Fótbolti

Gylfi skorað í öllum þremur leikjum sínum í Albaníu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi kann vel við sig í Albaníu.
Gylfi kann vel við sig í Albaníu. vísir/bára
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði annað marka Íslands í tapinu fyrir Albaníu, 4-2, í Elbasan í undankeppni EM 2020 í gær.

Þetta var þriðji leikur Gylfa með íslenska landsliðinu í Albaníu og hann hefur skorað í þeim öllum.

Gylfi skoraði sigurmark Íslands með skoti beint úr aukaspyrnu í 1-2 sigri á Albaníu í undankeppni HM 12. október 2012. Það var hans annað landsliðsmark.

Þann 24. mars 2017 vann Ísland Kósóvó, 1-2, í Albaníu í undankeppni HM. Gylfi kom Íslendingum í 0-2 með marki úr vítaspyrnu á 35. mínútu. Tíu mínútum áður hafði Björn Bergmann Sigurðarson komið Íslandi yfir þegar hann fylgdi eftir skoti Gylfa sem markvörður Kósóvó varði.

Gylfi skoraði svo í þriðju heimsókn íslenska landsliðsins til Albaníu í gær. Hann jafnaði í 1-1 í upphafi seinni hálfleiks.

Þetta var 21. landsliðsmark Gylfa. Þrjú þeirra, eða 14%, hafa komið í Albaníu. Honum hefur hins vegar ekki tekist að skora í tveimur leikjum gegn Albaníu á Laugardalsvelli.

Aðeins Eiður Smári Guðjohnsen (26) og Kolbeinn Sigþórsson (25) hafa skorað fleiri mörk fyrir íslenska landsliðið en Gylfi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×