Bíó og sjónvarp

Aron vann Emmy-verðlaun

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Hlaut hann verðlaunin ásamt teymi hjá fyrirtækinu Framestone fyrir atriði í heimildarmyndinni Free Solo.
Hlaut hann verðlaunin ásamt teymi hjá fyrirtækinu Framestone fyrir atriði í heimildarmyndinni Free Solo.
Aron Hjartarson vann Emmy-verðlaun á laugardagskvöld fyrir framúrskarandi skapandi árangur í gagnvirkri miðlun á óskrifuðu atriði.

Hlaut hann verðlaunin ásamt teymi hjá fyrirtækinu Framestone fyrir atriði í heimildarmyndinni Free Solo. Hún fjallar um klettaklifursmann sem klífur klettinn El Capitan í Yosemite-þjóðgarðinum í Kaliforníu.

Aron og félagar hjá Framestore notuðu 360 gráðu kvikmyndatækni við tökurnar. Hægt er að nota sýndarveruleikagleraugu við að horfa á klifrið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×