HR talinn betri en HÍ Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. september 2019 10:13 Háskólinn í Reykjavík er talinn meðal 350 bestu háskóla í heiminum á nýjum lista Times Higher Education (THE), sem birtur var í gær. Á listanum er HR í sæti 301-350 en skólinn var á bilinu 401-500 sæti í úttekt THE fyrir árið 2018. Háskóli Íslands, sem hefur undanfarin ár verið talinn meðal 201-300 bestu háskóla í heiminum, fellur hins vegar á nýja listanum niður í sæti 351-400. Er þetta því í fyrsta sinn sem Háskólinn í Reykjavík telst hærra skrifaður en Háskóli Íslands á lista Times Higher Education. Listinn byggir á mati á fimm þáttum; kennslu, rannsóknum, tilvitnunum, alþjóðasamstarfi og atvinnulífstengslum. Stökk Háskólans í Reykjavík á milli ára skýrist einna helst af fjölgun tilvitnanna, en nú er svo komið að HR skorar hæst á þeim kvarða ásamt sex öðrum háskólum. Fær 100 stig af 100 mögulegum.Samanburður á einkunnum Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands á nýjum lista Times Higher Education. Einkunnir HR eru vinstra megin og HÍ hægra megin.THE„Áhrifin eru metin út frá hlutfallslegum fjölda tilvitnana í vísindagreinar, það er, hversu oft aðrir vísindamenn vitna í niðurstöður fræðimanna háskólans í ritrýndum vísindagreinum,“ segir í útskýringu Háskólans í Reykjavík. Háskóli Íslands hefur einnig skorað hátt á tilvitnunarlistanum á undanförnum árum. Þannig skoraði HÍ 93,4 tilvitnunarstig á lista THE árið 2018, en fær hins vegar 75 á nýja listanum. Haft er eftir Ara Kristni Jónssyni, rektor HR, í tilkynningunni að hann sé að vonum ánægður með nýja lista THE. „Að HR sé meðal áhrifamestu rannsóknaháskóla heims miðað við stærð samkvæmt hinum þekkta lista Times Higher Education, er stórkostlegt. Það sýnir skýrt hversu frábærlega hefur tekist að byggja upp öflugar alþjóðlegar rannsóknir við háskólann á tiltölulega skömmum tíma,“ segir Ari. „Það sýnir líka að sú rannsóknavinna sem fer fram við HR er nýtt um allan heim sem undirstaða frekari rannsókna og þróunar. Starfsfólk HR á allan heiður af þessum stórkostlega árangri og full ástæða til að óska þeim hjartanlega til hamingju.“ Nánar má fræðast um nýjan lista Times Higher Education með því að smella hér. Hér má einnig nálgast einkunnir HR og HÍ. Skóla - og menntamál Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Sjá meira
Háskólinn í Reykjavík er talinn meðal 350 bestu háskóla í heiminum á nýjum lista Times Higher Education (THE), sem birtur var í gær. Á listanum er HR í sæti 301-350 en skólinn var á bilinu 401-500 sæti í úttekt THE fyrir árið 2018. Háskóli Íslands, sem hefur undanfarin ár verið talinn meðal 201-300 bestu háskóla í heiminum, fellur hins vegar á nýja listanum niður í sæti 351-400. Er þetta því í fyrsta sinn sem Háskólinn í Reykjavík telst hærra skrifaður en Háskóli Íslands á lista Times Higher Education. Listinn byggir á mati á fimm þáttum; kennslu, rannsóknum, tilvitnunum, alþjóðasamstarfi og atvinnulífstengslum. Stökk Háskólans í Reykjavík á milli ára skýrist einna helst af fjölgun tilvitnanna, en nú er svo komið að HR skorar hæst á þeim kvarða ásamt sex öðrum háskólum. Fær 100 stig af 100 mögulegum.Samanburður á einkunnum Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands á nýjum lista Times Higher Education. Einkunnir HR eru vinstra megin og HÍ hægra megin.THE„Áhrifin eru metin út frá hlutfallslegum fjölda tilvitnana í vísindagreinar, það er, hversu oft aðrir vísindamenn vitna í niðurstöður fræðimanna háskólans í ritrýndum vísindagreinum,“ segir í útskýringu Háskólans í Reykjavík. Háskóli Íslands hefur einnig skorað hátt á tilvitnunarlistanum á undanförnum árum. Þannig skoraði HÍ 93,4 tilvitnunarstig á lista THE árið 2018, en fær hins vegar 75 á nýja listanum. Haft er eftir Ara Kristni Jónssyni, rektor HR, í tilkynningunni að hann sé að vonum ánægður með nýja lista THE. „Að HR sé meðal áhrifamestu rannsóknaháskóla heims miðað við stærð samkvæmt hinum þekkta lista Times Higher Education, er stórkostlegt. Það sýnir skýrt hversu frábærlega hefur tekist að byggja upp öflugar alþjóðlegar rannsóknir við háskólann á tiltölulega skömmum tíma,“ segir Ari. „Það sýnir líka að sú rannsóknavinna sem fer fram við HR er nýtt um allan heim sem undirstaða frekari rannsókna og þróunar. Starfsfólk HR á allan heiður af þessum stórkostlega árangri og full ástæða til að óska þeim hjartanlega til hamingju.“ Nánar má fræðast um nýjan lista Times Higher Education með því að smella hér. Hér má einnig nálgast einkunnir HR og HÍ.
Skóla - og menntamál Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent