Vigdís upplifir eineltisásakanir í sinn garð sem áreiti og þráhyggju Sylvía Hall skrifar 28. september 2019 10:34 Vigdís segist eiga rétt á sínum skoðunum og það komi engum við hvað hún velji að setja á Facebook-síðu sína. Vísir/VIlhelm Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur birt annað bréf sem henni barst vegna ásakana um einelti af hennar hálfu. Á Facebook-síðu sinni segist Vigdís ekki ætla að láta „þvæla sér inn í ólögbundið ferli sem stýrt er af ráðhúsinu“ og hyggst ræða við lögfræðing sinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Vigdísi berst slíkt bréf, en í júnímánuði var henni tilkynnt um vinnslu máls vegna kvartana starfsfólks Reykjavíkurborgar og var Vigdísi gefið að sök að hafa lagt Helgu Björg Ragnarsdóttur, skrifstofustjóra borgarstjóra og borgarritara, í einelti. Vigdís gaf lítið fyrir ásakanirnar og kallaði eineltis- og áreitnisteymi Ráðhússins „Rannsóknarrétt Ráðhússins“.Sjá einnig: Meint einelti Vigdísar í ráðhúsinu rannsakað„Rétt er að geta þess að þessi embættismaður tók níu mánaða leyfi frá borginni og hana hef ég ekki hitt né séð í a.m.k. ár - en mér er sagt að hún sé komin til starfa á ný í ráðhúsinu. Áður hafði ég einungis hitta hana á 2 – 3 fundum. Margar óskiljanlegar fullyrðingar eru settar fram í bréfinu eins og t.d. það að ég hafi lagt hana í einelti og að ég hafi brotið á henni því ég hafi „birt trúnaðargögn og viðkvæmar persónuupplýsingar“ henni tengdar – þar sem ég birti fyrra bréfið með fylgiskjölum hér á facebook,“ skrifar Vigdís í nýrri stöðuuppfærslu.Lærdómsrík vinna við endurskoðun eineltisstefnu Reykjavíkurborgar Vigdís segir ekki hægt að krefja sig um að þegja þegar hún er ásökuð um eitthvað. Það hafi hún lært þegar hún sat í hópi um endurskoðun á eineltis- og ofbeldisstefnu Reykjavíkur þar sem hópurinn fékk álit Persónuverndar um hvað fælist í trúnaði. Málið sé því einfalt, það sé ekki hægt að krefja hana um trúnað í þessu máli. „Í tvígang hafa borist á heimili mitt bréf og gögn frá Ráðhúsinu og þessari konu uppfull af upplýsingum um hennar skoðanir og líðan og dómsmál sem frægt er orðið og er ég krafin um trúnað? Ekki er ég að biðja um að fá þessar sendingar.“ Að sögn Vigdísar sé málið farið að líkjast áreitni og biður um að vera látin í friði. Hún vilji að Helga Björg „láti af þráhyggju sinni“ og virði friðhelgi einkalífs síns. „Mig varðar ekki um hennar mál og líðan. Í þessu landi er tjáningarfrelsi og ég á rétt á mínum skoðunum og ályktunum hvort heldur á skýrslum eða dómum. Hvað af mínum skoðunum og mati á málum sem ég set á facebook síðuna mína kemur bara engum við,“ skrifar Vigdís. „Ég mun ekki frekar en fyrr láta þvæla mér inn í ólögbundið ferli sem stýrt er úr ráðhúsinu en haldi áreitnin áfram verð ég vissulega að eiga að nýju fund með mínum lögfræðingi og kanna lögbundnar leiðir til að varna frekari innrásum í friðhelgi einkalífs míns.“ Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Meint einelti í Ráðhúsinu: Snörp orðaskipti þegar Vigdís og Dóra Björt tókust á í Vikulokunum Það kom til snarpra orðaskipta á milli Vigdísar Hauksdóttur, oddvita Miðflokksins í borgarstjórn og Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, oddvita Pírata í borgarstjórn, Í vikulokunum á Rás 1 í dag þegar talið barst að stöðu mála í Ráðhúsinu eftir að tilkynnt var um vinnslu máls samkvæmt bráðabirgðaverkferli vegna kvartana skrifstofustjóra í ráðhúsinu vegna meints eineltis Vigdísar í hans garð. 22. júní 2019 14:30 Vigdís ætlar með eineltismálið fyrir dómstóla Eineltis-og áreitnisteymi Ráðhússins hefur óskað eftir því að sérfræðingar rannsaki hvort Vigdís Hauksdóttir hafi beitt skrifstofustjóra í Ráðhúsinu einelti. Þetta er í fyrsta skipti sem slík rannsókn er fyrirhuguð. 20. júní 2019 19:00 Meint einelti Vigdísar í ráðhúsinu rannsakað Vigdís Hauksdóttir segist undir hæl rannsóknarréttar ráðhússins. 20. júní 2019 08:31 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur birt annað bréf sem henni barst vegna ásakana um einelti af hennar hálfu. Á Facebook-síðu sinni segist Vigdís ekki ætla að láta „þvæla sér inn í ólögbundið ferli sem stýrt er af ráðhúsinu“ og hyggst ræða við lögfræðing sinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Vigdísi berst slíkt bréf, en í júnímánuði var henni tilkynnt um vinnslu máls vegna kvartana starfsfólks Reykjavíkurborgar og var Vigdísi gefið að sök að hafa lagt Helgu Björg Ragnarsdóttur, skrifstofustjóra borgarstjóra og borgarritara, í einelti. Vigdís gaf lítið fyrir ásakanirnar og kallaði eineltis- og áreitnisteymi Ráðhússins „Rannsóknarrétt Ráðhússins“.Sjá einnig: Meint einelti Vigdísar í ráðhúsinu rannsakað„Rétt er að geta þess að þessi embættismaður tók níu mánaða leyfi frá borginni og hana hef ég ekki hitt né séð í a.m.k. ár - en mér er sagt að hún sé komin til starfa á ný í ráðhúsinu. Áður hafði ég einungis hitta hana á 2 – 3 fundum. Margar óskiljanlegar fullyrðingar eru settar fram í bréfinu eins og t.d. það að ég hafi lagt hana í einelti og að ég hafi brotið á henni því ég hafi „birt trúnaðargögn og viðkvæmar persónuupplýsingar“ henni tengdar – þar sem ég birti fyrra bréfið með fylgiskjölum hér á facebook,“ skrifar Vigdís í nýrri stöðuuppfærslu.Lærdómsrík vinna við endurskoðun eineltisstefnu Reykjavíkurborgar Vigdís segir ekki hægt að krefja sig um að þegja þegar hún er ásökuð um eitthvað. Það hafi hún lært þegar hún sat í hópi um endurskoðun á eineltis- og ofbeldisstefnu Reykjavíkur þar sem hópurinn fékk álit Persónuverndar um hvað fælist í trúnaði. Málið sé því einfalt, það sé ekki hægt að krefja hana um trúnað í þessu máli. „Í tvígang hafa borist á heimili mitt bréf og gögn frá Ráðhúsinu og þessari konu uppfull af upplýsingum um hennar skoðanir og líðan og dómsmál sem frægt er orðið og er ég krafin um trúnað? Ekki er ég að biðja um að fá þessar sendingar.“ Að sögn Vigdísar sé málið farið að líkjast áreitni og biður um að vera látin í friði. Hún vilji að Helga Björg „láti af þráhyggju sinni“ og virði friðhelgi einkalífs síns. „Mig varðar ekki um hennar mál og líðan. Í þessu landi er tjáningarfrelsi og ég á rétt á mínum skoðunum og ályktunum hvort heldur á skýrslum eða dómum. Hvað af mínum skoðunum og mati á málum sem ég set á facebook síðuna mína kemur bara engum við,“ skrifar Vigdís. „Ég mun ekki frekar en fyrr láta þvæla mér inn í ólögbundið ferli sem stýrt er úr ráðhúsinu en haldi áreitnin áfram verð ég vissulega að eiga að nýju fund með mínum lögfræðingi og kanna lögbundnar leiðir til að varna frekari innrásum í friðhelgi einkalífs míns.“
Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Meint einelti í Ráðhúsinu: Snörp orðaskipti þegar Vigdís og Dóra Björt tókust á í Vikulokunum Það kom til snarpra orðaskipta á milli Vigdísar Hauksdóttur, oddvita Miðflokksins í borgarstjórn og Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, oddvita Pírata í borgarstjórn, Í vikulokunum á Rás 1 í dag þegar talið barst að stöðu mála í Ráðhúsinu eftir að tilkynnt var um vinnslu máls samkvæmt bráðabirgðaverkferli vegna kvartana skrifstofustjóra í ráðhúsinu vegna meints eineltis Vigdísar í hans garð. 22. júní 2019 14:30 Vigdís ætlar með eineltismálið fyrir dómstóla Eineltis-og áreitnisteymi Ráðhússins hefur óskað eftir því að sérfræðingar rannsaki hvort Vigdís Hauksdóttir hafi beitt skrifstofustjóra í Ráðhúsinu einelti. Þetta er í fyrsta skipti sem slík rannsókn er fyrirhuguð. 20. júní 2019 19:00 Meint einelti Vigdísar í ráðhúsinu rannsakað Vigdís Hauksdóttir segist undir hæl rannsóknarréttar ráðhússins. 20. júní 2019 08:31 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Sjá meira
Meint einelti í Ráðhúsinu: Snörp orðaskipti þegar Vigdís og Dóra Björt tókust á í Vikulokunum Það kom til snarpra orðaskipta á milli Vigdísar Hauksdóttur, oddvita Miðflokksins í borgarstjórn og Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, oddvita Pírata í borgarstjórn, Í vikulokunum á Rás 1 í dag þegar talið barst að stöðu mála í Ráðhúsinu eftir að tilkynnt var um vinnslu máls samkvæmt bráðabirgðaverkferli vegna kvartana skrifstofustjóra í ráðhúsinu vegna meints eineltis Vigdísar í hans garð. 22. júní 2019 14:30
Vigdís ætlar með eineltismálið fyrir dómstóla Eineltis-og áreitnisteymi Ráðhússins hefur óskað eftir því að sérfræðingar rannsaki hvort Vigdís Hauksdóttir hafi beitt skrifstofustjóra í Ráðhúsinu einelti. Þetta er í fyrsta skipti sem slík rannsókn er fyrirhuguð. 20. júní 2019 19:00
Meint einelti Vigdísar í ráðhúsinu rannsakað Vigdís Hauksdóttir segist undir hæl rannsóknarréttar ráðhússins. 20. júní 2019 08:31