Lífið

Salka Sól tók það mjög inn á sig að fá gagnrýni fyrir rappið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Arnar Freyr og Salka gengu í það heilaga í sumar.
Arnar Freyr og Salka gengu í það heilaga í sumar. FBL/Anton Brink
„Einu sinni sagði uppistandari á Twitter að rappið mitt væri það versta sem hafði komið fyrir íslenska menningu.“

Svona hefst tíst frá söng- og leikkonunni Sölku Sól Eyfeld frá því í gær. Ástæðan fyrir tístinu er án efa umræðan sem skapaðist um Reykjavíkurdætur í gær en gert er grín á þeirra kostnað í nýju uppistandi Björns Braga og Önnu Svövu.

„Ég man hvað ég tók það inn á mig að fór að missa áhugann á því að rappa. Gerði ekkert rapp þangað til Falafel með Arnari síðasta sumar,“ segir Salka sem rappar með eiginmanni sínum Arnari Frey Frostasyni í laginu Falafel.

„Ég þorði ekki að viðurkenna hvað ég varð í raun sár yfir þessum ummælum og vildi að ég hefði verið sterkari á þessum tíma og bara leitt þetta framhjá mér.“

.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×