Justin Gaethje kláraði kúrekann í 1. lotu Pétur Marinó Jónsson skrifar 15. september 2019 04:20 Justin Gaethje ósáttur með dómarann. Vísir/Getty UFC heimsótti Vancouver í Kanada í nótt þar sem þeir Justin Gaethje og Donald Cerrone mættust í aðalbardaga kvöldsins. Bardaginn fór fram í léttvigt en þetta var fjórði bardaginn á árinu hjá Donald ‘Cowboy’ Cerrone. Mikil eftirvænting ríkti fyrir aðalbardaganum enda tveir skemmtilegir bardagamenn að mætast. Gaethje hefur orðið skynsamari bardagamaður á síðustu árum. Gaethje náði nokkrum gagnhöggum gegn stungu Cerrone og þá helst með yfirhandar hægri. Gaethje kýldi Cerrone niður með yfirhandar hægri og fylgdi því eftir með nokkrum höggum sem felldu Cerrone. Dómarinn var hikandi að stöðva bardagann en Gaethje kláraði bardagann með nokkrum höggum í viðbót í gólfinu áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Gaethje blótaði dómaranum fyrir að vera of seinn að stöðva bardagann. Þetta var þriðji sigur Gaethje í röð og hefur hann klárað þá alla í 1. lotu. Aðspurður um sinn næsta bardaga hafði Gaethje engan áhuga á að mæta Conor McGregor og vildi bara mæta alvöru bardagamönnum eins og léttvigtarmeistaranum Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson. Þeir Cerrone og Gaethje skildu sáttir að leikslokum enda var ekkert nema vinsemd og virðing á milli þeirra fyrir og eftir bardagann. Tristan Connelly var einn af sigurvegurum kvöldsins en hann sigraði Michel Pereira eftir dómaraákvörðun. Connelly tók bardagann með fimm daga fyrirvara og það í flokki fyrir ofan sig. Stuðullinn á sigri hjá Connelly var hár en hann lét það ekki hafa mikil áhrif á sig. Pereira dansaði inn í búrið og tók alls konar heljarstökk fram og til baka í bardaganum til að skemmta áhorfendum. Allt þetta tók sinn toll á Pereira og var hann orðinn þreytulegur þegar 1. lota var rétt svo hálfnuð. Connelly varð betri eftir því sem á leið en Pereira hélt áfram að gefa eftir. Connelly sigraði eftir dómaraákvörðun við mikinn fögnuð áhorfenda. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Ávísun á fjör í Kanada í nótt UFC er með bardagakvöld í Vancouver í Kanada í nótt. Þeir Donald Cerrone og Justin Gaethje mætast í aðalbardaga kvöldsins en það þarf ekki annað en að nefna þessa menn á nafn til að gera bardagaaðdáendur spennta. 14. september 2019 09:00 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Sjá meira
UFC heimsótti Vancouver í Kanada í nótt þar sem þeir Justin Gaethje og Donald Cerrone mættust í aðalbardaga kvöldsins. Bardaginn fór fram í léttvigt en þetta var fjórði bardaginn á árinu hjá Donald ‘Cowboy’ Cerrone. Mikil eftirvænting ríkti fyrir aðalbardaganum enda tveir skemmtilegir bardagamenn að mætast. Gaethje hefur orðið skynsamari bardagamaður á síðustu árum. Gaethje náði nokkrum gagnhöggum gegn stungu Cerrone og þá helst með yfirhandar hægri. Gaethje kýldi Cerrone niður með yfirhandar hægri og fylgdi því eftir með nokkrum höggum sem felldu Cerrone. Dómarinn var hikandi að stöðva bardagann en Gaethje kláraði bardagann með nokkrum höggum í viðbót í gólfinu áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Gaethje blótaði dómaranum fyrir að vera of seinn að stöðva bardagann. Þetta var þriðji sigur Gaethje í röð og hefur hann klárað þá alla í 1. lotu. Aðspurður um sinn næsta bardaga hafði Gaethje engan áhuga á að mæta Conor McGregor og vildi bara mæta alvöru bardagamönnum eins og léttvigtarmeistaranum Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson. Þeir Cerrone og Gaethje skildu sáttir að leikslokum enda var ekkert nema vinsemd og virðing á milli þeirra fyrir og eftir bardagann. Tristan Connelly var einn af sigurvegurum kvöldsins en hann sigraði Michel Pereira eftir dómaraákvörðun. Connelly tók bardagann með fimm daga fyrirvara og það í flokki fyrir ofan sig. Stuðullinn á sigri hjá Connelly var hár en hann lét það ekki hafa mikil áhrif á sig. Pereira dansaði inn í búrið og tók alls konar heljarstökk fram og til baka í bardaganum til að skemmta áhorfendum. Allt þetta tók sinn toll á Pereira og var hann orðinn þreytulegur þegar 1. lota var rétt svo hálfnuð. Connelly varð betri eftir því sem á leið en Pereira hélt áfram að gefa eftir. Connelly sigraði eftir dómaraákvörðun við mikinn fögnuð áhorfenda. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Ávísun á fjör í Kanada í nótt UFC er með bardagakvöld í Vancouver í Kanada í nótt. Þeir Donald Cerrone og Justin Gaethje mætast í aðalbardaga kvöldsins en það þarf ekki annað en að nefna þessa menn á nafn til að gera bardagaaðdáendur spennta. 14. september 2019 09:00 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Sjá meira
Ávísun á fjör í Kanada í nótt UFC er með bardagakvöld í Vancouver í Kanada í nótt. Þeir Donald Cerrone og Justin Gaethje mætast í aðalbardaga kvöldsins en það þarf ekki annað en að nefna þessa menn á nafn til að gera bardagaaðdáendur spennta. 14. september 2019 09:00