Norðurlöndin bjóða aðstoð við að snúa við skógareyðingu Amazon Heimir Már Pétursson skrifar 12. september 2019 20:00 Norðurlöndin ætla að bjóða fram aðstoð sína til að vinna gegn eyðingu regnskóganna á Amazonsvæðinu. Átta utanríkisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna segja að losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum hafi náð nýjum hæðum. Ráðherrarnir funduðu í Borgarnesi í dag. Tveggja daga fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna sem hófst í Reykjavík í gær lauk með fréttamannafundi á hótel Hamri í Borgarfirði um hádegi í dag Öryggis- og varnarmál skipa æ stærri sess í viðræðum ráðherra Norðurlandanna þegar þeir hittast og nú undanfarin ár einnig loftlagsmálin. Hvernig Norðurlöndin geta sameinað stefnu sína og aðgerðir í þeim málaflokki. Meðal þátttakenda á fundinum var Ann Linde sem tók formlega við utanríkisráðherraembættinu í Svíþjóð í gær. Hún segi ríkin átta hafa valið mismunandi leiðir í öryggis- og varnarmálum en ræði þessi mál og séu um margt samstíga, meðal annars í stefnumótun fyrir loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York síðar í mánuðinum. „Það er auðvitað þannig að þegar Rússland innlimaði Krímskagann og átti í deilum við Úkraínu ákvað ESB að setja á harðar refsiaðgerðir og Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin standa saman á bak við þær og munu halda því áfram,“ segir Lynde. En það er í umhverfismálum sem ríkin átta eru algerlega samstíga og gáfu ráðherrarnir frá sér sameiginlega yfirlýsingu að loknum fundi þeirra í Borgarnesi þar sem segir meðal annars að áhrifa loftslagsbreytinganna gæti nú þegar með síaukinni losun gróðurhúsalofttegunda. Ríkin muni þrýsta á metnaðarfullar aðgerðir þar sem öllum mögulegum ráðum verði beitt til að snúa þróuninni við. Til að ná árangri verði einnig að vernda náttúruna og ríkin bjóði fram aðstoð sína til að snúa við eyðingu regnskóganna í Amazon í samráði við ríkin á svæðinu. „Svo við getum komist hjá loftslagshamförunum og það er eitthvað sem danska ríkisstjórnin vinnur mjög ákveðið að. Við gleðjumst yfir þeim stuðningi sem málið fær á þessum fundi hér á Íslandi,“ segir Jeppe Kofod, nýskipaður utanríkisráðherra Danmerkur í minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins. Marika Linntam aðstoðar utanríkisráðherra Eistlands sem fer með málefni Evrópu segir samstarfið við Norðurlöndin mjög mikilvægt fyrir öll Eystrasaltsríkin. „Fyrir okkur er samstarfið við Norðurlönd mjög mikilvægt. Þetta eru lönd sem hafa sömu hagsmuni og sömu heimssýn,“ segir Linntam Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir mikilvægi öryggis- og varnarmála hafa aukist á þessum vettvangi á þeim tíma sem hann hafi gengt embættinu. Þá sé auðvelt fyrir ríkin að sameinast í loftlagsmálunum. „Í þessu felst styrkur. Það er líka oft litið til okkar annars staðar frá og það skiptir máli hvað við leggjum áherslu á og hvað við segjum. Það að við gefum yfirlýsingu um að við viljum áfram vera í fremstu röð í loftlagsmálum og leggjum áherslu á það á alþjóðavettvangi skiptir máli,“ segir Guðlaugur Þór. Brasilía Umhverfismál Utanríkismál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Norðurlöndin ætla að bjóða fram aðstoð sína til að vinna gegn eyðingu regnskóganna á Amazonsvæðinu. Átta utanríkisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna segja að losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum hafi náð nýjum hæðum. Ráðherrarnir funduðu í Borgarnesi í dag. Tveggja daga fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna sem hófst í Reykjavík í gær lauk með fréttamannafundi á hótel Hamri í Borgarfirði um hádegi í dag Öryggis- og varnarmál skipa æ stærri sess í viðræðum ráðherra Norðurlandanna þegar þeir hittast og nú undanfarin ár einnig loftlagsmálin. Hvernig Norðurlöndin geta sameinað stefnu sína og aðgerðir í þeim málaflokki. Meðal þátttakenda á fundinum var Ann Linde sem tók formlega við utanríkisráðherraembættinu í Svíþjóð í gær. Hún segi ríkin átta hafa valið mismunandi leiðir í öryggis- og varnarmálum en ræði þessi mál og séu um margt samstíga, meðal annars í stefnumótun fyrir loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York síðar í mánuðinum. „Það er auðvitað þannig að þegar Rússland innlimaði Krímskagann og átti í deilum við Úkraínu ákvað ESB að setja á harðar refsiaðgerðir og Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin standa saman á bak við þær og munu halda því áfram,“ segir Lynde. En það er í umhverfismálum sem ríkin átta eru algerlega samstíga og gáfu ráðherrarnir frá sér sameiginlega yfirlýsingu að loknum fundi þeirra í Borgarnesi þar sem segir meðal annars að áhrifa loftslagsbreytinganna gæti nú þegar með síaukinni losun gróðurhúsalofttegunda. Ríkin muni þrýsta á metnaðarfullar aðgerðir þar sem öllum mögulegum ráðum verði beitt til að snúa þróuninni við. Til að ná árangri verði einnig að vernda náttúruna og ríkin bjóði fram aðstoð sína til að snúa við eyðingu regnskóganna í Amazon í samráði við ríkin á svæðinu. „Svo við getum komist hjá loftslagshamförunum og það er eitthvað sem danska ríkisstjórnin vinnur mjög ákveðið að. Við gleðjumst yfir þeim stuðningi sem málið fær á þessum fundi hér á Íslandi,“ segir Jeppe Kofod, nýskipaður utanríkisráðherra Danmerkur í minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins. Marika Linntam aðstoðar utanríkisráðherra Eistlands sem fer með málefni Evrópu segir samstarfið við Norðurlöndin mjög mikilvægt fyrir öll Eystrasaltsríkin. „Fyrir okkur er samstarfið við Norðurlönd mjög mikilvægt. Þetta eru lönd sem hafa sömu hagsmuni og sömu heimssýn,“ segir Linntam Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir mikilvægi öryggis- og varnarmála hafa aukist á þessum vettvangi á þeim tíma sem hann hafi gengt embættinu. Þá sé auðvelt fyrir ríkin að sameinast í loftlagsmálunum. „Í þessu felst styrkur. Það er líka oft litið til okkar annars staðar frá og það skiptir máli hvað við leggjum áherslu á og hvað við segjum. Það að við gefum yfirlýsingu um að við viljum áfram vera í fremstu röð í loftlagsmálum og leggjum áherslu á það á alþjóðavettvangi skiptir máli,“ segir Guðlaugur Þór.
Brasilía Umhverfismál Utanríkismál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira