknara að hætta rannsókn á upphlaupi sem varð á fundi Sjálfstæðisflokksins í Salnum í Kópavogi í lok apríl síðastliðinn til ríkissaksóknara. 27. september 2019 14:00
Niðurstaða um áminningu liggur ekki fyrir Dómsmálaráðherra hefur ekki útskýrt fyrir umboðsmanni Alþingis hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis hans, vegna máls er varðaði hans eigin hagi. 27. september 2019 20:00