Innlent

ASÍ fer hörðum orðum um fjárlagafrumvarp stjórn­valda

Eiður Þór Árnason skrifar
Drífa Snædal er forseti ASÍ
Drífa Snædal er forseti ASÍ Vísir/Vilhelm
Miðstjórn ASÍ fagnar því að nú liggi fyrir nýjar tillögur stjórnvalda að breytingum á tekjuskattskerfinu en segir breytingarnar skila sér of seint í vasa launafólks. Þetta kemur fram í ályktun miðstjórnar ASÍ um frumvarp til fjárlaga, sem birt var í dag.

Þrátt fyrir að Alþýðusamband Íslands fagni umræddum breytingum fer miðstjórnin engu að síður hörðum orðum um fjármálastefnu stjórnvalda. Hún segir stjórnvöld „bregðast hlutverki sínu við að láta þá sem eru aflögufærir greiða réttlátan hlut til samfélagsins til að tryggja viðunandi fjármögnun velferðar og samfélagsinnviða,“ eins og segir í ályktun miðstjórnarinnar.

Talar ASÍ fyrir róttækari breytingum á skattkerfinu í ályktun sinni og kallar eftir því að stjórnvöld taki upp hátekjuskatt, hækkun fjármagnstekjuskatts og sanngjarnt gjald fyrir auðlindanýtingu.

Meðal þess sem ASÍ gagnrýnir enn fremur er „ófullnægjandi fjármögnun sjúkrahúsþjónustunnar“ og að engum fjármunum sé varið í „marglofaðar umbætur á greiðslukerfi almannatrygginga og þjónustu við einstaklinga með skerta starfsgetu.“

Segir miðstjórnin það vonbrigði að ekki standi til að efna loforð sem gefin voru í kjarasamningsviðræðum um umbætur á skattkerfinu til að auka ráðstöfunartekjur fyrr en mitt kjarasamningstímabilið.


Tengdar fréttir

Efast um forsendur fjárlaga

Stjórnarandstöðuþingmenn gagnrýndu margir hverjir í gær hversu bjartsýnar forsendur fjárlaga væru. Samdrátturinn á næsta ári yrði að öllum líkindum meiri en menn gera ráð fyrir í fjármálaráðuneytinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×