Hjörtur búinn að vinna sér fast sæti í landsliðinu en spilar samt ekki sína stöðu Óskar Ófeigur Jónsson í Tirana skrifar 10. september 2019 10:00 Hjörtur Hermannsson. Mynd/S2 Sport Hjörtur Hermannsson er nýjasta nafnið í byrjunarliði íslenska landsliðsins. Hann hefur verið í kringum liðið í nokkur ár en hefur fengið sitt fyrsta alvöru tækifæri í þessari undankeppni. Það er ekki hægt að segja annað en að það hafi komið mjög vel út að setja hann í liðið því íslenska landsliðið hefur unnið alla sína leiki síðan. Íslenska liðið mætir Albaníu í kvöld og getur þar haldið sigurgöngu sinni áfram. „Þetta verður erfiður leikur hjá okkur. Við erum búnir að klára þá á heimavelli og það var erfiður leikur svo það sé á hreinu. Nú erum við komnir út í Albaníu og við erum að fara mæta sterku liði en ég held að þetta verði allt annar leikur en var á okkar heimavelli,“ sagði Hjörtur Hermannsson. „Þetta verður líka allt annar leikur en við spiluðum á laugardaginn. Við verðum bara að vera gíraðir. Þeir eru mjög fastir fyrir og sterkir, með stóra og sterka framherja og fara í mörg návígi. Við þurfum bara að mæta þeim í því,“ sagði Hjörtur. Hann er nú kominn í öðruvísi hlutverk hjá íslenska liðinu og er ekki lengur áhorfandi og varaskeifa. „Eins og í mörgu öðru þegar þú færð meiri reynslu þá líður þér betur. Nú er ég kominn með fleiri leiki undir beltið og fleiri leiki með strákunum í liðinu. Mér líður því bara betur með hverju verkefninu sem kemur. Ég er búinn að vera í kringum þennan hóp alveg frá því á EM og fyrir EM jafnvel. Þetta er meira eða minna sami hópurinn þannig að ég er búinn að vera ágætlega lengi í kringum þessa drengi. Ég þekki því alveg inn á þetta en það er öðruvísi að vera vikur þátttakandi og það er frábært,“ sagði Hjörtur. Hann er samt ekki að spila sína stöðu með íslenska landsliðinu eins og er. „Ég er að spila sem miðvörður í Danmörku og það er öðruvísi en að spila hægri bakvörð með landsliðinu. Ég er náttúrulega varnarmaður og sem miðvörður þá veit ég vel hvað ég ætlast til að mínum hægri bakverði. Ég reyni bara að skila því sem best hér eins og ég myndi vilja að minn hægri bakvörður myndi spila. Það er bara að skila minni varnarvinnu sem best og reyna svo að vaxa inn í mitt hlutverk sóknarlega. Mér finnst það hafa gengið þó nokkuð vel og þá sérstaklega í síðasta leik,“ sagði Hjörtur.Klippa: Hjörtur um sína stöðu í landsliðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Fleiri fréttir „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Sjá meira
Hjörtur Hermannsson er nýjasta nafnið í byrjunarliði íslenska landsliðsins. Hann hefur verið í kringum liðið í nokkur ár en hefur fengið sitt fyrsta alvöru tækifæri í þessari undankeppni. Það er ekki hægt að segja annað en að það hafi komið mjög vel út að setja hann í liðið því íslenska landsliðið hefur unnið alla sína leiki síðan. Íslenska liðið mætir Albaníu í kvöld og getur þar haldið sigurgöngu sinni áfram. „Þetta verður erfiður leikur hjá okkur. Við erum búnir að klára þá á heimavelli og það var erfiður leikur svo það sé á hreinu. Nú erum við komnir út í Albaníu og við erum að fara mæta sterku liði en ég held að þetta verði allt annar leikur en var á okkar heimavelli,“ sagði Hjörtur Hermannsson. „Þetta verður líka allt annar leikur en við spiluðum á laugardaginn. Við verðum bara að vera gíraðir. Þeir eru mjög fastir fyrir og sterkir, með stóra og sterka framherja og fara í mörg návígi. Við þurfum bara að mæta þeim í því,“ sagði Hjörtur. Hann er nú kominn í öðruvísi hlutverk hjá íslenska liðinu og er ekki lengur áhorfandi og varaskeifa. „Eins og í mörgu öðru þegar þú færð meiri reynslu þá líður þér betur. Nú er ég kominn með fleiri leiki undir beltið og fleiri leiki með strákunum í liðinu. Mér líður því bara betur með hverju verkefninu sem kemur. Ég er búinn að vera í kringum þennan hóp alveg frá því á EM og fyrir EM jafnvel. Þetta er meira eða minna sami hópurinn þannig að ég er búinn að vera ágætlega lengi í kringum þessa drengi. Ég þekki því alveg inn á þetta en það er öðruvísi að vera vikur þátttakandi og það er frábært,“ sagði Hjörtur. Hann er samt ekki að spila sína stöðu með íslenska landsliðinu eins og er. „Ég er að spila sem miðvörður í Danmörku og það er öðruvísi en að spila hægri bakvörð með landsliðinu. Ég er náttúrulega varnarmaður og sem miðvörður þá veit ég vel hvað ég ætlast til að mínum hægri bakverði. Ég reyni bara að skila því sem best hér eins og ég myndi vilja að minn hægri bakvörður myndi spila. Það er bara að skila minni varnarvinnu sem best og reyna svo að vaxa inn í mitt hlutverk sóknarlega. Mér finnst það hafa gengið þó nokkuð vel og þá sérstaklega í síðasta leik,“ sagði Hjörtur.Klippa: Hjörtur um sína stöðu í landsliðinu
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Fleiri fréttir „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Sjá meira