Erlent

Ekkert nýtt frá Johnson

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Johnson átti að vera hér við hlið Bettels en hætti við þátttöku.
Johnson átti að vera hér við hlið Bettels en hætti við þátttöku. AP/Olivier Matthys
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mætti til Lúxemborgar í dag þar sem hann hefur átt í viðræðum við Evrópusambandsleiðtoga um útgöngu Bretlands úr sambandinu.

Bretinn reynir nú að ná nýjum útgöngusamningi, en þrátt fyrir að þingið hafi samþykkt að skuldbinda hann til þess að biðja um að Brexit verði frestað hefur forsætisráðuneytið sagst ætla að halda í settan útgöngudag, 31. október, sama þótt það verði án samnings.

Stuttur tími er til stefnu og eru evrópskir leiðtogar sagðir efast um að Johnson ætli í raun að ná samningi.

„Það hafa ekki borist neinar raunverulegar tillögur. Ég get ekki samþykkt hugmyndirnar einar. Við þurfum skriflegar tillögur,“ sagði Xavier Bettel, forsætisráðherra Lúxemborgar, eftir fund með Johnson.






Tengdar fréttir

Viðræður í skötulíki

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hélt því fram í viðtali við Mail on Sunday að góður gangur væri í samningaumleitunum við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands. Heimildarmenn dagblaðsins The Guardian innan ESB halda hins vegar öðru fram.

Baulað á Johnson í Lúxemborg

Breski forsætisráðherrann hætti við sameiginlegan blaðamannafund með forsætisráðherra Lúxemborg vegna hóps mótmælenda sem gerði hróp að honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×