Myndband virðist sýna ökumann Teslu í fastasvefni á 90 kílómetra hraða Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. september 2019 07:56 Ökumaðurinn virðist í það minnsta ekki vera með hugann við aksturinn, ef marka má umrætt myndband. Skjáskot/Twitter Myndband, sem virðist sýna ökumann og farþega Teslu-bifreiðar í fastasvefni á 90 kílómetra hraða, hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum síðustu daga. Hægt er að aka Teslu-bifreiðum með sjálfstýringu en fyrirtækið segir í yfirlýsingu að ökumenn eigi ætíð að vera vel á verði við aksturinn, einnig þegar notast er við sjálfstýringarbúnaðinn. Myndbandið var tekið upp á hraðbraut í grennd við borgina Newton í Massachusetts-ríki í Bandaríkjunum á sunnudag. Dakota Randall, maðurinn á bak við myndavélina, sagði í samtali við sjónvarpsstöðina NBC10 Boston að hann hefði verið í bíl á næstu akrein við umrædda Teslu. Þegar honum varð litið til hliðar sýndist honum sem bæði ökumaður og farþegi bílsins væru sofandi. Randall kvaðst hafa flautað til að reyna að vekja ökumanninn en ekki haft árangur sem erfiði. Hann hafi verið samferða Teslunni í tæpa mínútu áður en hann ók fram úr honum og skildi ökumanninn eftir, sem þá virtist enn sofandi.Myndbandið má sjá í Twitter-færslu NBC hér að neðan.A man says he was driving on an interstate in Massachusetts when he noticed a @Tesla with its driver and passenger both asleep. Details: https://t.co/wwEKYiKTek pic.twitter.com/k0CYVCGyqL— NBC DFW (@NBCDFW) September 10, 2019 Randall tilkynnti atvikið ekki til lögreglu en lögregla í Massachusetts kvaðst þó hafa heyrt af málinu, að því er fram kemur í frétt NBC. Þá er haft eftir talsmanni Teslu að öryggisbúnaður í bifreiðunum minni ökumenn á að vera vakandi og á verði við aksturinn. Búnaðurinn hamli jafnframt notkun á sjálfstýringu þegar ökumaður hunsi slíkar viðvaranir. Bandaríkin Tesla Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira
Myndband, sem virðist sýna ökumann og farþega Teslu-bifreiðar í fastasvefni á 90 kílómetra hraða, hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum síðustu daga. Hægt er að aka Teslu-bifreiðum með sjálfstýringu en fyrirtækið segir í yfirlýsingu að ökumenn eigi ætíð að vera vel á verði við aksturinn, einnig þegar notast er við sjálfstýringarbúnaðinn. Myndbandið var tekið upp á hraðbraut í grennd við borgina Newton í Massachusetts-ríki í Bandaríkjunum á sunnudag. Dakota Randall, maðurinn á bak við myndavélina, sagði í samtali við sjónvarpsstöðina NBC10 Boston að hann hefði verið í bíl á næstu akrein við umrædda Teslu. Þegar honum varð litið til hliðar sýndist honum sem bæði ökumaður og farþegi bílsins væru sofandi. Randall kvaðst hafa flautað til að reyna að vekja ökumanninn en ekki haft árangur sem erfiði. Hann hafi verið samferða Teslunni í tæpa mínútu áður en hann ók fram úr honum og skildi ökumanninn eftir, sem þá virtist enn sofandi.Myndbandið má sjá í Twitter-færslu NBC hér að neðan.A man says he was driving on an interstate in Massachusetts when he noticed a @Tesla with its driver and passenger both asleep. Details: https://t.co/wwEKYiKTek pic.twitter.com/k0CYVCGyqL— NBC DFW (@NBCDFW) September 10, 2019 Randall tilkynnti atvikið ekki til lögreglu en lögregla í Massachusetts kvaðst þó hafa heyrt af málinu, að því er fram kemur í frétt NBC. Þá er haft eftir talsmanni Teslu að öryggisbúnaður í bifreiðunum minni ökumenn á að vera vakandi og á verði við aksturinn. Búnaðurinn hamli jafnframt notkun á sjálfstýringu þegar ökumaður hunsi slíkar viðvaranir.
Bandaríkin Tesla Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira