Viðræður í Venesúela runnar út í sandinn Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2019 12:15 Juan Guaidó, forseti venesúelska þingsins. Vísir/EPA Stjórnarandstaðan í Venesúela segir að málamiðlunarviðræður sem Norðmenn áttu milligöngu um séu endanlega runnar út í sandinn, sex vikum eftir að ríkisstjórn Nicolasar Maduro forseta sagði sig frá þeim. Norsk stjórnvöld segjast engu að síður enn reiðubúin til aðstoðar. Viðræðurnar hófust á Barbados í kjölfar misheppnaðrar uppreisnar hersins sem Juan Guaidó, forseti þingsins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar, fór fyrir í apríl. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar sögðu sig frá viðræðunum í ágúst til að mótmæla hertum refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar. „Einræðisstjórn Nicolasar Maduro yfirgaf samningaviðræðurnar með fölskum afsökunum. Eftir meira en fjörutíu daga þar sem þeir hafa neitað að taka upp þráðinn staðfestum við að Barbados-leiðin er á enda runnin,“ sagði í yfirlýsingu frá skrifstofu Guaidó í gær.Reuters-fréttastofan hefur eftir Degi Nylander, forstöðumanni friðar- og sáttatilrauna hjá norska utanríkisráðuneytinu, að norsk stjórnvöld séu enn tilbúin að miðla málum í Venesúela telji fylkingarnar það nytsamlegt. Maduro er sakaður um meiriháttar mannréttindabrot en undir stjórn hans hefur Venesúela ratað í efnahagslegar ógöngur. Áætlað er að um milljón íbúa Venesúela hafi flúið vegna ástandsins þar. Noregur Venesúela Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Sjá meira
Stjórnarandstaðan í Venesúela segir að málamiðlunarviðræður sem Norðmenn áttu milligöngu um séu endanlega runnar út í sandinn, sex vikum eftir að ríkisstjórn Nicolasar Maduro forseta sagði sig frá þeim. Norsk stjórnvöld segjast engu að síður enn reiðubúin til aðstoðar. Viðræðurnar hófust á Barbados í kjölfar misheppnaðrar uppreisnar hersins sem Juan Guaidó, forseti þingsins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar, fór fyrir í apríl. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar sögðu sig frá viðræðunum í ágúst til að mótmæla hertum refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar. „Einræðisstjórn Nicolasar Maduro yfirgaf samningaviðræðurnar með fölskum afsökunum. Eftir meira en fjörutíu daga þar sem þeir hafa neitað að taka upp þráðinn staðfestum við að Barbados-leiðin er á enda runnin,“ sagði í yfirlýsingu frá skrifstofu Guaidó í gær.Reuters-fréttastofan hefur eftir Degi Nylander, forstöðumanni friðar- og sáttatilrauna hjá norska utanríkisráðuneytinu, að norsk stjórnvöld séu enn tilbúin að miðla málum í Venesúela telji fylkingarnar það nytsamlegt. Maduro er sakaður um meiriháttar mannréttindabrot en undir stjórn hans hefur Venesúela ratað í efnahagslegar ógöngur. Áætlað er að um milljón íbúa Venesúela hafi flúið vegna ástandsins þar.
Noregur Venesúela Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Sjá meira