Göngumanni bjargað eftir að hafa „haldið“ á brotnum fæti sínum í tvo daga Atli Ísleifsson skrifar 18. september 2019 12:58 Hinn 54 ára Neil Parker er margreyndur útivistarmaður. epa Áströlskum göngumanni, sem slasaðist eftir að hafa dottið sex metra niður foss í óbyggðum, var bjargað í gær eftir að hann hafði „haldið“ á brotnum fæti sínum og skriðið í átt til byggða í tvo daga.BBC segir frá því að hinn 54 ára Neil Parker hafi verið einn á ferð í óbyggðum nærri Brisbane á austurströnd Ástralíu á sunnudaginn þegar hann rann og féll niður fossinn með þeim afleiðingum að ökkli hans og sköflungur brotnuðu. Parker hafði misst síma sinn þegar hann féll og sá hann þá þann kost vænstan að skríða í átt að rjóðri þar sem hann fannst síðar. „Ég komst metra, kannski einn og hálfan, en svo þurfti ég að stoppa og hvíla mig,“ sagði Parker þegar hann ræddi við fjölmiðlamenn af sjúkrabeðinu fyrr í dag. „Ég trúði þessu ekki. Þetta voru bara þrír kílómetrar en það tók tvo daga að komast þá. Ég hélt að ég myndi aldrei komast þangað.“Sást af björgunarliði í þyrlu Parker var á göngu, sem átti að taka um þrjá tíma, nærri Nebo-fjalli þegar hann hann rann til á lausum steinum og féll niður foss. Hafi hann svo lent á steini og endað miðjum læknum fyrir neðan fossinn. Hann segir að hann hafi þá gert sér grein fyrir því að það væri einungis undir honum sjálfum komið hvort hann myndi bjargast. Í frétt BBC segir að Parker sé margreyndur útivistarmaður og að hann hafi notast við sárabindi sem hann hafði meðferðis og göngustafina sem spelkur. Hann hafi einungis verið með hnetur, sælgæti og eina orkustöng til að borða og hafi hann því verið mjög svangur þegar honum var loks bjargað. Björgunarlið í þyrlu sá til Parker í rjóðrinu og var hann fluttur á sjúkrahús í Brisbane. Ástralía Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Sjá meira
Áströlskum göngumanni, sem slasaðist eftir að hafa dottið sex metra niður foss í óbyggðum, var bjargað í gær eftir að hann hafði „haldið“ á brotnum fæti sínum og skriðið í átt til byggða í tvo daga.BBC segir frá því að hinn 54 ára Neil Parker hafi verið einn á ferð í óbyggðum nærri Brisbane á austurströnd Ástralíu á sunnudaginn þegar hann rann og féll niður fossinn með þeim afleiðingum að ökkli hans og sköflungur brotnuðu. Parker hafði misst síma sinn þegar hann féll og sá hann þá þann kost vænstan að skríða í átt að rjóðri þar sem hann fannst síðar. „Ég komst metra, kannski einn og hálfan, en svo þurfti ég að stoppa og hvíla mig,“ sagði Parker þegar hann ræddi við fjölmiðlamenn af sjúkrabeðinu fyrr í dag. „Ég trúði þessu ekki. Þetta voru bara þrír kílómetrar en það tók tvo daga að komast þá. Ég hélt að ég myndi aldrei komast þangað.“Sást af björgunarliði í þyrlu Parker var á göngu, sem átti að taka um þrjá tíma, nærri Nebo-fjalli þegar hann hann rann til á lausum steinum og féll niður foss. Hafi hann svo lent á steini og endað miðjum læknum fyrir neðan fossinn. Hann segir að hann hafi þá gert sér grein fyrir því að það væri einungis undir honum sjálfum komið hvort hann myndi bjargast. Í frétt BBC segir að Parker sé margreyndur útivistarmaður og að hann hafi notast við sárabindi sem hann hafði meðferðis og göngustafina sem spelkur. Hann hafi einungis verið með hnetur, sælgæti og eina orkustöng til að borða og hafi hann því verið mjög svangur þegar honum var loks bjargað. Björgunarlið í þyrlu sá til Parker í rjóðrinu og var hann fluttur á sjúkrahús í Brisbane.
Ástralía Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Sjá meira