Vigdís upplifir eineltisásakanir í sinn garð sem áreiti og þráhyggju Sylvía Hall skrifar 28. september 2019 10:34 Vigdís segist eiga rétt á sínum skoðunum og það komi engum við hvað hún velji að setja á Facebook-síðu sína. Vísir/VIlhelm Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur birt annað bréf sem henni barst vegna ásakana um einelti af hennar hálfu. Á Facebook-síðu sinni segist Vigdís ekki ætla að láta „þvæla sér inn í ólögbundið ferli sem stýrt er af ráðhúsinu“ og hyggst ræða við lögfræðing sinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Vigdísi berst slíkt bréf, en í júnímánuði var henni tilkynnt um vinnslu máls vegna kvartana starfsfólks Reykjavíkurborgar og var Vigdísi gefið að sök að hafa lagt Helgu Björg Ragnarsdóttur, skrifstofustjóra borgarstjóra og borgarritara, í einelti. Vigdís gaf lítið fyrir ásakanirnar og kallaði eineltis- og áreitnisteymi Ráðhússins „Rannsóknarrétt Ráðhússins“.Sjá einnig: Meint einelti Vigdísar í ráðhúsinu rannsakað„Rétt er að geta þess að þessi embættismaður tók níu mánaða leyfi frá borginni og hana hef ég ekki hitt né séð í a.m.k. ár - en mér er sagt að hún sé komin til starfa á ný í ráðhúsinu. Áður hafði ég einungis hitta hana á 2 – 3 fundum. Margar óskiljanlegar fullyrðingar eru settar fram í bréfinu eins og t.d. það að ég hafi lagt hana í einelti og að ég hafi brotið á henni því ég hafi „birt trúnaðargögn og viðkvæmar persónuupplýsingar“ henni tengdar – þar sem ég birti fyrra bréfið með fylgiskjölum hér á facebook,“ skrifar Vigdís í nýrri stöðuuppfærslu.Lærdómsrík vinna við endurskoðun eineltisstefnu Reykjavíkurborgar Vigdís segir ekki hægt að krefja sig um að þegja þegar hún er ásökuð um eitthvað. Það hafi hún lært þegar hún sat í hópi um endurskoðun á eineltis- og ofbeldisstefnu Reykjavíkur þar sem hópurinn fékk álit Persónuverndar um hvað fælist í trúnaði. Málið sé því einfalt, það sé ekki hægt að krefja hana um trúnað í þessu máli. „Í tvígang hafa borist á heimili mitt bréf og gögn frá Ráðhúsinu og þessari konu uppfull af upplýsingum um hennar skoðanir og líðan og dómsmál sem frægt er orðið og er ég krafin um trúnað? Ekki er ég að biðja um að fá þessar sendingar.“ Að sögn Vigdísar sé málið farið að líkjast áreitni og biður um að vera látin í friði. Hún vilji að Helga Björg „láti af þráhyggju sinni“ og virði friðhelgi einkalífs síns. „Mig varðar ekki um hennar mál og líðan. Í þessu landi er tjáningarfrelsi og ég á rétt á mínum skoðunum og ályktunum hvort heldur á skýrslum eða dómum. Hvað af mínum skoðunum og mati á málum sem ég set á facebook síðuna mína kemur bara engum við,“ skrifar Vigdís. „Ég mun ekki frekar en fyrr láta þvæla mér inn í ólögbundið ferli sem stýrt er úr ráðhúsinu en haldi áreitnin áfram verð ég vissulega að eiga að nýju fund með mínum lögfræðingi og kanna lögbundnar leiðir til að varna frekari innrásum í friðhelgi einkalífs míns.“ Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Meint einelti í Ráðhúsinu: Snörp orðaskipti þegar Vigdís og Dóra Björt tókust á í Vikulokunum Það kom til snarpra orðaskipta á milli Vigdísar Hauksdóttur, oddvita Miðflokksins í borgarstjórn og Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, oddvita Pírata í borgarstjórn, Í vikulokunum á Rás 1 í dag þegar talið barst að stöðu mála í Ráðhúsinu eftir að tilkynnt var um vinnslu máls samkvæmt bráðabirgðaverkferli vegna kvartana skrifstofustjóra í ráðhúsinu vegna meints eineltis Vigdísar í hans garð. 22. júní 2019 14:30 Vigdís ætlar með eineltismálið fyrir dómstóla Eineltis-og áreitnisteymi Ráðhússins hefur óskað eftir því að sérfræðingar rannsaki hvort Vigdís Hauksdóttir hafi beitt skrifstofustjóra í Ráðhúsinu einelti. Þetta er í fyrsta skipti sem slík rannsókn er fyrirhuguð. 20. júní 2019 19:00 Meint einelti Vigdísar í ráðhúsinu rannsakað Vigdís Hauksdóttir segist undir hæl rannsóknarréttar ráðhússins. 20. júní 2019 08:31 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur birt annað bréf sem henni barst vegna ásakana um einelti af hennar hálfu. Á Facebook-síðu sinni segist Vigdís ekki ætla að láta „þvæla sér inn í ólögbundið ferli sem stýrt er af ráðhúsinu“ og hyggst ræða við lögfræðing sinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Vigdísi berst slíkt bréf, en í júnímánuði var henni tilkynnt um vinnslu máls vegna kvartana starfsfólks Reykjavíkurborgar og var Vigdísi gefið að sök að hafa lagt Helgu Björg Ragnarsdóttur, skrifstofustjóra borgarstjóra og borgarritara, í einelti. Vigdís gaf lítið fyrir ásakanirnar og kallaði eineltis- og áreitnisteymi Ráðhússins „Rannsóknarrétt Ráðhússins“.Sjá einnig: Meint einelti Vigdísar í ráðhúsinu rannsakað„Rétt er að geta þess að þessi embættismaður tók níu mánaða leyfi frá borginni og hana hef ég ekki hitt né séð í a.m.k. ár - en mér er sagt að hún sé komin til starfa á ný í ráðhúsinu. Áður hafði ég einungis hitta hana á 2 – 3 fundum. Margar óskiljanlegar fullyrðingar eru settar fram í bréfinu eins og t.d. það að ég hafi lagt hana í einelti og að ég hafi brotið á henni því ég hafi „birt trúnaðargögn og viðkvæmar persónuupplýsingar“ henni tengdar – þar sem ég birti fyrra bréfið með fylgiskjölum hér á facebook,“ skrifar Vigdís í nýrri stöðuuppfærslu.Lærdómsrík vinna við endurskoðun eineltisstefnu Reykjavíkurborgar Vigdís segir ekki hægt að krefja sig um að þegja þegar hún er ásökuð um eitthvað. Það hafi hún lært þegar hún sat í hópi um endurskoðun á eineltis- og ofbeldisstefnu Reykjavíkur þar sem hópurinn fékk álit Persónuverndar um hvað fælist í trúnaði. Málið sé því einfalt, það sé ekki hægt að krefja hana um trúnað í þessu máli. „Í tvígang hafa borist á heimili mitt bréf og gögn frá Ráðhúsinu og þessari konu uppfull af upplýsingum um hennar skoðanir og líðan og dómsmál sem frægt er orðið og er ég krafin um trúnað? Ekki er ég að biðja um að fá þessar sendingar.“ Að sögn Vigdísar sé málið farið að líkjast áreitni og biður um að vera látin í friði. Hún vilji að Helga Björg „láti af þráhyggju sinni“ og virði friðhelgi einkalífs síns. „Mig varðar ekki um hennar mál og líðan. Í þessu landi er tjáningarfrelsi og ég á rétt á mínum skoðunum og ályktunum hvort heldur á skýrslum eða dómum. Hvað af mínum skoðunum og mati á málum sem ég set á facebook síðuna mína kemur bara engum við,“ skrifar Vigdís. „Ég mun ekki frekar en fyrr láta þvæla mér inn í ólögbundið ferli sem stýrt er úr ráðhúsinu en haldi áreitnin áfram verð ég vissulega að eiga að nýju fund með mínum lögfræðingi og kanna lögbundnar leiðir til að varna frekari innrásum í friðhelgi einkalífs míns.“
Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Meint einelti í Ráðhúsinu: Snörp orðaskipti þegar Vigdís og Dóra Björt tókust á í Vikulokunum Það kom til snarpra orðaskipta á milli Vigdísar Hauksdóttur, oddvita Miðflokksins í borgarstjórn og Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, oddvita Pírata í borgarstjórn, Í vikulokunum á Rás 1 í dag þegar talið barst að stöðu mála í Ráðhúsinu eftir að tilkynnt var um vinnslu máls samkvæmt bráðabirgðaverkferli vegna kvartana skrifstofustjóra í ráðhúsinu vegna meints eineltis Vigdísar í hans garð. 22. júní 2019 14:30 Vigdís ætlar með eineltismálið fyrir dómstóla Eineltis-og áreitnisteymi Ráðhússins hefur óskað eftir því að sérfræðingar rannsaki hvort Vigdís Hauksdóttir hafi beitt skrifstofustjóra í Ráðhúsinu einelti. Þetta er í fyrsta skipti sem slík rannsókn er fyrirhuguð. 20. júní 2019 19:00 Meint einelti Vigdísar í ráðhúsinu rannsakað Vigdís Hauksdóttir segist undir hæl rannsóknarréttar ráðhússins. 20. júní 2019 08:31 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Meint einelti í Ráðhúsinu: Snörp orðaskipti þegar Vigdís og Dóra Björt tókust á í Vikulokunum Það kom til snarpra orðaskipta á milli Vigdísar Hauksdóttur, oddvita Miðflokksins í borgarstjórn og Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, oddvita Pírata í borgarstjórn, Í vikulokunum á Rás 1 í dag þegar talið barst að stöðu mála í Ráðhúsinu eftir að tilkynnt var um vinnslu máls samkvæmt bráðabirgðaverkferli vegna kvartana skrifstofustjóra í ráðhúsinu vegna meints eineltis Vigdísar í hans garð. 22. júní 2019 14:30
Vigdís ætlar með eineltismálið fyrir dómstóla Eineltis-og áreitnisteymi Ráðhússins hefur óskað eftir því að sérfræðingar rannsaki hvort Vigdís Hauksdóttir hafi beitt skrifstofustjóra í Ráðhúsinu einelti. Þetta er í fyrsta skipti sem slík rannsókn er fyrirhuguð. 20. júní 2019 19:00
Meint einelti Vigdísar í ráðhúsinu rannsakað Vigdís Hauksdóttir segist undir hæl rannsóknarréttar ráðhússins. 20. júní 2019 08:31