Arnór Ingvi fagnar leiktímanum en sér fram á erfitt haust Óskar Ófeigur Jónsson í Tirana skrifar 10. september 2019 11:30 Arnór Ingvi Traustason. Mynd/S2 Sport Arnór Ingvi Traustason kom inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins í leiknum á móti Moldóvu um síðustu helgi. Það var hans fyrsti byrjunarliðsleikur í þessari undankeppni EM 2020 en Arnór hafði komið inn á sem varamaður í fyrstu fjórum leikjunum. Arnór vonast sjálfsögðu eftir því að halda sæti sínu í kvöld þegar Ísland spilar við Albaníu í Elbasan. „Þetta verður erfiður og skemmtilegur leikur. Þetta er fótboltaleikur og það sem okkur finnst skemmtilegast að gera,“ sagði Arnór Ingvi Traustason. Íslenska liðið afgreiddi verkefni helgarinnar sannfærandi og sá til þess að menn mættu kátir til Albaníu. „Það var svona leikur sem við komum okkur í gegnum bara. Þetta var kannski ekki okkar besti leikur en við gerðum það sem þurfti. Við skoruðum þrjú mörk og fengum ekkert á okkur og við erum tilbúnir í þennan leik á morgun,“ sagði Arnór en hvað með albanska liðið sem bíður í kvöld? „Við þekkjum andstæðinginn aðeins betur í þessum leik. Á móti Moldóvu þurftum við að fá tíma til að finna fyrir þeim og kynnast þeim aðeins. Við þurfum að sjá hvernig þeir væru því við höfðum ekki mætt þeim áður. Þetta verður aðeins öðruvísi á morgun því við þekkjum Albanina aðeins og vitum við hverju er að búast. Ef við gerum okkar þá eigum við að klára þennan leik,“ sagði Arnór. Hann var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn í keppnisleik síðan í heimaleiknum á móti Sviss í Þjóðadeildinni. „Ég þurfti að bíða aðeins en ég fékk 90 mínútur og var mjög ánægður með það. Við unnum líka þann leik sem er mjög ánægjulegt,“ sagði Arnór Ingvi. Arnór hefur einnig verið að gera góða hluti með Malmö liðinu í sænsku deildinni. „Mér líður mjög vel í Svíþjóð og mér finnst ég vera á góðum stað. Það hefur gengið mjög vel með mér hjá Malmö þetta tímabilið og ég er að spila mjög vel. Ég er fullur sjálfstraust og kem inn í þetta verkefni með fullt sjálfstraust og ætlaði mér að spila,“ sagði Arnór. En hvað með möguleikana á að vinna sænska titilinn? „Það eru sjö stig frá fyrsta sæti upp í sjöunda sæti þannig að þetta er rosalega jafnt. Það eru erfiðir leikir eftir og nú bætist Evrópudeildina ofan á það þar sem að við erum komnir inn í riðlakeppnina þar. Það er erfitt haust fram undan en þetta er eitthvað sem við í Malmö ætlum okkur að klára. Við ætlum okkur að vinna þessa deild og það er ekkert leyndarmál,“ sagði Arnór. Arnór vill ekki segja að það sé pressa á sér að fylla í skarð Jóhanns Berg Guðmundssonar sem getur ekki tekið þátt í þessum leikjum vegna meiðsla. „Ég myndi ekki segja pressa. Jóhann Berg er einn af okkar bestu leikmönnum í gegnum tíðina. Ég kem inn og ætla bara að gera mitt besta, sýna mig og sanna. Það gekk vel hjá mér og við unnum þennan leik,“ sagði Arnór.Klippa: Arnór Ingvi: Erfitt haust fram undan EM 2020 í fótbolta Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Sjá meira
Arnór Ingvi Traustason kom inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins í leiknum á móti Moldóvu um síðustu helgi. Það var hans fyrsti byrjunarliðsleikur í þessari undankeppni EM 2020 en Arnór hafði komið inn á sem varamaður í fyrstu fjórum leikjunum. Arnór vonast sjálfsögðu eftir því að halda sæti sínu í kvöld þegar Ísland spilar við Albaníu í Elbasan. „Þetta verður erfiður og skemmtilegur leikur. Þetta er fótboltaleikur og það sem okkur finnst skemmtilegast að gera,“ sagði Arnór Ingvi Traustason. Íslenska liðið afgreiddi verkefni helgarinnar sannfærandi og sá til þess að menn mættu kátir til Albaníu. „Það var svona leikur sem við komum okkur í gegnum bara. Þetta var kannski ekki okkar besti leikur en við gerðum það sem þurfti. Við skoruðum þrjú mörk og fengum ekkert á okkur og við erum tilbúnir í þennan leik á morgun,“ sagði Arnór en hvað með albanska liðið sem bíður í kvöld? „Við þekkjum andstæðinginn aðeins betur í þessum leik. Á móti Moldóvu þurftum við að fá tíma til að finna fyrir þeim og kynnast þeim aðeins. Við þurfum að sjá hvernig þeir væru því við höfðum ekki mætt þeim áður. Þetta verður aðeins öðruvísi á morgun því við þekkjum Albanina aðeins og vitum við hverju er að búast. Ef við gerum okkar þá eigum við að klára þennan leik,“ sagði Arnór. Hann var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn í keppnisleik síðan í heimaleiknum á móti Sviss í Þjóðadeildinni. „Ég þurfti að bíða aðeins en ég fékk 90 mínútur og var mjög ánægður með það. Við unnum líka þann leik sem er mjög ánægjulegt,“ sagði Arnór Ingvi. Arnór hefur einnig verið að gera góða hluti með Malmö liðinu í sænsku deildinni. „Mér líður mjög vel í Svíþjóð og mér finnst ég vera á góðum stað. Það hefur gengið mjög vel með mér hjá Malmö þetta tímabilið og ég er að spila mjög vel. Ég er fullur sjálfstraust og kem inn í þetta verkefni með fullt sjálfstraust og ætlaði mér að spila,“ sagði Arnór. En hvað með möguleikana á að vinna sænska titilinn? „Það eru sjö stig frá fyrsta sæti upp í sjöunda sæti þannig að þetta er rosalega jafnt. Það eru erfiðir leikir eftir og nú bætist Evrópudeildina ofan á það þar sem að við erum komnir inn í riðlakeppnina þar. Það er erfitt haust fram undan en þetta er eitthvað sem við í Malmö ætlum okkur að klára. Við ætlum okkur að vinna þessa deild og það er ekkert leyndarmál,“ sagði Arnór. Arnór vill ekki segja að það sé pressa á sér að fylla í skarð Jóhanns Berg Guðmundssonar sem getur ekki tekið þátt í þessum leikjum vegna meiðsla. „Ég myndi ekki segja pressa. Jóhann Berg er einn af okkar bestu leikmönnum í gegnum tíðina. Ég kem inn og ætla bara að gera mitt besta, sýna mig og sanna. Það gekk vel hjá mér og við unnum þennan leik,“ sagði Arnór.Klippa: Arnór Ingvi: Erfitt haust fram undan
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Sjá meira