Fótbolti

Uppselt á leikinn gegn Frökkum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tólfan í stuði.
Tólfan í stuði. vísir/daníel
Uppselt er á leik Íslands og heimsmeistara Frakklands sem fer fram á Laugardalsvellinum föstudaginn 11. október klukkan 18:45.

Þetta er næstsíðasti heimaleikur Íslands í undankeppni EM 2020. Sá síðasti er gegn Andorra mánudaginn 14. október klukkan 18:45.

Miðasala á leikinn við Andorra hefst á miðvikudaginn klukkan 12:00 á tix.is.

Ísland er með tólf stig í 3. sæti H-riðils undankeppninnar, þremur stigum á eftir Tyrklandi og Frakklandi.

Ísland tapaði útileiknum gegn Frakklandi, 4-0, en vann útileikinn gegn Andorra, 0-2.

Síðustu tveir leikir Íslands í undankeppninni eru á útivelli. Fimmtudaginn 14. nóvember mæta Íslendingar Tyrkjum í Istanbúl og sunnudaginn 17. nóvember eigast Ísland og Moldóva við í Kisínev.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×