Fordæmalaus fjölgun á íbúum í Árborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. september 2019 19:30 Íbúum í Sveitarfélaginu Árborg hefur fjölgað um eitt þúsund manns á síðustu tólf mánuðum, langmest á Selfossi. Bæjarstjórinn segir fjölgunina fordæmalausa og reiknar með enn frekari fjölgun íbúa næstu árin. Rótgrónir Selfyssingar þekkja sig varla í bænum í öllu nýju hverfunum, hvað þá brottfluttir Selfyssingar sem koma í heimsókn, þá rekur í rogastans að sjá hvernig nýju hverfin hafa byggst upp nánast á ljóshraða. „Að meðaltali er okkur að fjölga núna um 6 prósent á ári en vegna skorts á framboði á skipulögðum lóðum þá kanna það að falla niður í 4 til 5 prósent á næsta ári en eftir það er ég ansi hræddur um að fjölgunin verði gott betur og miklu nær 10 prósentum“, segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Gísli segir að þessi mikla fjölgun íbúa hafi komið aftan að bæjaryfirvöldum, fjölgun um 20% íbúa á síðustu þremur árum hafi verið fjölgun, sem engin átti von á. Nú eru íbúar í Árborg orðnir um 10 þúsund. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En er þetta ekki fordæmalaus fjölgun? „Jú, hún er í sjálfum sér fordæmalaus en engu að síður er það þannig að frá stríðslokum þá hefur íbúum fjölgað hér á Selfossi um sirka 3 til 3,5% á ári, allan þennan tíma, þannig að vöxturinn hefur allan þennan tím, eða frá 1940 verið gífurlegur.“ Vignir Guðjónsson, framkvæmdastjóri Höfuðstöðvar Suðurlands, sem er sjálfseignarstofnun á svæðinu.Þrátt fyrir þessar miklu fjölgun íbúa þá er hafið sérstakt kynningarátak sem gengur út á vekja athygli á Selfossi, sem góðum búsetukosti og öflugum bæ. Sveitarfélagið og fyrirtæki á staðnum standa að átakinu, sem kostar 35 milljónir króna. „Það er margt um að vera, það eru nýjar lóðir, nýjar fasteignir og nýr miðbær. Það var talin þörf á því að fara í svona markaðsátak þar sem við erum að reyna að sýna Selfoss í nýju ljósi og gefa bænum nýja ásýnd þar sem við leggjum áherslu á það sem skapar honum sérstöðu“, segir Vignir Guðjónsson, framkvæmdastjóri Höfuðstöðvar Suðurlands, sem er sjálfseignarstofnun, sen var búin til vegna markaðsátaksins. Kynningarefni markaðsátaksins Árborg Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Fleiri fréttir „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Sjá meira
Íbúum í Sveitarfélaginu Árborg hefur fjölgað um eitt þúsund manns á síðustu tólf mánuðum, langmest á Selfossi. Bæjarstjórinn segir fjölgunina fordæmalausa og reiknar með enn frekari fjölgun íbúa næstu árin. Rótgrónir Selfyssingar þekkja sig varla í bænum í öllu nýju hverfunum, hvað þá brottfluttir Selfyssingar sem koma í heimsókn, þá rekur í rogastans að sjá hvernig nýju hverfin hafa byggst upp nánast á ljóshraða. „Að meðaltali er okkur að fjölga núna um 6 prósent á ári en vegna skorts á framboði á skipulögðum lóðum þá kanna það að falla niður í 4 til 5 prósent á næsta ári en eftir það er ég ansi hræddur um að fjölgunin verði gott betur og miklu nær 10 prósentum“, segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Gísli segir að þessi mikla fjölgun íbúa hafi komið aftan að bæjaryfirvöldum, fjölgun um 20% íbúa á síðustu þremur árum hafi verið fjölgun, sem engin átti von á. Nú eru íbúar í Árborg orðnir um 10 þúsund. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En er þetta ekki fordæmalaus fjölgun? „Jú, hún er í sjálfum sér fordæmalaus en engu að síður er það þannig að frá stríðslokum þá hefur íbúum fjölgað hér á Selfossi um sirka 3 til 3,5% á ári, allan þennan tíma, þannig að vöxturinn hefur allan þennan tím, eða frá 1940 verið gífurlegur.“ Vignir Guðjónsson, framkvæmdastjóri Höfuðstöðvar Suðurlands, sem er sjálfseignarstofnun á svæðinu.Þrátt fyrir þessar miklu fjölgun íbúa þá er hafið sérstakt kynningarátak sem gengur út á vekja athygli á Selfossi, sem góðum búsetukosti og öflugum bæ. Sveitarfélagið og fyrirtæki á staðnum standa að átakinu, sem kostar 35 milljónir króna. „Það er margt um að vera, það eru nýjar lóðir, nýjar fasteignir og nýr miðbær. Það var talin þörf á því að fara í svona markaðsátak þar sem við erum að reyna að sýna Selfoss í nýju ljósi og gefa bænum nýja ásýnd þar sem við leggjum áherslu á það sem skapar honum sérstöðu“, segir Vignir Guðjónsson, framkvæmdastjóri Höfuðstöðvar Suðurlands, sem er sjálfseignarstofnun, sen var búin til vegna markaðsátaksins. Kynningarefni markaðsátaksins
Árborg Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Fleiri fréttir „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Sjá meira