Borgin ætlar að stórefla samráð og samskipti Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 13. september 2019 22:30 Reykjavíkurborg ætlar að stórefla upplýsingamiðlun og samráð við íbúa og rekstraraðila þar sem framkvæmdir fara fram eftir harða gagnrýni undanfarið. Gert er ráð fyrir að fyrri hluta framkvæmda á Óðinsgötu verði lokið um næstu mánaðamót, það sama á við um Hverfisgötu. Fornleifar hafa fundist á þremur stöðum í ferlinu. Hagsmunaaðilar á Óðinsgötu og Hverfisgötu hafa gagnrýnt borgina í fréttum okkar fyrir samráðsleysi, of litlar upplýsingar og frestanir á framkvæmdum í götunum. Framkvæmalokum við Óðinsgötu hefur verið frestað í þrígang og í gær kom í ljós að aftur þarf að fresta framkvæmdum þar til næstu mánaðamóta. Íbúar við hluta Óðinsgötu fengu bréf frá borgaryfirvöldum í gær þar sem fram kom að framkvæmdum yrði að mestu lokið í lok september. “Í heildina þá er verkið náttúrlega að tefjast hjá okkur. Það er að tefjast um fjórar til sex vikur frá því sem upphaflega var lagt upp með. Það er fyrst og fremst vegna þess umfangs sem hefur komið í ljós hér undir yfirborðinu,“ sagði Ámundi V. Brynjólfsson, stjórnandi framkvæmda og viðhalds hjá Reykjavíkurborg, í samtali við fréttastofu.Hefði ekki mátt sjá þetta fyrir?„Að einhverju leyti kannski, vissulega, en heilt yfir þá vitum við ekki hvað er hér undir yfirborðinu þegar við rjúfum yfirborðið. Hér er hafa til dæmis líka komið í ljós fornminjar á að minnsta kosti þremur stöðum,“ sagði Ámundi jafnframt. Hann segir að borgin hafi ákveðið að stórefla upplýsingagjöf og samskipti við hagsmunaaðila vegna umkvartana þeirra undanfarið. „Það er nú bara þegar komin af stað umbótavinna í því skyni einmitt að bæta upplýsingagjöfina í kringum framkvæmdir og þá sérstaklega hér í miðborginni. Krafan er kannski orðin svolítið sú í samfélaginu núna að fólk vill upplýsingar fljótt og ört, og oft þurfum við að gefa þær nánast maður á mann.“ Ámundi býst við því að Óðinstorg verði að mestu tilbúið í desember. „Og stefnum að því ótrauð enn þá að hér í desember verði jólamarkaður á torginu.“ Hann segir enn fremur að búist sé við að framkvæmdum verði að mestu lokið á Hverfisgötu um næstu mánaðamót. Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Segir að borgaryfirvöld skorti auðmýkt, stjórnsýslan völundarhús og framkvæmdir illa útfærðar Hildur segir að eitt af stóru vandamálunum Miðborgarinnar séu kvaðir sem borgin setti á nýbyggingar þess efnis að nýbyggingar þyrftu að gera ráð fyrir verslunarrými á neðstu hæð. Hildur segir að kvaðirnar séu hrópandi ósamræmi við þróunina sem sé að eiga sér stað erlendis. 25. ágúst 2019 15:00 Skoða málsókn vegna Hverfisgötu Lögmaður undirbýr nú mögulega hópmálsókn rekstraraðila við Hverfisgötu á hendur Reykjavíkurborg vegna vanefnda og seinagangs en óvíst er um undirtektir. Hótel við götuna hefur þurft að gefa gestum sínum helmings afslátt vegna framkvæmda. 26. ágúst 2019 07:30 Segir Reykjavíkurborg þurfa að bæta upplýsingagjöf Reykjavíkurborg þarf að bæta verklag sitt hvað varðar upplýsingagjöf vegna framkvæmda, þetta segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi og formaður Skipulagsráðs. Sigurborg var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. 18. ágúst 2019 13:10 „Þetta er rugl og sorglegt“ segir rekstraraðili á Óðinsgötu um framgöngu borgarinnar Rekstraraðilar á Hverfisgötu og Óðinsgötu gagnrýna borgina harðlega fyrir samskiptaleysi og tafir á framkvæmdum á götunum. Óskað hefur verið eftir því að Samtök aðila í ferðaþjónustu beiti sér í málinu. 10. september 2019 18:45 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Reykjavíkurborg ætlar að stórefla upplýsingamiðlun og samráð við íbúa og rekstraraðila þar sem framkvæmdir fara fram eftir harða gagnrýni undanfarið. Gert er ráð fyrir að fyrri hluta framkvæmda á Óðinsgötu verði lokið um næstu mánaðamót, það sama á við um Hverfisgötu. Fornleifar hafa fundist á þremur stöðum í ferlinu. Hagsmunaaðilar á Óðinsgötu og Hverfisgötu hafa gagnrýnt borgina í fréttum okkar fyrir samráðsleysi, of litlar upplýsingar og frestanir á framkvæmdum í götunum. Framkvæmalokum við Óðinsgötu hefur verið frestað í þrígang og í gær kom í ljós að aftur þarf að fresta framkvæmdum þar til næstu mánaðamóta. Íbúar við hluta Óðinsgötu fengu bréf frá borgaryfirvöldum í gær þar sem fram kom að framkvæmdum yrði að mestu lokið í lok september. “Í heildina þá er verkið náttúrlega að tefjast hjá okkur. Það er að tefjast um fjórar til sex vikur frá því sem upphaflega var lagt upp með. Það er fyrst og fremst vegna þess umfangs sem hefur komið í ljós hér undir yfirborðinu,“ sagði Ámundi V. Brynjólfsson, stjórnandi framkvæmda og viðhalds hjá Reykjavíkurborg, í samtali við fréttastofu.Hefði ekki mátt sjá þetta fyrir?„Að einhverju leyti kannski, vissulega, en heilt yfir þá vitum við ekki hvað er hér undir yfirborðinu þegar við rjúfum yfirborðið. Hér er hafa til dæmis líka komið í ljós fornminjar á að minnsta kosti þremur stöðum,“ sagði Ámundi jafnframt. Hann segir að borgin hafi ákveðið að stórefla upplýsingagjöf og samskipti við hagsmunaaðila vegna umkvartana þeirra undanfarið. „Það er nú bara þegar komin af stað umbótavinna í því skyni einmitt að bæta upplýsingagjöfina í kringum framkvæmdir og þá sérstaklega hér í miðborginni. Krafan er kannski orðin svolítið sú í samfélaginu núna að fólk vill upplýsingar fljótt og ört, og oft þurfum við að gefa þær nánast maður á mann.“ Ámundi býst við því að Óðinstorg verði að mestu tilbúið í desember. „Og stefnum að því ótrauð enn þá að hér í desember verði jólamarkaður á torginu.“ Hann segir enn fremur að búist sé við að framkvæmdum verði að mestu lokið á Hverfisgötu um næstu mánaðamót.
Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Segir að borgaryfirvöld skorti auðmýkt, stjórnsýslan völundarhús og framkvæmdir illa útfærðar Hildur segir að eitt af stóru vandamálunum Miðborgarinnar séu kvaðir sem borgin setti á nýbyggingar þess efnis að nýbyggingar þyrftu að gera ráð fyrir verslunarrými á neðstu hæð. Hildur segir að kvaðirnar séu hrópandi ósamræmi við þróunina sem sé að eiga sér stað erlendis. 25. ágúst 2019 15:00 Skoða málsókn vegna Hverfisgötu Lögmaður undirbýr nú mögulega hópmálsókn rekstraraðila við Hverfisgötu á hendur Reykjavíkurborg vegna vanefnda og seinagangs en óvíst er um undirtektir. Hótel við götuna hefur þurft að gefa gestum sínum helmings afslátt vegna framkvæmda. 26. ágúst 2019 07:30 Segir Reykjavíkurborg þurfa að bæta upplýsingagjöf Reykjavíkurborg þarf að bæta verklag sitt hvað varðar upplýsingagjöf vegna framkvæmda, þetta segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi og formaður Skipulagsráðs. Sigurborg var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. 18. ágúst 2019 13:10 „Þetta er rugl og sorglegt“ segir rekstraraðili á Óðinsgötu um framgöngu borgarinnar Rekstraraðilar á Hverfisgötu og Óðinsgötu gagnrýna borgina harðlega fyrir samskiptaleysi og tafir á framkvæmdum á götunum. Óskað hefur verið eftir því að Samtök aðila í ferðaþjónustu beiti sér í málinu. 10. september 2019 18:45 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Segir að borgaryfirvöld skorti auðmýkt, stjórnsýslan völundarhús og framkvæmdir illa útfærðar Hildur segir að eitt af stóru vandamálunum Miðborgarinnar séu kvaðir sem borgin setti á nýbyggingar þess efnis að nýbyggingar þyrftu að gera ráð fyrir verslunarrými á neðstu hæð. Hildur segir að kvaðirnar séu hrópandi ósamræmi við þróunina sem sé að eiga sér stað erlendis. 25. ágúst 2019 15:00
Skoða málsókn vegna Hverfisgötu Lögmaður undirbýr nú mögulega hópmálsókn rekstraraðila við Hverfisgötu á hendur Reykjavíkurborg vegna vanefnda og seinagangs en óvíst er um undirtektir. Hótel við götuna hefur þurft að gefa gestum sínum helmings afslátt vegna framkvæmda. 26. ágúst 2019 07:30
Segir Reykjavíkurborg þurfa að bæta upplýsingagjöf Reykjavíkurborg þarf að bæta verklag sitt hvað varðar upplýsingagjöf vegna framkvæmda, þetta segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi og formaður Skipulagsráðs. Sigurborg var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. 18. ágúst 2019 13:10
„Þetta er rugl og sorglegt“ segir rekstraraðili á Óðinsgötu um framgöngu borgarinnar Rekstraraðilar á Hverfisgötu og Óðinsgötu gagnrýna borgina harðlega fyrir samskiptaleysi og tafir á framkvæmdum á götunum. Óskað hefur verið eftir því að Samtök aðila í ferðaþjónustu beiti sér í málinu. 10. september 2019 18:45