Göngumanni bjargað eftir að hafa „haldið“ á brotnum fæti sínum í tvo daga Atli Ísleifsson skrifar 18. september 2019 12:58 Hinn 54 ára Neil Parker er margreyndur útivistarmaður. epa Áströlskum göngumanni, sem slasaðist eftir að hafa dottið sex metra niður foss í óbyggðum, var bjargað í gær eftir að hann hafði „haldið“ á brotnum fæti sínum og skriðið í átt til byggða í tvo daga.BBC segir frá því að hinn 54 ára Neil Parker hafi verið einn á ferð í óbyggðum nærri Brisbane á austurströnd Ástralíu á sunnudaginn þegar hann rann og féll niður fossinn með þeim afleiðingum að ökkli hans og sköflungur brotnuðu. Parker hafði misst síma sinn þegar hann féll og sá hann þá þann kost vænstan að skríða í átt að rjóðri þar sem hann fannst síðar. „Ég komst metra, kannski einn og hálfan, en svo þurfti ég að stoppa og hvíla mig,“ sagði Parker þegar hann ræddi við fjölmiðlamenn af sjúkrabeðinu fyrr í dag. „Ég trúði þessu ekki. Þetta voru bara þrír kílómetrar en það tók tvo daga að komast þá. Ég hélt að ég myndi aldrei komast þangað.“Sást af björgunarliði í þyrlu Parker var á göngu, sem átti að taka um þrjá tíma, nærri Nebo-fjalli þegar hann hann rann til á lausum steinum og féll niður foss. Hafi hann svo lent á steini og endað miðjum læknum fyrir neðan fossinn. Hann segir að hann hafi þá gert sér grein fyrir því að það væri einungis undir honum sjálfum komið hvort hann myndi bjargast. Í frétt BBC segir að Parker sé margreyndur útivistarmaður og að hann hafi notast við sárabindi sem hann hafði meðferðis og göngustafina sem spelkur. Hann hafi einungis verið með hnetur, sælgæti og eina orkustöng til að borða og hafi hann því verið mjög svangur þegar honum var loks bjargað. Björgunarlið í þyrlu sá til Parker í rjóðrinu og var hann fluttur á sjúkrahús í Brisbane. Ástralía Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Áströlskum göngumanni, sem slasaðist eftir að hafa dottið sex metra niður foss í óbyggðum, var bjargað í gær eftir að hann hafði „haldið“ á brotnum fæti sínum og skriðið í átt til byggða í tvo daga.BBC segir frá því að hinn 54 ára Neil Parker hafi verið einn á ferð í óbyggðum nærri Brisbane á austurströnd Ástralíu á sunnudaginn þegar hann rann og féll niður fossinn með þeim afleiðingum að ökkli hans og sköflungur brotnuðu. Parker hafði misst síma sinn þegar hann féll og sá hann þá þann kost vænstan að skríða í átt að rjóðri þar sem hann fannst síðar. „Ég komst metra, kannski einn og hálfan, en svo þurfti ég að stoppa og hvíla mig,“ sagði Parker þegar hann ræddi við fjölmiðlamenn af sjúkrabeðinu fyrr í dag. „Ég trúði þessu ekki. Þetta voru bara þrír kílómetrar en það tók tvo daga að komast þá. Ég hélt að ég myndi aldrei komast þangað.“Sást af björgunarliði í þyrlu Parker var á göngu, sem átti að taka um þrjá tíma, nærri Nebo-fjalli þegar hann hann rann til á lausum steinum og féll niður foss. Hafi hann svo lent á steini og endað miðjum læknum fyrir neðan fossinn. Hann segir að hann hafi þá gert sér grein fyrir því að það væri einungis undir honum sjálfum komið hvort hann myndi bjargast. Í frétt BBC segir að Parker sé margreyndur útivistarmaður og að hann hafi notast við sárabindi sem hann hafði meðferðis og göngustafina sem spelkur. Hann hafi einungis verið með hnetur, sælgæti og eina orkustöng til að borða og hafi hann því verið mjög svangur þegar honum var loks bjargað. Björgunarlið í þyrlu sá til Parker í rjóðrinu og var hann fluttur á sjúkrahús í Brisbane.
Ástralía Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira