„Yrði áfall fyrir FH að vinna ekki“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. september 2019 08:00 Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Pepsi Max-markanna og þriðji markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi, telur að sínir gömlu félagar í FH séu sigurstranglegri í bikarúrslitaleiknum gegn Víkingi í dag. FH-ingar hafa ekki unnið stóran titil frá 2016 þegar þeir urðu Íslandsmeistarar. „Það hefur ekki komið titill í Krikann í tæp þrjú ár sem þykir langur tími á þeim bænum. Þá langar svakalega mikið í bikarinn. Ég held að Víkinga langi alveg jafn mikið í hann þannig að þetta verður áhugavert,“ sagði Atli Viðar í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. „FH hefur verið á góðu róli undanfarnar vikur. Eftir að þeir fengu Morten Beck í framlínuna finnst mér allt annað yfirbragð á liðinu. Ég met það þannig að FH-ingar séu örlítið líklegri. Þeir hafa hefðina með sér og eru með fleiri leikmenn sem þekkja að spila svona leiki og vinna titla. Ég held að það hjálpi.“ Óttar Magnús þarf að axla ábyrgðÓlíklegt þykir að Kári Árnason leiki með Víkingum í dag en hann meiddist í leik Albaníu og Íslands á þriðjudaginn. Atli Viðar segir að fjarvera Kára hafi áhrif á lið Víkings en hann skorar á Óttar Magnús Karlsson að gera sig gildandi í úrslitaleiknum. „Það hefur heilmikla þýðingu og riðlar kerfinu og upplegginu. Það sem þarf að gerast er að aðrir leikmenn, eins og t.d. Óttar Magnús sem hefur verið svolítið í skjóli Kára, þarf að stíga upp og sýna alvöru frammistöðu og axla ábyrgð.“ En yrði það áfall fyrir FH að tapa bikarúrslitaleiknum? „Ég held að Davíð Þór [Viðarsson], fyrirliði FH, hafi sagt á dögunum að tímabil FH-inga verði dálítið dæmt af þessum leik, þannig að ég held að það yrði áfall fyrir þá að vinna ekki,“ svaraði Atli Viðar. Bikarúrslitaleikurinn hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst hálftíma fyrir leik. Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Björn Daníel: Kominn tími á bikarmeistaratitil í Krikann Miðjumaðurinn segir að FH-inga þyrsti í bikarmeistaratitilinn. 13. september 2019 13:45 Fjórir úr byrjunarliði FH í bikarúrslitunum 2010 verða væntanlega aftur í liðinu níu árum síðar Víkingur og FH mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli á morgun en flautað verður til leiks klukkan 17.00. 13. september 2019 12:30 Yfir þrjú þúsund miðar seldir í forsölu á bikarúrslitaleikinn Þrjú þúsund miðar hafa verið seldir í forsölu á bikarúrslitaleik FH og Víkinga í Mjólkurbikar karla sem fer fram á Laugardalsvellinum á morgun. 13. september 2019 14:00 Ekki hægt að reka Arnar frá Víkingi Arnar Gunnlaugsson skrifaði í dag undir nýjan samning við Víking sem er afar sérstakur. 13. september 2019 12:51 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Pepsi Max-markanna og þriðji markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi, telur að sínir gömlu félagar í FH séu sigurstranglegri í bikarúrslitaleiknum gegn Víkingi í dag. FH-ingar hafa ekki unnið stóran titil frá 2016 þegar þeir urðu Íslandsmeistarar. „Það hefur ekki komið titill í Krikann í tæp þrjú ár sem þykir langur tími á þeim bænum. Þá langar svakalega mikið í bikarinn. Ég held að Víkinga langi alveg jafn mikið í hann þannig að þetta verður áhugavert,“ sagði Atli Viðar í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. „FH hefur verið á góðu róli undanfarnar vikur. Eftir að þeir fengu Morten Beck í framlínuna finnst mér allt annað yfirbragð á liðinu. Ég met það þannig að FH-ingar séu örlítið líklegri. Þeir hafa hefðina með sér og eru með fleiri leikmenn sem þekkja að spila svona leiki og vinna titla. Ég held að það hjálpi.“ Óttar Magnús þarf að axla ábyrgðÓlíklegt þykir að Kári Árnason leiki með Víkingum í dag en hann meiddist í leik Albaníu og Íslands á þriðjudaginn. Atli Viðar segir að fjarvera Kára hafi áhrif á lið Víkings en hann skorar á Óttar Magnús Karlsson að gera sig gildandi í úrslitaleiknum. „Það hefur heilmikla þýðingu og riðlar kerfinu og upplegginu. Það sem þarf að gerast er að aðrir leikmenn, eins og t.d. Óttar Magnús sem hefur verið svolítið í skjóli Kára, þarf að stíga upp og sýna alvöru frammistöðu og axla ábyrgð.“ En yrði það áfall fyrir FH að tapa bikarúrslitaleiknum? „Ég held að Davíð Þór [Viðarsson], fyrirliði FH, hafi sagt á dögunum að tímabil FH-inga verði dálítið dæmt af þessum leik, þannig að ég held að það yrði áfall fyrir þá að vinna ekki,“ svaraði Atli Viðar. Bikarúrslitaleikurinn hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst hálftíma fyrir leik. Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Björn Daníel: Kominn tími á bikarmeistaratitil í Krikann Miðjumaðurinn segir að FH-inga þyrsti í bikarmeistaratitilinn. 13. september 2019 13:45 Fjórir úr byrjunarliði FH í bikarúrslitunum 2010 verða væntanlega aftur í liðinu níu árum síðar Víkingur og FH mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli á morgun en flautað verður til leiks klukkan 17.00. 13. september 2019 12:30 Yfir þrjú þúsund miðar seldir í forsölu á bikarúrslitaleikinn Þrjú þúsund miðar hafa verið seldir í forsölu á bikarúrslitaleik FH og Víkinga í Mjólkurbikar karla sem fer fram á Laugardalsvellinum á morgun. 13. september 2019 14:00 Ekki hægt að reka Arnar frá Víkingi Arnar Gunnlaugsson skrifaði í dag undir nýjan samning við Víking sem er afar sérstakur. 13. september 2019 12:51 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Björn Daníel: Kominn tími á bikarmeistaratitil í Krikann Miðjumaðurinn segir að FH-inga þyrsti í bikarmeistaratitilinn. 13. september 2019 13:45
Fjórir úr byrjunarliði FH í bikarúrslitunum 2010 verða væntanlega aftur í liðinu níu árum síðar Víkingur og FH mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli á morgun en flautað verður til leiks klukkan 17.00. 13. september 2019 12:30
Yfir þrjú þúsund miðar seldir í forsölu á bikarúrslitaleikinn Þrjú þúsund miðar hafa verið seldir í forsölu á bikarúrslitaleik FH og Víkinga í Mjólkurbikar karla sem fer fram á Laugardalsvellinum á morgun. 13. september 2019 14:00
Ekki hægt að reka Arnar frá Víkingi Arnar Gunnlaugsson skrifaði í dag undir nýjan samning við Víking sem er afar sérstakur. 13. september 2019 12:51