Innlent

Þingmaður segir viðbrögð ríkislögreglustjóra óásættanleg

Jakob Bjarnar skrifar
Björn Leví gefur lítið fyrir svör Haraldar Johannessen og segir hann vilja skjóta sendiboðann.
Björn Leví gefur lítið fyrir svör Haraldar Johannessen og segir hann vilja skjóta sendiboðann.
Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata gefur lítið fyrir yfirlýsingu Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra. Þingmaðurinn segir þar öllu á haus snúið.

Björn vitnar til skriflegs svars sem kom frá embættinu vegna yfirlýsinga lögreglufélaga um mál er varða einkennisfatnað, bílamiðstöð ríkislögreglustjóra og fleira. Í svari lögreglustjóra er fyrirhugaðri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar fagna en jafnframt átalið að lögreglufélög hafi sent frá sér ályktanir vegna meints ófremdarástands. Þér séu ekki til þess fallnar að skapa frið um störf lögreglunnar og yfirlýsingar til að ala á ótta um að ágreiningur geti bitnað á endanum á öryggi almennings eru ámælisverðar.

Björn Leví segir þessi viðbrögð vart boðleg. „Nei, athafnirnar sem gefa tilefni til þessara ályktana er það sem bitnar á öryggi og trausti,“ segir þingmaðurinn á Facebooksíðu sinni.

Þetta er enn eitt dæmi þar sem ábyrgð er snúið á haus og litið sem svo á að þeir sem segi frá óábyrgri hegðun séu vandamálið. Enn og aftur verið að skjóta sendiboðana.

Björn segir slík viðbrögð óásættanleg og auka ábyrgð þeirra sem svo bregðast við: „Rétt viðbrögð væru að taka undir áhyggjur sendiboða og sjá til þess að hið rétta komi fram. Hvort sem áhyggjurnar eru réttar eða rangar. Ekki byrja á að skjóta.“


Tengdar fréttir

Segir yfirlýsingar lögreglufélaga ámælisverðar

Ríkislögreglustjóri segir að ályktanir lögreglufélaga ekki til þess fallnar að skapa frið um störf lögreglunnar og yfirlýsingar til að ala á ótta um að ágreiningur geti bitnað á endanum á öryggi almennings eru ámælisverðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×