Reykjavíkurdætur ósáttar við Önnu Svövu: „Ljótt og ömurlegt djók“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. september 2019 12:00 Reykjavíkurdætur ekki paránægðar með uppistand Önnu Svövu. Myndir / ERNIR / BERGLAUG PETRA GARÐARSDÓTTIR Þau Björn Bragi Arnarsson og Anna Svava fóru af stað með uppistandið Björn Bragi Djöfulsson á dögunum og hefur verið vel mætt á sýninguna. Ekki eru allir parsáttir með umfjöllunarefni sýningarinnar og meðal þeirra er rappsveitin Reykjavíkurdætur. Svo virðist sem gert sé grín á þeirra kostnað í sýningunni og fer þar Anna Svava fremst í flokki. Þær Steiney Skúladóttir og Þura Stína hafa báðar tjáð sig um málið á Twitter og segir til að mynda Steiney þar: „Anna Svava komin í eitthvað grínþrot, hitar upp fyrir Björn Braga og stelur einum góðum MC Gauta brandara 4 árum seinna. Það er verið að bóka okkur á festivöl um allan heim, spila okkur á útvarpsstöðvum eins og BBC og við vorum að vinna verðlaunin besta up and coming hip hop band í Evrópu. Það er pjúra bara Ísland sem vill ekki sjá okkur. Þetta er svo ljótt kynjamisrétti að ég á ekki orð.“Þura Stína opnar einnig á umræðuna með þessum orðum: „Að segja að það séu engir góðir kvenrapparar á Ísland í dag er svo ljótt og ömurlegt djók, við erum að spila út um allan heim fyrir mörgþúsund manns og vinna alþjóðleg tónlistarverðlaun og Ísland er ennþá bara: Þið sökkið. Allar. Fyrir utan Önnu Svövu að gera grín af öllum íslenskum stelpum sem rappa á Íslandi fyrir fullum sal að þá eru Rvkdtr búnar að fá eitt bókunar-request frá hátíðum á Íslandi síðasta árið.“Vísir setti sig í samband við Önnu Svövu sem vildi fá frest til að kynna sér málið áður en hún veitir viðbrögð. Tónlist Uppistand Tengdar fréttir Ósanngjarnt hvernig stúlkan var dregin inn í umræðu sem var að miklu leyti „algjör þvæla“ Björn Bragi viðurkennir að málið hafi verið honum afar þungbært. 5. september 2019 22:18 Emmsjé Gauti um Reykjavíkurdætur: „Þetta er eins og barnaafmæli þar sem öllum bekknum er boðið“ "Ég hef ekkert á móti góðu hópefli, en þetta er bara ekki góð tónlist.“ 2. febrúar 2015 16:39 Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Sjá meira
Þau Björn Bragi Arnarsson og Anna Svava fóru af stað með uppistandið Björn Bragi Djöfulsson á dögunum og hefur verið vel mætt á sýninguna. Ekki eru allir parsáttir með umfjöllunarefni sýningarinnar og meðal þeirra er rappsveitin Reykjavíkurdætur. Svo virðist sem gert sé grín á þeirra kostnað í sýningunni og fer þar Anna Svava fremst í flokki. Þær Steiney Skúladóttir og Þura Stína hafa báðar tjáð sig um málið á Twitter og segir til að mynda Steiney þar: „Anna Svava komin í eitthvað grínþrot, hitar upp fyrir Björn Braga og stelur einum góðum MC Gauta brandara 4 árum seinna. Það er verið að bóka okkur á festivöl um allan heim, spila okkur á útvarpsstöðvum eins og BBC og við vorum að vinna verðlaunin besta up and coming hip hop band í Evrópu. Það er pjúra bara Ísland sem vill ekki sjá okkur. Þetta er svo ljótt kynjamisrétti að ég á ekki orð.“Þura Stína opnar einnig á umræðuna með þessum orðum: „Að segja að það séu engir góðir kvenrapparar á Ísland í dag er svo ljótt og ömurlegt djók, við erum að spila út um allan heim fyrir mörgþúsund manns og vinna alþjóðleg tónlistarverðlaun og Ísland er ennþá bara: Þið sökkið. Allar. Fyrir utan Önnu Svövu að gera grín af öllum íslenskum stelpum sem rappa á Íslandi fyrir fullum sal að þá eru Rvkdtr búnar að fá eitt bókunar-request frá hátíðum á Íslandi síðasta árið.“Vísir setti sig í samband við Önnu Svövu sem vildi fá frest til að kynna sér málið áður en hún veitir viðbrögð.
Tónlist Uppistand Tengdar fréttir Ósanngjarnt hvernig stúlkan var dregin inn í umræðu sem var að miklu leyti „algjör þvæla“ Björn Bragi viðurkennir að málið hafi verið honum afar þungbært. 5. september 2019 22:18 Emmsjé Gauti um Reykjavíkurdætur: „Þetta er eins og barnaafmæli þar sem öllum bekknum er boðið“ "Ég hef ekkert á móti góðu hópefli, en þetta er bara ekki góð tónlist.“ 2. febrúar 2015 16:39 Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Sjá meira
Ósanngjarnt hvernig stúlkan var dregin inn í umræðu sem var að miklu leyti „algjör þvæla“ Björn Bragi viðurkennir að málið hafi verið honum afar þungbært. 5. september 2019 22:18
Emmsjé Gauti um Reykjavíkurdætur: „Þetta er eins og barnaafmæli þar sem öllum bekknum er boðið“ "Ég hef ekkert á móti góðu hópefli, en þetta er bara ekki góð tónlist.“ 2. febrúar 2015 16:39