Í útskýringu Íslandspósts segir að sú breyting sé tekin að frumkvæði Reykjavíkurborgar, ekki síst í ljósi þess að mikil uppbygging fer nú fram á þessu svæði. Þrátt fyrir upptöku nýja póstnúmersins er áréttað að mörk fyrir póstnúmer 105 og 107 haldast óbreytt. Breytingarnar, sem eru útlistaðar betur hér að neðan, taka gildi um næstu mánaðamót.
Haft er eftir Herði Jónssyni, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Póstsins, í útskýringu Íslandspóst að talið hafi verið mikilvægt að bregðast við fyrrnefndri beiðni borgarinnar. „Einhverrar óánægju hefur gætt meðal íbúa á þessu svæði vegna breytingarinnar en ég vil taka það fram að breytingar á póstnúmerum hafa almennt ekki áhrif á viðskiptavini þegar kemur að dreifingu pakka og bréfa,“ áréttar Hörður.
Óttast áhrif á íbúðaverð
Ætla má að hann vísi m.a. til óánægju íbúa í Skerjafirði, sem hafa sett sig upp á móti upptöku póstnúmersins 102. Þeirra á meðal er borgarfulltrúinn Marta Guðjónsdóttir og íbúasamtök Skerjafjarðar, Prýðisfélagið Skjöldur. Þannig fullyrti félagið að yfirgnæfandi fjöldi Skerfirðinga vildi halda póstnúmeri 101.Var vísað til þess að mikið væri undir fyrir íbúa að halda í póstnúmer 101 upp á húsnæðisverð. Þá væri breytingin algjörlega ótímabær þar sem flugvöllurinn væri ekki á förum í fyrirsjáanlegri framtíð.
Sem fyrr segir verða jafnframt gerðar nokkrar breytingar á póstnúmerum á landsbyggðinni. Helsti tilgangur þeirra er sagður að „afmarka sveitarfélög með sérstökum póstnúmerum og einfalda þannig flokkun og dreifingu.“ Nánar má fræðast um landfræðileg mörk póstnúmera með því að smella hér, en að neðan má sjá breytingarnar sem eiga sér stað þann 1. október næstkomandi.
Var | Verður | Póstáritun | Svæði | Lýsing/svæði/Annað |
311 | 342 | Stykkishólmur | Eyja og Miklaholtshreppur | Verður þjónustað frá Stykkishólmi |
710 | 710 | Seyðisfjörður | Seyðisfjörður | Minniháttar lagfæring |
108 | 105 | Reykjavík | Reykjavík | Minniháttar lagfæring (Veðurstofa) |
108 | 105 | Reykjavík | Reykjavík | Minniháttar lagfæring |
105 | 103 | Reykjavík | Reykjavík | Minniháttar lagfæring |
105 | 108 | Reykjavík | Reykjavík | Minniháttar lagfæring |
110 | 113 | Reykjavík | Reykjavík | PNR 113 mun fylgja Suðurlandsvegi |
161 | 110 | Reykjavík | Reykjavík | Dreifbýli fyrir ofan Norðlingarholt (Bugðu) |
203 | 206 | Kópavogur | Kópavogur | Dreifbýli sem tilheyrir Kópavogi (Hellisheiði) |
466 | 465 | Bíldudalur | Bíldudalur | Minniháttar lagfæring |
101 | 102 | Reykjavík | Reykjavík | Vatnsmýri og sá hluti póstnúmers 101 sem er sunnan Hringbrautar breytist í póstnúmerið 102 |
801 | 801 | Selfoss | Selfoss | Árborg verði með 801 áfram |
801 | 803 | Selfoss | Selfoss | Flóahreppur |
801 | 804 | Selfoss | Selfoss | Skeiða og Gnúpverjahreppur |
801 | 805 | Selfoss | Selfoss | Grímsnes og Grafningshreppur |
801 | 806 | Selfoss | Selfoss | Bláskógabyggð |
601 | 601 | Akureyri | Akureyri | Akureyri fyrir ofan Naustahverfi |
601 | 604 | Akureyri | Akureyri | Hörgársveit |
601 | 605 | Akureyri | Akureyri | Eyjafjarðarsveit |
601 | 606 | Akureyri | Akureyri | Svalbarðshreppur |
601 | 607 | Akureyri | Akureyri | Þingeyjasveit (hluti) |