Fótbolti

Arda Turan í skilorðsbundið fangelsi fyrir að nefbrjóta þekktan söngvara

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arda Turan á blaðamannafundi á dögunum en Ísland mætir Tyrklandi í nóvember í undankeppni EM 2020.
Arda Turan á blaðamannafundi á dögunum en Ísland mætir Tyrklandi í nóvember í undankeppni EM 2020. vísir/getty
Arda Turan, miðjumaður Barcelona, hefur verið dæmdur í tveggja ára og átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ólæti í heimalandinu Tyrklandi á síðasta ári.

Turan, sem er nú á mála hjá Basaksehir í heimalandinu, mun því ekki fara í fangelsi nema hann gerist sekur um önnur brot á næstu fimm árunum.

Hinn 32 ára gamli Turan lenti í slagsmálum við söngvarann, Berkay Sahin, á skemmtistað í Istanbul á síðasta ári en söngvarinn nefbrotnaði í átökunum.







Síðar um nóttina endaði Turan á sjúkrahúsi í borginni þar sem hann tók upp byssu og miðaði að jörðinni. Það olli mikilli ringulreið.

Basaksehir sektaði Turan um 2,5 milljónir lína eða 350 þúsund pund fyrir atvikið en hann hefur spilað hundrað leiki fyrir þjóð sína og skorað sautján mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×