Ástandið á flakinu gerir rannsakendum erfitt fyrir Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. september 2019 11:23 Frá vettvangi í dag. Vélin er í forgrunni myndarinnar og eins sést þá kviknaði í henni. Landhelgisgæslan Ekki liggur fyrir hvers vegna lítil eins hreyfils flugvél brotlenti á Skálafellsöxl, nærri Móskarðshnjúkum um miðjan dag í gær. Rannsókn á tildrögum slyssins gæti tekið langan tíma. Það þykir með ólíkindum að flugmaður lítillar flugvélar sem brotlenti á Skálfellsöxl í gær hafi ekki slasast alvarlega. Fyrstu upplýsingar um slysið komu í gegnum stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þegar neyðarsendir vélarinnar fór af stað og voru viðbragðsaðilar sendir á vettvang. TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, fann manninn tæpri klukkustund eftir að neyðarboðin bárust og kom hann gangandi á móts við áhöfn þyrlunnar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var maðurinn með einhverja áverka á andliti og fótum.Mikill viðbúnaður var vegna atviksins. Sjúkrabifreiðar voru meðal annars sendar á vettvang að Skálafelli.Vísir/VilhelmRannsókn á tildrögum slyssins hófst strax af hendi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Flugvélin er afar illa farin en eldur kom upp í henni. Ragnar Guðmundsson, rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, segir að vettvangsrannsókn hafi gengið vel en henni lauk á ellefta tímanum í gærkvöldi. „Við tókum flakið saman og það var flutt á sérútbúnum björgunarsveitarbíl í bæinn og í flugskýli Rannsóknarnefndarinnar að því loknu. Í framhaldi af því var vettvangsvinnu lokið,“ segir Ragnar. Ragnar segir að rætt hafi verið við flugmanninn í gær en frekari skýrslutaka er fyrirhuguð.Flugmaðurinn fannst á Skálafelli.Loftmyndir ehf.„Aðstæður voru svo sem ágætar. Það kom í ljós eftir að við vorum komnir á vettvang að það var hægt að komast að á breyttum bílum. Þannig að aðgengi var betra en okkur var tjáð í fyrstu. Vélin var samt illa brunnin.“Hafið þið upplýsingar um hvað kom fyrir? „Ekki sem ég get tjáð mig um að svo stöddu.“ Ragnar segir að rannsóknin á flaki vélarinnar gæti orðið erfið þar sem það sé illa brunnið. „Óneitanlega er minna hægt að lesa út úr vettvangsgögnum þegar að slíkt er, en það er kannski of snemmt að segja hvað við munum samt fá út úr flakinu.“ Flugslysið í gær er það áttunda á aðeins nokkrum mánuðum og segir Ragnar að rannsókn þeirra muni taka langan tíma. „Það var ekkert flugslys í fyrra, sem var mjög gott en vanalega erum við með nokkur flugslys á ári. Við eigum svo sem eftir að fara yfir tölfræðina. Ég tel samt að þetta sé svona í hærri kantinum. Það sem er kannski óvenjulegt er að þau hafa öll verið á skömmum tíma eða þremur mánuðum.Hvað tekur svona rannsókn langan tíma? „Það er erfitt að segja. Það er margt sem spilar inn í þar einfaldlega vegna þess að það hefur verið mikið af flugslysum og alvarlegum flugatvikum í ár og vitanlega mun það líka hafa áhrif.“ Bláskógabyggð Fréttir af flugi Mosfellsbær Samgönguslys Tengdar fréttir Rannsókn lokið á vettvangi flugslyssins Vettvangsrannsókn á flugslysi sem varð við Skálafellsöxl í dag lauk á ellefta tímanum. 17. september 2019 23:00 Fundu flugmanninn gangandi við topp Skálafells Viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu barst nú á fjórða tímanum tilkynning um flugatvik við Móskarðshnjúka. 17. september 2019 15:38 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Ekki liggur fyrir hvers vegna lítil eins hreyfils flugvél brotlenti á Skálafellsöxl, nærri Móskarðshnjúkum um miðjan dag í gær. Rannsókn á tildrögum slyssins gæti tekið langan tíma. Það þykir með ólíkindum að flugmaður lítillar flugvélar sem brotlenti á Skálfellsöxl í gær hafi ekki slasast alvarlega. Fyrstu upplýsingar um slysið komu í gegnum stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þegar neyðarsendir vélarinnar fór af stað og voru viðbragðsaðilar sendir á vettvang. TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, fann manninn tæpri klukkustund eftir að neyðarboðin bárust og kom hann gangandi á móts við áhöfn þyrlunnar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var maðurinn með einhverja áverka á andliti og fótum.Mikill viðbúnaður var vegna atviksins. Sjúkrabifreiðar voru meðal annars sendar á vettvang að Skálafelli.Vísir/VilhelmRannsókn á tildrögum slyssins hófst strax af hendi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Flugvélin er afar illa farin en eldur kom upp í henni. Ragnar Guðmundsson, rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, segir að vettvangsrannsókn hafi gengið vel en henni lauk á ellefta tímanum í gærkvöldi. „Við tókum flakið saman og það var flutt á sérútbúnum björgunarsveitarbíl í bæinn og í flugskýli Rannsóknarnefndarinnar að því loknu. Í framhaldi af því var vettvangsvinnu lokið,“ segir Ragnar. Ragnar segir að rætt hafi verið við flugmanninn í gær en frekari skýrslutaka er fyrirhuguð.Flugmaðurinn fannst á Skálafelli.Loftmyndir ehf.„Aðstæður voru svo sem ágætar. Það kom í ljós eftir að við vorum komnir á vettvang að það var hægt að komast að á breyttum bílum. Þannig að aðgengi var betra en okkur var tjáð í fyrstu. Vélin var samt illa brunnin.“Hafið þið upplýsingar um hvað kom fyrir? „Ekki sem ég get tjáð mig um að svo stöddu.“ Ragnar segir að rannsóknin á flaki vélarinnar gæti orðið erfið þar sem það sé illa brunnið. „Óneitanlega er minna hægt að lesa út úr vettvangsgögnum þegar að slíkt er, en það er kannski of snemmt að segja hvað við munum samt fá út úr flakinu.“ Flugslysið í gær er það áttunda á aðeins nokkrum mánuðum og segir Ragnar að rannsókn þeirra muni taka langan tíma. „Það var ekkert flugslys í fyrra, sem var mjög gott en vanalega erum við með nokkur flugslys á ári. Við eigum svo sem eftir að fara yfir tölfræðina. Ég tel samt að þetta sé svona í hærri kantinum. Það sem er kannski óvenjulegt er að þau hafa öll verið á skömmum tíma eða þremur mánuðum.Hvað tekur svona rannsókn langan tíma? „Það er erfitt að segja. Það er margt sem spilar inn í þar einfaldlega vegna þess að það hefur verið mikið af flugslysum og alvarlegum flugatvikum í ár og vitanlega mun það líka hafa áhrif.“
Bláskógabyggð Fréttir af flugi Mosfellsbær Samgönguslys Tengdar fréttir Rannsókn lokið á vettvangi flugslyssins Vettvangsrannsókn á flugslysi sem varð við Skálafellsöxl í dag lauk á ellefta tímanum. 17. september 2019 23:00 Fundu flugmanninn gangandi við topp Skálafells Viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu barst nú á fjórða tímanum tilkynning um flugatvik við Móskarðshnjúka. 17. september 2019 15:38 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Rannsókn lokið á vettvangi flugslyssins Vettvangsrannsókn á flugslysi sem varð við Skálafellsöxl í dag lauk á ellefta tímanum. 17. september 2019 23:00
Fundu flugmanninn gangandi við topp Skálafells Viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu barst nú á fjórða tímanum tilkynning um flugatvik við Móskarðshnjúka. 17. september 2019 15:38
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“