Að viðurkenna vandann er fyrsta skrefið Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 14. september 2019 10:00 Andrea Ýr. Andrea Ýr Arnarsdóttir, systir Einars Darra heitins, stundar meistaranám í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri með áherslu á geðheilbrigði og rannsóknir á misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja. „Ég var byrjuð í þessu námi áður en bróðir minn lést, ég hafði lesið um stöðu þessa málaflokks, til að mynda í rannsóknum, og vissi að þetta væri málefni sem þyrfti að takast á við. Ég og Einar Darri, bróðir minn, vorum mjög náin, og þrátt fyrir 10 ára aldursmun og að ég bjó erlendis seinustu árin hans þá breytti það ekki okkar sambandi. Þrátt fyrir það og þrátt fyrir að ég hefði lært fræðilega um misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja og annarra fíkniefna í mínu námi, þá hefði mér aldrei dottið í hug að bróðir minn væri að misnota slík lyf og hvað þá að hann myndi láta lífið vegna lyfjaeitrunar. Enginn býst þó við né er undirbúinn fyrir slíkt áfall en í okkar tilfelli kom þetta eins og þruma úr heiðskíru lofti,“ segir Andrea Ýr. Hún og aðrir sem standa að gerð fræðslu- og forvarnarverkefna á vegum Eins lífs vinna með þverfaglegu teymi sér til stuðnings frá menntamálaráðuneyti. „Við vinnum eftir viðmiðum Landlæknisembættis og byggjum á gagnreyndum aðferðum. Að mörgu leyti hefur okkar fræðsla svipaða nálgun og íslenska módelið svokallaða, sem hefur reynst árangursríkt.Vandmeðfarið Áhersla er lögð á að styrkja nærumhverfi ungmenna og byggir það á að efla til samstarfs fjölmargra hluteigandi aðila, til dæmis foreldra, starfsfólk skólanna, félagsmiðstöðva og fleiri aðila. Fræðslan er því samfélagsmiðuð og við einblínum á að efla og ýta undir verndandi þætti,“ segir Andrea Ýr og leggur áherslu á að fræðsla fyrir fullorðna sé allt annars eðlis en fræðsla fyrir ungmenni. „Enda virkilega vandmeðfarið og mikilvægt að styðjast við niðurstöður rannsókna,“ segir hún. Fræðslan fyrir ungmenni felist til að mynda í því að fræða um geðheilbrigði og efla gagnrýna hugsun. Í fræðslu til foreldra sé lögð áhersla á valdeflingu. „Með því að fræða um málaflokkinn, en með þekkingu kemur vald. Við fræðum einnig um þá verndandi þætti sem foreldrar geta haft áhrif á,“ segir hún og ítrekar að fræðsluna sem fari af stað á þessu skólaári eigi enn eftir að fastmóta í samstarfi teymisins. En unnið verði með ofangreind gildi og viðmið. Opin fyrir gagnrýni Hvað segið þið við gagnrýni á átakið og fræðsluna? „Hvað varðar gagnrýnina þá tökum við allri uppbyggilegri gagnrýni opnum örmum enda eigum við öll rétt á því að hafa okkar skoðanir. Við teljum þó að lágmarkið sé að slíkt sé byggt á rökstuddum grunni og viljum endilega benda á að samtöl við okkur persónulega til að afla upplýsinga um eðli og umfang okkar starfs eru vel þegin til að koma í veg fyrir að upplýsingar séu settar á netið sem eiga sér enga stoð,“ segir Andrea Ýr. Hún segist hafa dregið þann lærdóm að það hefði verið gagnlegt að hafa það í forgrunni frá upphafi hvaða viðmiðum og gildum sé unnið eftir. „Sem lúta gagnreyndum aðferðum við að sporna við misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum og öðrum fíkninefum,“ segir Andrea Ýr sem hlakkar til að kynna aðferðir teymisins á næstu vikum.“ Hulinn heimur „Við viljum fyrst og fremst vekja þjóðina til umhugsunar um þessi mál öll. Við teljum að fólk og foreldrar almennt geri sér enga grein fyrir hversu alvarlegt ástandið er hér á landi. Þetta er hulinn heimur og stórkostlega varasamur. Það hlýtur að vera auðveldara að reyna að forða börnum og ungmennum frá honum með öflugri upplýsinga- og fræðsluveitu en að búa til úrræði þegar það er of seint. Síðan er markmiðið að sjálfsögðu að safna fé svo við getum stutt Eitt líf svo þau geti haldið úti öflugu forvarnar- og fræðslustarfi í öllum grunnskólum, hringinn í kringum landið og ekki síst að fræða foreldra og styðja við þá,“ segir Elísabet Sveinsdóttir, ein þeirra sem bera veg og vanda af samtökunum Á allra vörum sem árlega taka að sér sér að safna fé fyrir ákveðið málefni. Haldið þið að forvarnarátak eins og þetta geti leitt af sér að ungmenni fari ekki í neyslu? „Við erum að minnsta kosti að gera okkar besta til að koma umræðunni af stað og útskýra á mannamáli hvaða afleiðingar svona misnotkun getur haft í för með sér. Fyrsta skrefið er alltaf að tala saman og efla samstöðu og samverustundir fjölskyldna.“ Hvernig styrkir fólk málefnið? „Það er hægt að styrkja málefnið með því að hringja í 900-númerin svokölluðu – en við erum með fimm númer í gangi: 9071502 // 9071504 // 9071506 // 9071508 // 9071510. Síðustu tveir stafirnir gefa til kynna hvaða uppæðir er um að ræða – það er, 2.000, 4.000, 6.000, 8.000 og 10.000 kr. Þá erum við einnig með opið fyrir frjáls framlög inn á reikninginn okkar hjá Íslandsbanka: 537-26-55555, kt. 510608-1350. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Kirkjuklukkur hringja inn „Vaknaðu. Þú átt bara eitt líf“ Tuttugu og þrjú dauðsföll sem tengjast ofneyslu lyfja fyrstu átta mánuði ársins eru í rannsókn hjá Embætti Landlæknis. Þau voru þrjátíu og níu á síðasta ári og af þeim voru ellefu ungmenni. Fjölskylda drengs sem lést vegna lyfjaeitrunar hefur síðan þá unnið að forvörnum í skólum undir yfirskriftinni Eitt líf. Átakið er nú stærsta forvarnarátak sem fram hefur farið hér á landi. 1. september 2019 18:30 Við sem þjóð verðum að vakna 2. september 2019 07:00 Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Andrea Ýr Arnarsdóttir, systir Einars Darra heitins, stundar meistaranám í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri með áherslu á geðheilbrigði og rannsóknir á misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja. „Ég var byrjuð í þessu námi áður en bróðir minn lést, ég hafði lesið um stöðu þessa málaflokks, til að mynda í rannsóknum, og vissi að þetta væri málefni sem þyrfti að takast á við. Ég og Einar Darri, bróðir minn, vorum mjög náin, og þrátt fyrir 10 ára aldursmun og að ég bjó erlendis seinustu árin hans þá breytti það ekki okkar sambandi. Þrátt fyrir það og þrátt fyrir að ég hefði lært fræðilega um misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja og annarra fíkniefna í mínu námi, þá hefði mér aldrei dottið í hug að bróðir minn væri að misnota slík lyf og hvað þá að hann myndi láta lífið vegna lyfjaeitrunar. Enginn býst þó við né er undirbúinn fyrir slíkt áfall en í okkar tilfelli kom þetta eins og þruma úr heiðskíru lofti,“ segir Andrea Ýr. Hún og aðrir sem standa að gerð fræðslu- og forvarnarverkefna á vegum Eins lífs vinna með þverfaglegu teymi sér til stuðnings frá menntamálaráðuneyti. „Við vinnum eftir viðmiðum Landlæknisembættis og byggjum á gagnreyndum aðferðum. Að mörgu leyti hefur okkar fræðsla svipaða nálgun og íslenska módelið svokallaða, sem hefur reynst árangursríkt.Vandmeðfarið Áhersla er lögð á að styrkja nærumhverfi ungmenna og byggir það á að efla til samstarfs fjölmargra hluteigandi aðila, til dæmis foreldra, starfsfólk skólanna, félagsmiðstöðva og fleiri aðila. Fræðslan er því samfélagsmiðuð og við einblínum á að efla og ýta undir verndandi þætti,“ segir Andrea Ýr og leggur áherslu á að fræðsla fyrir fullorðna sé allt annars eðlis en fræðsla fyrir ungmenni. „Enda virkilega vandmeðfarið og mikilvægt að styðjast við niðurstöður rannsókna,“ segir hún. Fræðslan fyrir ungmenni felist til að mynda í því að fræða um geðheilbrigði og efla gagnrýna hugsun. Í fræðslu til foreldra sé lögð áhersla á valdeflingu. „Með því að fræða um málaflokkinn, en með þekkingu kemur vald. Við fræðum einnig um þá verndandi þætti sem foreldrar geta haft áhrif á,“ segir hún og ítrekar að fræðsluna sem fari af stað á þessu skólaári eigi enn eftir að fastmóta í samstarfi teymisins. En unnið verði með ofangreind gildi og viðmið. Opin fyrir gagnrýni Hvað segið þið við gagnrýni á átakið og fræðsluna? „Hvað varðar gagnrýnina þá tökum við allri uppbyggilegri gagnrýni opnum örmum enda eigum við öll rétt á því að hafa okkar skoðanir. Við teljum þó að lágmarkið sé að slíkt sé byggt á rökstuddum grunni og viljum endilega benda á að samtöl við okkur persónulega til að afla upplýsinga um eðli og umfang okkar starfs eru vel þegin til að koma í veg fyrir að upplýsingar séu settar á netið sem eiga sér enga stoð,“ segir Andrea Ýr. Hún segist hafa dregið þann lærdóm að það hefði verið gagnlegt að hafa það í forgrunni frá upphafi hvaða viðmiðum og gildum sé unnið eftir. „Sem lúta gagnreyndum aðferðum við að sporna við misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum og öðrum fíkninefum,“ segir Andrea Ýr sem hlakkar til að kynna aðferðir teymisins á næstu vikum.“ Hulinn heimur „Við viljum fyrst og fremst vekja þjóðina til umhugsunar um þessi mál öll. Við teljum að fólk og foreldrar almennt geri sér enga grein fyrir hversu alvarlegt ástandið er hér á landi. Þetta er hulinn heimur og stórkostlega varasamur. Það hlýtur að vera auðveldara að reyna að forða börnum og ungmennum frá honum með öflugri upplýsinga- og fræðsluveitu en að búa til úrræði þegar það er of seint. Síðan er markmiðið að sjálfsögðu að safna fé svo við getum stutt Eitt líf svo þau geti haldið úti öflugu forvarnar- og fræðslustarfi í öllum grunnskólum, hringinn í kringum landið og ekki síst að fræða foreldra og styðja við þá,“ segir Elísabet Sveinsdóttir, ein þeirra sem bera veg og vanda af samtökunum Á allra vörum sem árlega taka að sér sér að safna fé fyrir ákveðið málefni. Haldið þið að forvarnarátak eins og þetta geti leitt af sér að ungmenni fari ekki í neyslu? „Við erum að minnsta kosti að gera okkar besta til að koma umræðunni af stað og útskýra á mannamáli hvaða afleiðingar svona misnotkun getur haft í för með sér. Fyrsta skrefið er alltaf að tala saman og efla samstöðu og samverustundir fjölskyldna.“ Hvernig styrkir fólk málefnið? „Það er hægt að styrkja málefnið með því að hringja í 900-númerin svokölluðu – en við erum með fimm númer í gangi: 9071502 // 9071504 // 9071506 // 9071508 // 9071510. Síðustu tveir stafirnir gefa til kynna hvaða uppæðir er um að ræða – það er, 2.000, 4.000, 6.000, 8.000 og 10.000 kr. Þá erum við einnig með opið fyrir frjáls framlög inn á reikninginn okkar hjá Íslandsbanka: 537-26-55555, kt. 510608-1350.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Kirkjuklukkur hringja inn „Vaknaðu. Þú átt bara eitt líf“ Tuttugu og þrjú dauðsföll sem tengjast ofneyslu lyfja fyrstu átta mánuði ársins eru í rannsókn hjá Embætti Landlæknis. Þau voru þrjátíu og níu á síðasta ári og af þeim voru ellefu ungmenni. Fjölskylda drengs sem lést vegna lyfjaeitrunar hefur síðan þá unnið að forvörnum í skólum undir yfirskriftinni Eitt líf. Átakið er nú stærsta forvarnarátak sem fram hefur farið hér á landi. 1. september 2019 18:30 Við sem þjóð verðum að vakna 2. september 2019 07:00 Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Kirkjuklukkur hringja inn „Vaknaðu. Þú átt bara eitt líf“ Tuttugu og þrjú dauðsföll sem tengjast ofneyslu lyfja fyrstu átta mánuði ársins eru í rannsókn hjá Embætti Landlæknis. Þau voru þrjátíu og níu á síðasta ári og af þeim voru ellefu ungmenni. Fjölskylda drengs sem lést vegna lyfjaeitrunar hefur síðan þá unnið að forvörnum í skólum undir yfirskriftinni Eitt líf. Átakið er nú stærsta forvarnarátak sem fram hefur farið hér á landi. 1. september 2019 18:30