Fæstir af fyrrnefndu stöðunum hafa lifað lengi og verður fróðlegt að sjá hvort breyting verði á í tilfelli nýja barsins.
Í Íslandi í dag á Stöð 2 var fylgst með framkvæmdum á barnum frá A til Ö. Fimm vikum fyrir opnun var allt á hvolfi en það náðist í tæka tíð að opna barinn í gærkvöldi.
Gummi Ben var á sínum tíma efnilegasti knattspyrnumaður landsins en meiðsli urðu meðal annars til þess að ekki varð mikið úr atvinnudraumnum. Hann varð hins vegar Íslandsmeistari bæði með KR og Val en hefur í seinni tíð vakið heimsathygli fyrir lýsingar sínar á knattspyrnuleikjum.
Sjálfur segir Gummi gott að geta nú fylgst betur með blautu vinum sínum á barnum.
Atli Viðar plötusnúður vakti athygli á því á Twitter hve margir barir hafa verið reknir í húsnæðinu. Þeir eru fjölmargir eins og sjá má að neðan.
Gummi Ben er starfsmaður Sýnar sem á Vísi.
Áður Gaukur, áður Tunglið, áður Þýski Barinn, áður Volta, áður Harlem, áður Húrra, núna Gummi Ben. pic.twitter.com/ZJ7yFBaJFU
— Atli Viðar (@atli_vidar) September 11, 2019