Handbolti

Endurkomusigur hjá Janusi og félögum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Janus Daði Smárason.
Janus Daði Smárason. vísir/getty
Meistaralið Álaborgar vann Árhús á útivelli í dönsku úrvalsdeildini í handbolta í kvöld.

Liðunum gekk mjög illa að skora í upphafi leiks og var staðan 2-2 þar til fyrri hálfleikur var nærri hálfnaður og Álaborg komst 3-2 yfir.

Eftir það hrökk sóknarleikurinn í gang, sérstaklega hjá heimamönnum og voru þeir 14-8 yfir í hálfleik.

Árhús var með yfirhöndina í seinni hálfleik og var það ekki fyrr en á 50. mínútu að Álaborg jafnaði í 24-24 með marki Kristian Saeverås.

Álaborg komst yfir og var með yfirhöndina á lokamínútunum og vann að lokum 31-28 sigur.

Janus Daði Smárason skoraði þrjú mörk fyrir Álaborg og lagði upp fjögur fyrir liðsfélaga sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×