Geðshræring á Alþingi vegna tvíbókunar þingmanna Heimir Már Pétursson skrifar 17. september 2019 20:15 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, átti í snörpum orðaskiptum við þingforseta í dag. Öll gjöld sem ríkið leggur á eins og eldsneytisgjald, áfengisgjald og önnur gjöld hækka um 2,5 prósent milli ára samkvæmt bandormsfrumvarpi fjármálaráðherra sem hann mælti fyrir á Alþingi í dag. Ýmis ný gjöld verða tekin upp í umhverfismálum. Nokkurrar geðshræringar gætti meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag áður en umræður um bandorminn, tekju- og gjaldafrumvörp ríkisstjórnarinnar, hófust þar sem samgönguráðherra hafði boðað þingmenn höfuðborgarsvæðisins á fund í ráðuneytinu um veggjöld á sama tíma. Til nokkurra orðahnippinga kom milli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur formanns Viðreisnar og Steingríms J. Sigfússonar forseta Alþingis vegna þessa. „Af hverju í ósköpunum getur ríkisstjórnin ekki skipulagt sig betur og meira í samvinnu og af virðingu við Alþingi Íslendinga?“ spurði Þorgerður Katrín í ræðustól og bætti við. „Það er verið að boða fund núna á eftir upp í ráðuneyti sem gengur út á að hækka skatta á suðvesturhornið. Er verið að reka okkur þingmenn suðvesturhornsins frá þinginu á meðan? Ég spyr af hverju?“ spurði Þorgerður Katrín rétt áður en hún yfirgaf ræðustólinn. Steingrímur tók þá til máls. „Forseti mælist nú til þess að skattamálin verði rædd þegar þau eru á dagskrá hér á eftir.“ „Forseti segir mér ekki hvað á að ræða,“ kallaði Þorgerður Katrín fram í utan úr þingsal. „Það fellur tæplega undir fundarstjórn forseta að fara út í efnislega umræðu um skatta.....“ „Ég vil fá það skriflegt,“ kallaði Þorgerður Katrín og við það fauk nokkuð í Steingrím sem byrsti róminn. „Forseti stendur ekki í orðaskiptum við þingmenn. Forseti segir það sem hann vill segja og Þingmenn hlusta,“ sagði Steingrímur og sló í bjölluna. Hann tilkynnti síðar að fundi samgönguráðherra með þingmönnum hefði verið frestað um óákveðinn tíma og umræður um bandorminn og önnur mál sem tengjast fjárlögum hófust síðan að loknum umræðum um störf þingsins.Öll gjöld ríkisins hækka um 2,5% Í framsögu sinni fór Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra yfir helstu breytingar á gjalda- og tekjuhlið fjárlaga sem og þær skattkerfisbreytingar sem ríkisstjórnin boðar. Ýmis gjöld hækkuðu ekki umfram 2,5 prósent í samræmi við yfirlýsingu stjórnvalda við gerð kjarasamninga á almennum markaði. En ýmis ný gjöld verða einnig lögð á eins og urðunargjald. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar sagðist ekki sjá að afnám krónu á móti krónu gagnvart öryrkjum væri fjármagnað í frumvarpinu. „Þá langar mig að kalla eftir svörum frá ráðherra hvort það standi ekki enn þá til að afnema krónu á móti krónu í tilviki öryrkja,“ sagði Ágúst Ólafur. Bjarni minnti á að sérstök framfærsluuppbót til öryrkja hafi verið leidd í lög fyrir tilstuðlan Jóhönnu Sigurðardóttur fyrrverandi formanns Samfylkingarinnar fyrir þá sem höfðu úr engu öðru að spila en berstrípuðum bótum almannatrygginga. Sá hluti bóta hafi verið skertur krónu á móti krónu vegna tekna. „Og þegar menn tala um að það eigi að afnema krónu á móti krónu skerðinguna verða menn auðvitað að spyrja; á að hætta með sérstöku framfærsluuppbótina eins og hún var hugsuð í upphafi eða ekki. Það er það sem hefur tafið endurskoðun þessa máls,“ sagði Bjarni en félagsmálaráðherra væri að vinna að því að ná samkomulagi um framtíðarskipan þessara mála við öryrkja. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Tengdar fréttir Snörp orðaskipti í þinginu vegna meints skipulagsleysis: „Forseti segir það sem hann vill segja og þingmenn hlusta“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tókust á um meint skipulagsleysi vegna þess að samgönguráðuneytið hafði boðað til fundar með þingmönnum höfuðborgarsvæðisins um endurbætur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma og þingfundur stóð yfir í dag. 17. september 2019 14:37 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Öll gjöld sem ríkið leggur á eins og eldsneytisgjald, áfengisgjald og önnur gjöld hækka um 2,5 prósent milli ára samkvæmt bandormsfrumvarpi fjármálaráðherra sem hann mælti fyrir á Alþingi í dag. Ýmis ný gjöld verða tekin upp í umhverfismálum. Nokkurrar geðshræringar gætti meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag áður en umræður um bandorminn, tekju- og gjaldafrumvörp ríkisstjórnarinnar, hófust þar sem samgönguráðherra hafði boðað þingmenn höfuðborgarsvæðisins á fund í ráðuneytinu um veggjöld á sama tíma. Til nokkurra orðahnippinga kom milli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur formanns Viðreisnar og Steingríms J. Sigfússonar forseta Alþingis vegna þessa. „Af hverju í ósköpunum getur ríkisstjórnin ekki skipulagt sig betur og meira í samvinnu og af virðingu við Alþingi Íslendinga?“ spurði Þorgerður Katrín í ræðustól og bætti við. „Það er verið að boða fund núna á eftir upp í ráðuneyti sem gengur út á að hækka skatta á suðvesturhornið. Er verið að reka okkur þingmenn suðvesturhornsins frá þinginu á meðan? Ég spyr af hverju?“ spurði Þorgerður Katrín rétt áður en hún yfirgaf ræðustólinn. Steingrímur tók þá til máls. „Forseti mælist nú til þess að skattamálin verði rædd þegar þau eru á dagskrá hér á eftir.“ „Forseti segir mér ekki hvað á að ræða,“ kallaði Þorgerður Katrín fram í utan úr þingsal. „Það fellur tæplega undir fundarstjórn forseta að fara út í efnislega umræðu um skatta.....“ „Ég vil fá það skriflegt,“ kallaði Þorgerður Katrín og við það fauk nokkuð í Steingrím sem byrsti róminn. „Forseti stendur ekki í orðaskiptum við þingmenn. Forseti segir það sem hann vill segja og Þingmenn hlusta,“ sagði Steingrímur og sló í bjölluna. Hann tilkynnti síðar að fundi samgönguráðherra með þingmönnum hefði verið frestað um óákveðinn tíma og umræður um bandorminn og önnur mál sem tengjast fjárlögum hófust síðan að loknum umræðum um störf þingsins.Öll gjöld ríkisins hækka um 2,5% Í framsögu sinni fór Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra yfir helstu breytingar á gjalda- og tekjuhlið fjárlaga sem og þær skattkerfisbreytingar sem ríkisstjórnin boðar. Ýmis gjöld hækkuðu ekki umfram 2,5 prósent í samræmi við yfirlýsingu stjórnvalda við gerð kjarasamninga á almennum markaði. En ýmis ný gjöld verða einnig lögð á eins og urðunargjald. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar sagðist ekki sjá að afnám krónu á móti krónu gagnvart öryrkjum væri fjármagnað í frumvarpinu. „Þá langar mig að kalla eftir svörum frá ráðherra hvort það standi ekki enn þá til að afnema krónu á móti krónu í tilviki öryrkja,“ sagði Ágúst Ólafur. Bjarni minnti á að sérstök framfærsluuppbót til öryrkja hafi verið leidd í lög fyrir tilstuðlan Jóhönnu Sigurðardóttur fyrrverandi formanns Samfylkingarinnar fyrir þá sem höfðu úr engu öðru að spila en berstrípuðum bótum almannatrygginga. Sá hluti bóta hafi verið skertur krónu á móti krónu vegna tekna. „Og þegar menn tala um að það eigi að afnema krónu á móti krónu skerðinguna verða menn auðvitað að spyrja; á að hætta með sérstöku framfærsluuppbótina eins og hún var hugsuð í upphafi eða ekki. Það er það sem hefur tafið endurskoðun þessa máls,“ sagði Bjarni en félagsmálaráðherra væri að vinna að því að ná samkomulagi um framtíðarskipan þessara mála við öryrkja.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Tengdar fréttir Snörp orðaskipti í þinginu vegna meints skipulagsleysis: „Forseti segir það sem hann vill segja og þingmenn hlusta“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tókust á um meint skipulagsleysi vegna þess að samgönguráðuneytið hafði boðað til fundar með þingmönnum höfuðborgarsvæðisins um endurbætur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma og þingfundur stóð yfir í dag. 17. september 2019 14:37 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Snörp orðaskipti í þinginu vegna meints skipulagsleysis: „Forseti segir það sem hann vill segja og þingmenn hlusta“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tókust á um meint skipulagsleysi vegna þess að samgönguráðuneytið hafði boðað til fundar með þingmönnum höfuðborgarsvæðisins um endurbætur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma og þingfundur stóð yfir í dag. 17. september 2019 14:37