Töluverður erfðamunur á þremur afbrigðum bleikju í Þingvallavatni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. september 2019 12:50 Bleikjur í Þingvallavatni í byrjun september þessa árs. Vísir/Karl Lúðvíksson Ný rannsókn á bleikjunni í Þingvallavatni sýnir að töluverður erfðamunur sé á þremur afbrigðum bleikju sem gæti verið vísbending um fyrstu stig myndunar nýrra tegunda. Í rannsókn vísindamannanna var rýnt í erfðaefni þriggja fyrstnefndu afbrigðanna með það fyrir augum að kanna erfðabreytileika milli þeirra og reyna að komast að því hvaða gen og þroskunarferlar tengjast þróun mismundandi afbrigða. Í ljós kom að murta, kuðungableikja og dvergbleika eru erfðafræðilega aðskildar og virðast hafa verið það í fjölda kynslóða. Sigurður Sveinn Snorrason, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands ræddi um rannsóknina í Bítinu í morgun. „Þessi nýjasta rannsókn, þar erum við að horfa á þetta pínulítið öðruvísi. Við tökum sömu gögnin af því við erum með mikið af gögnum um breytileika í öllum þessum genum þar sem við vorum að kanna genatjáninguna. Við spurðum, hvernig lítur þessi breytileiki út þegar við berum saman tegundirnar,“ segir Sigurður Sveinn. Álykta megi nokkuð sterklega um það að þessi aðskilnaður hafi orðið nokkuð snemma. þetta séu núna afbrigði sem séu orðin frekar skýrt afmörkuð. „Þau æxlast ekki mikið saman, og það er nú það sem við skilgreinum tegund á, að þær hætti að æxlast saman, hvort þær gætu það ef skilyrði breyttust, það vitum við ekki og þess vegna vitum við ekki hvernig úrslitin verða. Tíminn einn mun skera úr um það. Við teljum okkur samt sem áður vera að horfa á fyrstu skrefin og kannski mikilvægustu skrefin í tegundarmyndunarferlinu,“ segir Sigurður Sveinn.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Sigurð Snorra um rannsóknina í fullri lengd. Bítið Bláskógabyggð Dýr Þingvellir Tengdar fréttir Bleikjur upp við land á Þingvöllum Alveg er það merkilegt með þessar bleikjur í Þingvallavatni að þegar veiðitíminn stendur sem hæst halda þær sig langt úti og djúpt en þegar veiðitíma er að ljúka synda þær við lappirnar á þér. 11. september 2019 10:00 Flottar sjóbleikjur í Eyjafjarðará Eyjafjarðará er ein af þeim ám norðan heiða sem geymir afar vænar sjóbleikjur og þær fara stækkandi eftir að veiðimenn fóru í auknum mæli að sleppa fiski. 22. ágúst 2019 12:00 Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Stangaveiðitímabilinu lauk 21. ágúst síðastliðinn og heildarveiðin þetta tímabilið nam 20.393 fiskum sem er svipað og undanfarin ár. 9. september 2019 08:42 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Sjá meira
Ný rannsókn á bleikjunni í Þingvallavatni sýnir að töluverður erfðamunur sé á þremur afbrigðum bleikju sem gæti verið vísbending um fyrstu stig myndunar nýrra tegunda. Í rannsókn vísindamannanna var rýnt í erfðaefni þriggja fyrstnefndu afbrigðanna með það fyrir augum að kanna erfðabreytileika milli þeirra og reyna að komast að því hvaða gen og þroskunarferlar tengjast þróun mismundandi afbrigða. Í ljós kom að murta, kuðungableikja og dvergbleika eru erfðafræðilega aðskildar og virðast hafa verið það í fjölda kynslóða. Sigurður Sveinn Snorrason, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands ræddi um rannsóknina í Bítinu í morgun. „Þessi nýjasta rannsókn, þar erum við að horfa á þetta pínulítið öðruvísi. Við tökum sömu gögnin af því við erum með mikið af gögnum um breytileika í öllum þessum genum þar sem við vorum að kanna genatjáninguna. Við spurðum, hvernig lítur þessi breytileiki út þegar við berum saman tegundirnar,“ segir Sigurður Sveinn. Álykta megi nokkuð sterklega um það að þessi aðskilnaður hafi orðið nokkuð snemma. þetta séu núna afbrigði sem séu orðin frekar skýrt afmörkuð. „Þau æxlast ekki mikið saman, og það er nú það sem við skilgreinum tegund á, að þær hætti að æxlast saman, hvort þær gætu það ef skilyrði breyttust, það vitum við ekki og þess vegna vitum við ekki hvernig úrslitin verða. Tíminn einn mun skera úr um það. Við teljum okkur samt sem áður vera að horfa á fyrstu skrefin og kannski mikilvægustu skrefin í tegundarmyndunarferlinu,“ segir Sigurður Sveinn.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Sigurð Snorra um rannsóknina í fullri lengd.
Bítið Bláskógabyggð Dýr Þingvellir Tengdar fréttir Bleikjur upp við land á Þingvöllum Alveg er það merkilegt með þessar bleikjur í Þingvallavatni að þegar veiðitíminn stendur sem hæst halda þær sig langt úti og djúpt en þegar veiðitíma er að ljúka synda þær við lappirnar á þér. 11. september 2019 10:00 Flottar sjóbleikjur í Eyjafjarðará Eyjafjarðará er ein af þeim ám norðan heiða sem geymir afar vænar sjóbleikjur og þær fara stækkandi eftir að veiðimenn fóru í auknum mæli að sleppa fiski. 22. ágúst 2019 12:00 Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Stangaveiðitímabilinu lauk 21. ágúst síðastliðinn og heildarveiðin þetta tímabilið nam 20.393 fiskum sem er svipað og undanfarin ár. 9. september 2019 08:42 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Sjá meira
Bleikjur upp við land á Þingvöllum Alveg er það merkilegt með þessar bleikjur í Þingvallavatni að þegar veiðitíminn stendur sem hæst halda þær sig langt úti og djúpt en þegar veiðitíma er að ljúka synda þær við lappirnar á þér. 11. september 2019 10:00
Flottar sjóbleikjur í Eyjafjarðará Eyjafjarðará er ein af þeim ám norðan heiða sem geymir afar vænar sjóbleikjur og þær fara stækkandi eftir að veiðimenn fóru í auknum mæli að sleppa fiski. 22. ágúst 2019 12:00
Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Stangaveiðitímabilinu lauk 21. ágúst síðastliðinn og heildarveiðin þetta tímabilið nam 20.393 fiskum sem er svipað og undanfarin ár. 9. september 2019 08:42