Ellefu afrísk knattspyrnusambönd á FIFA-ráðstefnu í höfuðstöðvum KSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2019 17:00 Guðni Bergsson, formaður KSÍ, með Veron Mosengo Omba, fulltrúa FIFA. Mynd/KSÍ Forsetar ellefu knattspyrnusambanda í Austur Afríku sóttu ráðstefnu í vikunni í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands. Knattspyrnusambandið segir frá ráðstefnunni á heimasíðu sinni í dag og þar er einnig viðtal við fulltrúa FIFA á henni. Ráðstefnan, sem er skipulögð af FIFA, var fyrir CECAFA, svæðissamband Austur Afríku. Markmið hennar er að koma á samskiptum um þróun knattspyrnunnar almennt, hvort sem það tengist yfirstjórnun eða þjálfunaraðferðum fyrir leikmenn og þjálfara. Á ráðstefnunni gafst þátttakendum tækifæri til að læra af KSÍ, ásamt því að deila þeirra reynslu með KSÍ. „KSÍ er knattspyrnusamband í landi með aðeins um 330.000 íbúa. Veðrið hér gerir það að verkum að ekki er hægt að spila knattspyrnu úti allt árið, en samt hefur landið náð ótrúlegum árangri,“ sagði Veron Mosengo Omba, fulltrúi FIFA, við KSÍ en hann segir að Ísland hafi verið valið í ljósi smæðar þess og árangurs á undanförnum árum: Þátttakendur á ráðstefnunni komu frá ellefu þjóðum í Austur Afríku. Forsetar knattspyrnusambanda Rúanda, Suður Súdan, Sómalíu, Erítreu, Tansaníu, Búrúndí, Djíbútí, Kenýa, Úganda, Eþíópíu og Súdan mættu allir á fundinn. Nicholas Kithuku, forseti knattspyrnusambands Kenýa, segir að margt sé hægt að læra af íslenskri knattspyrnu: „Maður fyllist innblæstri við það að sjá hvað KSÍ hefur gert og hversu hugmyndaríkt samband það er. Sérstaklega er áhugavert að sjá hversu margir taka þátt í hinum ýmsu þáttum knattspyrnunnar. Ísland er stór þjóð með fátt fólk. Það sem Knattspyrnusamband Kenýa tekur frá fundinum er að gera fleiru fólki kleift að taka þátt í knattspyrnunni og stækka grunn okkar fyrir árangur framtíðarinnar. Kærar þakkir fyrir allt,“ sagði Nicholas Kithuku. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hafði þetta að segja um mikilvægi fundarins fyrir knattspyrnusambandið: „Það hefur verið mjög ánægjulegt og gefandi að taka á móti formönnum Afríkuríkjanna, ásamt fulltrúum FIFA, til þess að kynna þeim uppbyggingu okkar á íslenskum fótbolta. Má segja að þetta sé viðurkenning fyrir okkur að Ísland sé valið í þetta verkefni og endurspeglar það góða starf sem unnið er hér á landi og hefur vakið heimsathygli. Við eigum að reyna að láta gott af okkur leiða í þessum efnum, sem öðrum, ef við getum og við sjáum fyrir okkur framhald á verkefnum sem þessum,“ sagði Guðni Bergsson við fréttaritara heimasíðu KSÍ. FIFA KSÍ Reykjavík Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Forsetar ellefu knattspyrnusambanda í Austur Afríku sóttu ráðstefnu í vikunni í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands. Knattspyrnusambandið segir frá ráðstefnunni á heimasíðu sinni í dag og þar er einnig viðtal við fulltrúa FIFA á henni. Ráðstefnan, sem er skipulögð af FIFA, var fyrir CECAFA, svæðissamband Austur Afríku. Markmið hennar er að koma á samskiptum um þróun knattspyrnunnar almennt, hvort sem það tengist yfirstjórnun eða þjálfunaraðferðum fyrir leikmenn og þjálfara. Á ráðstefnunni gafst þátttakendum tækifæri til að læra af KSÍ, ásamt því að deila þeirra reynslu með KSÍ. „KSÍ er knattspyrnusamband í landi með aðeins um 330.000 íbúa. Veðrið hér gerir það að verkum að ekki er hægt að spila knattspyrnu úti allt árið, en samt hefur landið náð ótrúlegum árangri,“ sagði Veron Mosengo Omba, fulltrúi FIFA, við KSÍ en hann segir að Ísland hafi verið valið í ljósi smæðar þess og árangurs á undanförnum árum: Þátttakendur á ráðstefnunni komu frá ellefu þjóðum í Austur Afríku. Forsetar knattspyrnusambanda Rúanda, Suður Súdan, Sómalíu, Erítreu, Tansaníu, Búrúndí, Djíbútí, Kenýa, Úganda, Eþíópíu og Súdan mættu allir á fundinn. Nicholas Kithuku, forseti knattspyrnusambands Kenýa, segir að margt sé hægt að læra af íslenskri knattspyrnu: „Maður fyllist innblæstri við það að sjá hvað KSÍ hefur gert og hversu hugmyndaríkt samband það er. Sérstaklega er áhugavert að sjá hversu margir taka þátt í hinum ýmsu þáttum knattspyrnunnar. Ísland er stór þjóð með fátt fólk. Það sem Knattspyrnusamband Kenýa tekur frá fundinum er að gera fleiru fólki kleift að taka þátt í knattspyrnunni og stækka grunn okkar fyrir árangur framtíðarinnar. Kærar þakkir fyrir allt,“ sagði Nicholas Kithuku. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hafði þetta að segja um mikilvægi fundarins fyrir knattspyrnusambandið: „Það hefur verið mjög ánægjulegt og gefandi að taka á móti formönnum Afríkuríkjanna, ásamt fulltrúum FIFA, til þess að kynna þeim uppbyggingu okkar á íslenskum fótbolta. Má segja að þetta sé viðurkenning fyrir okkur að Ísland sé valið í þetta verkefni og endurspeglar það góða starf sem unnið er hér á landi og hefur vakið heimsathygli. Við eigum að reyna að láta gott af okkur leiða í þessum efnum, sem öðrum, ef við getum og við sjáum fyrir okkur framhald á verkefnum sem þessum,“ sagði Guðni Bergsson við fréttaritara heimasíðu KSÍ.
FIFA KSÍ Reykjavík Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira