

Þrjátíu eru látin og jafnvel þúsunda enn saknað á Bahamaeyjum eftir að fellibylurinn Dorian reið yfir. Hefur valdið flóðum í Bandaríkjunum í dag.
Við vinnum þetta allt í sameiningu, það skiptir okkur engu máli hvaða nafn er á skyrtunni ef svo mætti segja. Þegar kemur að þessu eru allir bara í sama liði og menn sem eru að vinna á svipuðu sviði eru bara að hjálpast að og styðja við hvorn annan, segir Dagbjartur Kr. Brynjarsson, viðbragðsaðili á vegum NetHope á Bahamaeyjum.
Sameinuðu þjóðirnar gáfu út í morgun að minnst sjötíu þúsund manns séu talin hafa misst heimili sitt á svæðinu í kjölfar fellibyljarins.
Yfirvöld á Bahama eyjum sæta nú aukinni gagnrýni fyrir hvernig tekist hefur verið á við eftirleik fellibylsins Dorian sem gekk yfir eyjaklasann í síðustu viku.