Erlent

Viðræður í skötulíki

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Johnson fundar með Juncker í dag.
Johnson fundar með Juncker í dag. Nordicphotos/AFP
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hélt því fram í viðtali við Mail on Sunday að góður gangur væri í samningaumleitunum við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands. Heimildarmenn dagblaðsins The Guardian innan ESB halda hins vegar öðru fram.

„Okkur hérna er mikið niðri fyrir. Á þessu stigi er ekki einu sinni hægt að kalla þetta samningaviðræður. Á föstudag var í fyrsta skipti rætt efnislega um nokkurn skapaðan hlut, eitthvað sem hefði átt að gerast fyrir löngu og þar er langt í lokaniðurstöðu,“ sagði heimildarmaður sem vildi ekki láta nafns síns getið.

Johnson fundar með Jean-­Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB í dag. Landamæri Írlands verða þar aðalumræðuefnið. Juncker hefur þegar sagt að tíminn sé orðinn naumur til ná samningi en að útganga án samnings yrði „klúður sem tæki mörg ár að laga“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×