Leiða saman ólíka hópa á #metoo-ráðstefnu í Hörpu Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2019 11:24 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Getty Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur alþjóðlega ráðstefnu um Metoo-hreyfinguna í Hörpu í dag. Þar er ætlunin að leiða saman fólk frá ólíkum hliðum þessarar hreyfingar, jafnt heimsþekkta fyrirlesara sem og þá sem hafa unnið að grasrótarstarfinu. Ráðstefnan verður sett klukkan hálf þrjú í dag og stendur yfir næstu tvo daga en hún er liður í formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Nú í haust verða tvö ár liðin frá því að Metoo-bylgjan hófst þar sem konur um allan heim greindu frá kynferðislegu ofbeldi og kynbundinni og kynferðislegri áreitni. Halla Gunnarsdóttir, ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í réttindamálum, er einn af aðalskipuleggjendum ráðstefnunnar. „Okkur fannst við hæfi að Ísland sem hlýtur reglulega alþjóðlegar viðurkenningar á sviði jafnréttismála bjóði upp á svæði og rými fyrir erfiðari anga þeirrar umræðu. Við sáum að Metoo hreyfingin afhjúpaði mikið kynbundið misrétti og áreitni og ofbeldi hér á Íslandi og gerði það um öll Norðurlöndin. Okkur langaði að taka þann veruleika og setja það í alþjóðlegt samfélag. Og skoða þau þemu sem komu upp í tengslum við Metoo bæði hér og annars staðar,“ segir Halla.Yfir 800 manns boðað komu sína Sagt verður frá tillögum óbirtrar skýrslu UN WOMEN undir yfirskriftinni What will it take? Promoting Cultural Change to End Sexual Harassment. Í skýrslunni eru greindar þær breytingar sem taldar eru nauðsynlegar í kjölfar #metoo, bæði formlegar breytingar og samfélagslegar. Einnig verður fjallað um niðurstöður viðamikillar rannsóknar á umfangi kynferðislegrar áreitni, kynbundinnar áreitni eða ofbeldis auk eineltis á íslenskum vinnumarkaði sem unnin var að frumkvæði Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra. Þá mun Angela Davis, prófessor og rithöfundur, flytja lykilerindi um áhrif #metoo hreyfingarinnar.Halla Gunnarsdóttir er einn af skipuleggjendum ráðstefnunnar.Vísir/VilhelmYfir 800 manns hafa skráð sig til þátttöku á ráðstefnunni og er hún því með stærri ráðstefnum um #metoo sem haldin hefur verið. Um áttatíu fyrirlesarar taka þátt í ráðstefnunni úr röðum fræðafólks, aktívista, stjórnmálamanna og sérfræðinga.Heimsfrægir fyrirlesarar Angela Davis, prófessor og rithöfundur, mun flytja lykilerindi um áhrif hreyfingarinnar en Halla segir Angelu hafa öðlast heimsfrægð í kringum 1970. „Þegar hún sat í fangelsi sem pólitískur fangi og þá var mikil herferð til að koma henni þaðan út, sem grasrótarhópar út um allan heim tóku þátt í og minniháttarnöfn eins og Rolling Stones og John Lennon og Yoko Ono. Hún öðlaðist heimsfrægð í kringum það og hefur verið einn áhrifamesti fræðimaður og hugsuður heims á sviði samþættingar kynþáttar og stéttar. Hún verður hér í dag til að gefa okkur innsýn í hennar greiningu á Metoo,“ segir Halla en dagskráin verður afar fjölbreytt. „Síðan erum við með marga mjög þekkta fyrirlesara á borð við Roxane Gay, Liz Kelly, Marai Larasi og Cynthia Enloe og svo bara fjölmarga íslenska og norræna og alþjóðlega aktivísta og fólk sem hefur verið að skipuleggja grasrótarhreyfingar sem er kannski ekki jafn þekkt nöfn en ótrúlega merkileg vinna sem þetta fólk hefur unnið. Og við erum að hugsa það, að ef við leiðum allt þetta fólk saman frá ólíkum hliðum þessarar hreyfingar, hvort það gerist ekki eitthvað magnað.“Að neðan má sjá viðtal Channel 4 við Angelu Davis. Jafnréttismál MeToo Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur alþjóðlega ráðstefnu um Metoo-hreyfinguna í Hörpu í dag. Þar er ætlunin að leiða saman fólk frá ólíkum hliðum þessarar hreyfingar, jafnt heimsþekkta fyrirlesara sem og þá sem hafa unnið að grasrótarstarfinu. Ráðstefnan verður sett klukkan hálf þrjú í dag og stendur yfir næstu tvo daga en hún er liður í formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Nú í haust verða tvö ár liðin frá því að Metoo-bylgjan hófst þar sem konur um allan heim greindu frá kynferðislegu ofbeldi og kynbundinni og kynferðislegri áreitni. Halla Gunnarsdóttir, ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í réttindamálum, er einn af aðalskipuleggjendum ráðstefnunnar. „Okkur fannst við hæfi að Ísland sem hlýtur reglulega alþjóðlegar viðurkenningar á sviði jafnréttismála bjóði upp á svæði og rými fyrir erfiðari anga þeirrar umræðu. Við sáum að Metoo hreyfingin afhjúpaði mikið kynbundið misrétti og áreitni og ofbeldi hér á Íslandi og gerði það um öll Norðurlöndin. Okkur langaði að taka þann veruleika og setja það í alþjóðlegt samfélag. Og skoða þau þemu sem komu upp í tengslum við Metoo bæði hér og annars staðar,“ segir Halla.Yfir 800 manns boðað komu sína Sagt verður frá tillögum óbirtrar skýrslu UN WOMEN undir yfirskriftinni What will it take? Promoting Cultural Change to End Sexual Harassment. Í skýrslunni eru greindar þær breytingar sem taldar eru nauðsynlegar í kjölfar #metoo, bæði formlegar breytingar og samfélagslegar. Einnig verður fjallað um niðurstöður viðamikillar rannsóknar á umfangi kynferðislegrar áreitni, kynbundinnar áreitni eða ofbeldis auk eineltis á íslenskum vinnumarkaði sem unnin var að frumkvæði Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra. Þá mun Angela Davis, prófessor og rithöfundur, flytja lykilerindi um áhrif #metoo hreyfingarinnar.Halla Gunnarsdóttir er einn af skipuleggjendum ráðstefnunnar.Vísir/VilhelmYfir 800 manns hafa skráð sig til þátttöku á ráðstefnunni og er hún því með stærri ráðstefnum um #metoo sem haldin hefur verið. Um áttatíu fyrirlesarar taka þátt í ráðstefnunni úr röðum fræðafólks, aktívista, stjórnmálamanna og sérfræðinga.Heimsfrægir fyrirlesarar Angela Davis, prófessor og rithöfundur, mun flytja lykilerindi um áhrif hreyfingarinnar en Halla segir Angelu hafa öðlast heimsfrægð í kringum 1970. „Þegar hún sat í fangelsi sem pólitískur fangi og þá var mikil herferð til að koma henni þaðan út, sem grasrótarhópar út um allan heim tóku þátt í og minniháttarnöfn eins og Rolling Stones og John Lennon og Yoko Ono. Hún öðlaðist heimsfrægð í kringum það og hefur verið einn áhrifamesti fræðimaður og hugsuður heims á sviði samþættingar kynþáttar og stéttar. Hún verður hér í dag til að gefa okkur innsýn í hennar greiningu á Metoo,“ segir Halla en dagskráin verður afar fjölbreytt. „Síðan erum við með marga mjög þekkta fyrirlesara á borð við Roxane Gay, Liz Kelly, Marai Larasi og Cynthia Enloe og svo bara fjölmarga íslenska og norræna og alþjóðlega aktivísta og fólk sem hefur verið að skipuleggja grasrótarhreyfingar sem er kannski ekki jafn þekkt nöfn en ótrúlega merkileg vinna sem þetta fólk hefur unnið. Og við erum að hugsa það, að ef við leiðum allt þetta fólk saman frá ólíkum hliðum þessarar hreyfingar, hvort það gerist ekki eitthvað magnað.“Að neðan má sjá viðtal Channel 4 við Angelu Davis.
Jafnréttismál MeToo Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Sjá meira