Verðandi forseti framkvæmdastjórnar ESB sakaður um að taka upp málflutning öfgahægris Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2019 15:38 Von der Leyen er fyrrverandi varnarmálaráðherra Þýskalands. Hún tekur við embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar 1. nóvember. Vísir/EPA Ursula von der Leyen, verðandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sætir nú gagnrýni eftir að hún tilnefndi stjóra sem á að sjá um að „verja evrópska lífshætti okkar“. Tilnefningin er sögð sótt úr smiðju hægriöfgaafla sem ala á ótta við innflytjendur. Stjórinn á meðal annars að hafa innflytjenda- og öryggismál á sinni könnu. Von der Leyen tilnefndi Margaritis Schinas, grískan fyrrverandi Evrópuþingmann, til að gegna embættinu. Schinas er talsmaður framkvæmdastjórnarinnar og félagi í miðhægriflokknum Nýtt lýðræði, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í bréfi von der Leyen til Schinas brýndi hún fyrir honum að evrópskir lífshættir byggist á samstöðu, hugarró og öryggi. „Við verðum að taka á og lina lögmætan ótta og áhyggjur af áhrifum óreglulegs innflytjendastraums á hagkerfi okkar og samfélag,“ skrifaði von der Leyen. Mannréttindasamtökin Amnesty International saka framkvæmdastjórnina um að taka upp málflutning öfgahægrisins með því að tengja innflytjenda- og öryggismál. „Þetta sendir varhugarverð skilaboð,“ tísti Stefan Simanowitz, talsmaður samtakanna.Meet the EU's new Commissioner "for Protecting Our European Way of Life" whose role it will be oversee immigration policy.By using the framing of the far right ("immigrants threaten the European way of life") & by linking migration with security, this sends a worrying message. https://t.co/iDf01SJdmS— Stefan Simanowitz (@StefSimanowitz) September 10, 2019 Ýmsir Evrópuþingmenn taka í svipaðan streng. Sophie in ´t Veld, frjálslyndur Evrópuþingmaður frá Hollandi, lýsti stjórnendastöðunni sem „falsi“. „Sú tenging að Evrópubúar þurfi vernd fyrir annarri menningu er afkáraleg og það ætti að hafna þeirri sögu,“ sagði Veld í yfirlýsingu. Von der Leyen er fyrrverandi varnarmálaráðherra Þýskalands. Hún tekur við embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar af Jean-Claude Juncker 1. nóvember og verður fyrst kvenna til að gegna því. Tilnefndi hún í vikunni 27 manna framkvæmdaráð sitt. Evrópuþingið þarf að staðfesta tilnefningar hennar. Sjálf segir hún að lýsingin á stjórastöðunni hafi verið í stefnuyfirliti sem hún gaf út í júlí. Sagði hún að reisn allra manneskja væri á meðal mikilvægustu gilda Evrópu. Evrópskir lífshættir þýddu að staðinn væri vörður um gildi Evrópu. Evrópusambandið Tengdar fréttir Von der Leyen nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, var kjörin forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins. 16. júlí 2019 17:55 Stefnir í jöfn kynjahlutföll í framkvæmdastjórn ESB Samþykki Evrópurþingið tillögurnar mun hin nýja forystusveit slá met í sögu sambandsins yfir jafnan hlut kynjanna en á listanum eru þrettán konur og fjórtán karlar. 10. september 2019 16:47 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Ursula von der Leyen, verðandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sætir nú gagnrýni eftir að hún tilnefndi stjóra sem á að sjá um að „verja evrópska lífshætti okkar“. Tilnefningin er sögð sótt úr smiðju hægriöfgaafla sem ala á ótta við innflytjendur. Stjórinn á meðal annars að hafa innflytjenda- og öryggismál á sinni könnu. Von der Leyen tilnefndi Margaritis Schinas, grískan fyrrverandi Evrópuþingmann, til að gegna embættinu. Schinas er talsmaður framkvæmdastjórnarinnar og félagi í miðhægriflokknum Nýtt lýðræði, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í bréfi von der Leyen til Schinas brýndi hún fyrir honum að evrópskir lífshættir byggist á samstöðu, hugarró og öryggi. „Við verðum að taka á og lina lögmætan ótta og áhyggjur af áhrifum óreglulegs innflytjendastraums á hagkerfi okkar og samfélag,“ skrifaði von der Leyen. Mannréttindasamtökin Amnesty International saka framkvæmdastjórnina um að taka upp málflutning öfgahægrisins með því að tengja innflytjenda- og öryggismál. „Þetta sendir varhugarverð skilaboð,“ tísti Stefan Simanowitz, talsmaður samtakanna.Meet the EU's new Commissioner "for Protecting Our European Way of Life" whose role it will be oversee immigration policy.By using the framing of the far right ("immigrants threaten the European way of life") & by linking migration with security, this sends a worrying message. https://t.co/iDf01SJdmS— Stefan Simanowitz (@StefSimanowitz) September 10, 2019 Ýmsir Evrópuþingmenn taka í svipaðan streng. Sophie in ´t Veld, frjálslyndur Evrópuþingmaður frá Hollandi, lýsti stjórnendastöðunni sem „falsi“. „Sú tenging að Evrópubúar þurfi vernd fyrir annarri menningu er afkáraleg og það ætti að hafna þeirri sögu,“ sagði Veld í yfirlýsingu. Von der Leyen er fyrrverandi varnarmálaráðherra Þýskalands. Hún tekur við embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar af Jean-Claude Juncker 1. nóvember og verður fyrst kvenna til að gegna því. Tilnefndi hún í vikunni 27 manna framkvæmdaráð sitt. Evrópuþingið þarf að staðfesta tilnefningar hennar. Sjálf segir hún að lýsingin á stjórastöðunni hafi verið í stefnuyfirliti sem hún gaf út í júlí. Sagði hún að reisn allra manneskja væri á meðal mikilvægustu gilda Evrópu. Evrópskir lífshættir þýddu að staðinn væri vörður um gildi Evrópu.
Evrópusambandið Tengdar fréttir Von der Leyen nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, var kjörin forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins. 16. júlí 2019 17:55 Stefnir í jöfn kynjahlutföll í framkvæmdastjórn ESB Samþykki Evrópurþingið tillögurnar mun hin nýja forystusveit slá met í sögu sambandsins yfir jafnan hlut kynjanna en á listanum eru þrettán konur og fjórtán karlar. 10. september 2019 16:47 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Von der Leyen nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, var kjörin forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins. 16. júlí 2019 17:55
Stefnir í jöfn kynjahlutföll í framkvæmdastjórn ESB Samþykki Evrópurþingið tillögurnar mun hin nýja forystusveit slá met í sögu sambandsins yfir jafnan hlut kynjanna en á listanum eru þrettán konur og fjórtán karlar. 10. september 2019 16:47