Lögregluþjónar fyrir norðan styðja úttekt hjá ríkislögreglustjóra Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2019 19:27 Í yfirlýsingunni segir að stjórn Lögreglufélags Eyjafjarðar hafi sent frá sér ályktanir á síðustu tveimur árum þar sem lýst er þungum áhyggjum af mönnunarmálum sérsveitar ríkislögreglustjóra á Norðurlandi. Þar hafi því miður engin breyting orðið á. Vísir/Vilhelm Stjórnir Lögreglufélags Eyjafjarðar (LFE) og Lögreglufélags Þingeyinga (LÞ) lýsa yfir stuðningi við stjórn Landssambands lögreglumanna (LL) varðandi alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra. Þá fagna stjórnirnar frumkvæði dómsmálaráðuneytisins og þrýstingi lögreglustjóra landsins á að úttektin fari fram. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá stjórnum félaganna.Sjá einnig: Lögregluþjónar fagna úttekt hjá ríkislögreglustjóra„Samkvæmt lögum eru meginhlutverk RLS m.a. að sinna samræmingarhlutverki fyrir lögregluna og að veita margvíslega þjónustu við lögregluembættin, t.d. útvegun bíla og búnaðar. Ljóst er að margt hefur verið athugavert við stjórnsýslu RLS undanfarin misseri og þar má nefna yfirferð og endurnýjun verklagsreglna, fatamál, málefni fíkniefnahunda og stjórnenda þeirra sem og bílamálin sem mikið hafa verið til umfjöllunar,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir einnig að lögregluþjónar hafi margsinnis bent á þetta og er sérstaklega vísað í ályktun frá síðasta landsþingi LL þar sem skorað var á ráðuneytið að láta gera úttekt á því hvort ekki megi færa verkefni ríkislögreglustjóra til annarra lögregluembætta. Í yfirlýsingunni segir að stjórn Lögreglufélags Eyjafjarðar hafi sent frá sér ályktanir á síðustu tveimur árum þar sem lýst er þungum áhyggjum af mönnunarmálum sérsveitar ríkislögreglustjóra á Norðurlandi. Þar hafi því miður engin breyting orðið á. „Stjórnir LFE og LÞ telja óþarfa af hálfu yfirstjórnar RLS að drepa á dreif umræðu um vanda RLS með því að benda á að heildarúttekt þurfi að fara fram á lögreglunni í landinu. Við ítrekum að með stuðningsyfirlýsingu þessari er ekki verið að vega að hinum almenna starfsmanni RLS, heldur virðist okkur sem yfirstjórnun embættisins sé ekki sem skyldi. Við stöndum að baki Landssambandi lögreglumanna og þeim lögreglufélögum sem tjáð hafa sig um ofangreind málefni.“ Lögreglan Tengdar fréttir Greiddu 82 milljónir fyrir fjóra lögreglubíla á þremur árum Lögreglan á Norðurlandi vestra telur sig hafa verið ofrukkaða um hátt í tvö hundruð prósent af bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna leigu á lögreglubifreiðum. 10. september 2019 18:38 Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14 Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13 Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Stjórnir Lögreglufélags Eyjafjarðar (LFE) og Lögreglufélags Þingeyinga (LÞ) lýsa yfir stuðningi við stjórn Landssambands lögreglumanna (LL) varðandi alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra. Þá fagna stjórnirnar frumkvæði dómsmálaráðuneytisins og þrýstingi lögreglustjóra landsins á að úttektin fari fram. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá stjórnum félaganna.Sjá einnig: Lögregluþjónar fagna úttekt hjá ríkislögreglustjóra„Samkvæmt lögum eru meginhlutverk RLS m.a. að sinna samræmingarhlutverki fyrir lögregluna og að veita margvíslega þjónustu við lögregluembættin, t.d. útvegun bíla og búnaðar. Ljóst er að margt hefur verið athugavert við stjórnsýslu RLS undanfarin misseri og þar má nefna yfirferð og endurnýjun verklagsreglna, fatamál, málefni fíkniefnahunda og stjórnenda þeirra sem og bílamálin sem mikið hafa verið til umfjöllunar,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir einnig að lögregluþjónar hafi margsinnis bent á þetta og er sérstaklega vísað í ályktun frá síðasta landsþingi LL þar sem skorað var á ráðuneytið að láta gera úttekt á því hvort ekki megi færa verkefni ríkislögreglustjóra til annarra lögregluembætta. Í yfirlýsingunni segir að stjórn Lögreglufélags Eyjafjarðar hafi sent frá sér ályktanir á síðustu tveimur árum þar sem lýst er þungum áhyggjum af mönnunarmálum sérsveitar ríkislögreglustjóra á Norðurlandi. Þar hafi því miður engin breyting orðið á. „Stjórnir LFE og LÞ telja óþarfa af hálfu yfirstjórnar RLS að drepa á dreif umræðu um vanda RLS með því að benda á að heildarúttekt þurfi að fara fram á lögreglunni í landinu. Við ítrekum að með stuðningsyfirlýsingu þessari er ekki verið að vega að hinum almenna starfsmanni RLS, heldur virðist okkur sem yfirstjórnun embættisins sé ekki sem skyldi. Við stöndum að baki Landssambandi lögreglumanna og þeim lögreglufélögum sem tjáð hafa sig um ofangreind málefni.“
Lögreglan Tengdar fréttir Greiddu 82 milljónir fyrir fjóra lögreglubíla á þremur árum Lögreglan á Norðurlandi vestra telur sig hafa verið ofrukkaða um hátt í tvö hundruð prósent af bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna leigu á lögreglubifreiðum. 10. september 2019 18:38 Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14 Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13 Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Greiddu 82 milljónir fyrir fjóra lögreglubíla á þremur árum Lögreglan á Norðurlandi vestra telur sig hafa verið ofrukkaða um hátt í tvö hundruð prósent af bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna leigu á lögreglubifreiðum. 10. september 2019 18:38
Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14
Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13
Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15